Fjármálaráðherra segir best að lækka gengið með vaxtalækkun Heimir Már Pétursson skrifar 28. mars 2017 19:16 Fjármálaráðherra segir gengismálin erfiðasta viðfangsefnið sem Íslendingar standi frammi fyrir um þessar mundir. Besta leiðin til að vinna gegn mikilli styrkingu krónunnar sé að lækka vexti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að á meðan ekki sé horft á rót vandans sé ekkert í boði nema skítareddingar. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna hóf sérstakar umræður um gengisþróun og afkomu útflutningsgreina á Alþingi í dag og kallaði eftir aðgerðum að hálfu stjórnvalda. Þróun efnahagsmála hafi verið hagfelld undanfarin ár og gjaldeyrir streymdi inn í landið sem ylli ójafnvægi í hagkerfnu. „Gengi íslensku krónunnar hefur hækað um það bil um 35 prósent gagnvart sterlingspundi og yfir tuttugu prósent gagnvar evru og langleiðina það gagnvart dollar á síðast liðnum tveimur árum. Á sama tíma hafa launahækkanir verið umtalsverðar og vextir eru hér einhverjir þeir hæstu á byggðu bóli. Rekstrarumhverfi útflutningsgreina er því gjörbreytt,“ sagði Steingrímur. Enn á ný er krónan að valda Íslendingum erfiðleikum meðal annars vegna mikillar fjölgunar ferðamana sem þyrpast til landsins. Þrýst er á Seðlabanka Íslands að lækka vexti en hann hefur haft þau aðalmarkmið að halda verðbólgunni niður. Fyrir ekki mörgum áratugum lækkuðu stjórnvöld einfaldlega gengið með handafli en það er varla í boði núna. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra minnti á að verið væri að endurskoða peningamálastefnuna. „Fljótandi króna er tvíeggja sverð. Sterk króna eykur kaupmátt almennings en veikir samkeppnisstöðu fyrirtækja sem keppa á alþjóðlegum markaði. Með sama hætti hjálpar veik króna útflutningsgreinunum en þrengir að kjörum þeirra sem fá laun sín greidd í krónum,“ sagði fjármálaráðherra. Hins vegar væri erfitt að finna hvar jafnvægisgengið ætti að liggja en áhrif sterkrar krónu kæmu nú meðal annars fram í stöðu HB Granda sem og hjá ýmsum smærri fyrirtækjum. „Áhrifamesta aðgerðin til að lækka gengi krónunnar væri án efa lækkun vaxta Seðlabankans. Með lægri vöxtum innanlands væri hvati fjárfesta, einkum lífeyrissjóða, til að leita út fyrir landsteinana meiri en áður. Auk þess sem slíkar fjárfestingar myndu dreifa áhættu af rekstri sjóðanna,“ sagði Benedikt. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði kostnaðarsamt að halda uppi minnsta sjálfstæða gjaldmiðli í heimi. Einu rökin fyrir krónunni væru að þannig væri hægt að rýra kjör launafólks með því að fella gengi hennar. Samspil vaxta, verðbólgu og gengis yrði með öðrum hætti með evru í stað krónu. Vaxtaskilyrði fyrirtækja og framtíðarmöguleikar ungs fólks yrðu betri. „Og til að halda þessum möguleikum opnum þurfum við að klára aðildarviðræður við Evrópusambandið og bera niðurstöðuna undir þjóðina. Að fella gengið eða veikja það handvirkt svo útflutningsfyrirtækjumog ferðaþjónustu gangi betur en hagur almennings versni, er ekkert annað en skítaredding á ástandi sem er viðvarandi og óviðundandi með íslensku krónunni, sagði Oddný G. Harðardóttir. Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Sjá meira
Fjármálaráðherra segir gengismálin erfiðasta viðfangsefnið sem Íslendingar standi frammi fyrir um þessar mundir. Besta leiðin til að vinna gegn mikilli styrkingu krónunnar sé að lækka vexti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að á meðan ekki sé horft á rót vandans sé ekkert í boði nema skítareddingar. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna hóf sérstakar umræður um gengisþróun og afkomu útflutningsgreina á Alþingi í dag og kallaði eftir aðgerðum að hálfu stjórnvalda. Þróun efnahagsmála hafi verið hagfelld undanfarin ár og gjaldeyrir streymdi inn í landið sem ylli ójafnvægi í hagkerfnu. „Gengi íslensku krónunnar hefur hækað um það bil um 35 prósent gagnvart sterlingspundi og yfir tuttugu prósent gagnvar evru og langleiðina það gagnvart dollar á síðast liðnum tveimur árum. Á sama tíma hafa launahækkanir verið umtalsverðar og vextir eru hér einhverjir þeir hæstu á byggðu bóli. Rekstrarumhverfi útflutningsgreina er því gjörbreytt,“ sagði Steingrímur. Enn á ný er krónan að valda Íslendingum erfiðleikum meðal annars vegna mikillar fjölgunar ferðamana sem þyrpast til landsins. Þrýst er á Seðlabanka Íslands að lækka vexti en hann hefur haft þau aðalmarkmið að halda verðbólgunni niður. Fyrir ekki mörgum áratugum lækkuðu stjórnvöld einfaldlega gengið með handafli en það er varla í boði núna. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra minnti á að verið væri að endurskoða peningamálastefnuna. „Fljótandi króna er tvíeggja sverð. Sterk króna eykur kaupmátt almennings en veikir samkeppnisstöðu fyrirtækja sem keppa á alþjóðlegum markaði. Með sama hætti hjálpar veik króna útflutningsgreinunum en þrengir að kjörum þeirra sem fá laun sín greidd í krónum,“ sagði fjármálaráðherra. Hins vegar væri erfitt að finna hvar jafnvægisgengið ætti að liggja en áhrif sterkrar krónu kæmu nú meðal annars fram í stöðu HB Granda sem og hjá ýmsum smærri fyrirtækjum. „Áhrifamesta aðgerðin til að lækka gengi krónunnar væri án efa lækkun vaxta Seðlabankans. Með lægri vöxtum innanlands væri hvati fjárfesta, einkum lífeyrissjóða, til að leita út fyrir landsteinana meiri en áður. Auk þess sem slíkar fjárfestingar myndu dreifa áhættu af rekstri sjóðanna,“ sagði Benedikt. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði kostnaðarsamt að halda uppi minnsta sjálfstæða gjaldmiðli í heimi. Einu rökin fyrir krónunni væru að þannig væri hægt að rýra kjör launafólks með því að fella gengi hennar. Samspil vaxta, verðbólgu og gengis yrði með öðrum hætti með evru í stað krónu. Vaxtaskilyrði fyrirtækja og framtíðarmöguleikar ungs fólks yrðu betri. „Og til að halda þessum möguleikum opnum þurfum við að klára aðildarviðræður við Evrópusambandið og bera niðurstöðuna undir þjóðina. Að fella gengið eða veikja það handvirkt svo útflutningsfyrirtækjumog ferðaþjónustu gangi betur en hagur almennings versni, er ekkert annað en skítaredding á ástandi sem er viðvarandi og óviðundandi með íslensku krónunni, sagði Oddný G. Harðardóttir.
Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Sjá meira