Leggur til lækkun veiðigjalda til að auka starfsöryggi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. mars 2017 14:17 Teitur Björn segir hætt við að mál HB Granda sé ekki einangrað tilvik. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir hætt við að mál HB Granda sé ekki einangrað tilvik. Rétt sé að íhuga lækkun veiðigjalda til að auka starfsöryggi fólks. Mikil hækkun launa, styrking krónunnar og að háir vextir setji fjölmargar fiskvinnslur í verulegan vanda. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að gjöld á atvinnuveginn umfram aðrar útflutningsgreinar eru íþyngjandi, gjöld sem leggjast sérstaklega þungt á lítil og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki á landsbyggðinni. Ef það er raunverulegur vilji til þess að treysta atvinnuskilyrði, auka starfsöryggi starfsfólks og auka byggðafestu hlýtur lækkun þeirra að vera einn valkostur sem er í stöðunni,“ sagði Teitur Björn á Alþingi í dag. Teitur sagði tíðindi gærdagsins, þess efnis að HB Grandi hyggist láta af botnfiskvinnslu á Akranesi, mikið reiðarslag. Hins vegar ríki einhugur á meðal Skagamanna um að halda áfram viðræðum við HB Granda um uppbyggingu á framtíðaraðstöðu fyrirtækisins á Akranesi. Af þeim sökum séu komin haldbær rök fyrir fyrirtækið að hinkra með ákvörðun sína þar til búið sé að fara yfir alla möguleika.Stjórnvöld vakni úr rotinu Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að um sé að ræða kerfismartröð sem íhaldsöflin reyni að verja með kjafti og klóm. Nú blasi við hamfaraástand á Akranesi. „Þetta er samfélagslegt ábyrgðarleysi. Hér ráða ferðinni einhver önnur öfl, og ekki öfl skynsemi, sanngirni eða réttlætis. Þetta áfall sem nú ríður yfir á að ýta við þegnum landsins. Það er verið að véla með sameiginlega auðlind. Hvenær ætla stjórnvöld að vakna úr rotinu og átta sig á eyðileggingarmætti og ofbeldi þessa kerfis?,“ sagði Guðjón. Hann kallaði eftir viðbrögðum frá ríkisstjórninni. „Ég brýni ríkisstjórnina til að fara strax í endurskoðun kvótakerfisins sem þeir hafa lofað, svo hindra megi frekari eyðileggingu atvinnulífs og mannlífs vítt og breitt um landið.“ Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir hætt við að mál HB Granda sé ekki einangrað tilvik. Rétt sé að íhuga lækkun veiðigjalda til að auka starfsöryggi fólks. Mikil hækkun launa, styrking krónunnar og að háir vextir setji fjölmargar fiskvinnslur í verulegan vanda. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að gjöld á atvinnuveginn umfram aðrar útflutningsgreinar eru íþyngjandi, gjöld sem leggjast sérstaklega þungt á lítil og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki á landsbyggðinni. Ef það er raunverulegur vilji til þess að treysta atvinnuskilyrði, auka starfsöryggi starfsfólks og auka byggðafestu hlýtur lækkun þeirra að vera einn valkostur sem er í stöðunni,“ sagði Teitur Björn á Alþingi í dag. Teitur sagði tíðindi gærdagsins, þess efnis að HB Grandi hyggist láta af botnfiskvinnslu á Akranesi, mikið reiðarslag. Hins vegar ríki einhugur á meðal Skagamanna um að halda áfram viðræðum við HB Granda um uppbyggingu á framtíðaraðstöðu fyrirtækisins á Akranesi. Af þeim sökum séu komin haldbær rök fyrir fyrirtækið að hinkra með ákvörðun sína þar til búið sé að fara yfir alla möguleika.Stjórnvöld vakni úr rotinu Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að um sé að ræða kerfismartröð sem íhaldsöflin reyni að verja með kjafti og klóm. Nú blasi við hamfaraástand á Akranesi. „Þetta er samfélagslegt ábyrgðarleysi. Hér ráða ferðinni einhver önnur öfl, og ekki öfl skynsemi, sanngirni eða réttlætis. Þetta áfall sem nú ríður yfir á að ýta við þegnum landsins. Það er verið að véla með sameiginlega auðlind. Hvenær ætla stjórnvöld að vakna úr rotinu og átta sig á eyðileggingarmætti og ofbeldi þessa kerfis?,“ sagði Guðjón. Hann kallaði eftir viðbrögðum frá ríkisstjórninni. „Ég brýni ríkisstjórnina til að fara strax í endurskoðun kvótakerfisins sem þeir hafa lofað, svo hindra megi frekari eyðileggingu atvinnulífs og mannlífs vítt og breitt um landið.“
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira