Búum í haginn Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. mars 2017 14:14 Í þessari viku mun fjármála- og efnahagsráðherra birta sérstaka áætlun í ríkisfjármálum sem tekur mið af áður birtri ríkisfjármálastefnu. Ríkisstjórnin ætti að setja sér metnaðarfyllri markmið og skila meiri afgangi af ríkissjóði. Samkvæmt tillögu til þingsályktunar um fjármálastefnu ríkisins fyrir árin 2017-2022 er gert ráð fyrir að afgangur af rekstri ríkissjóðs verði 1,0-1,6 prósent af vergri landsframleiðslu á tímabilinu. Á þessum vettvangi hafa áður verið færð rök fyrir því að ríkisfjármálastefnan endurspegli ekki nægilega mikinn metnað. Fjármálastefnan er byggð á þjóðhagsspá Hagstofunnar sem gerir ráð fyrir miklum hagvexti allt tímabilið. Lítið má út af bregða til að ríkissjóður verði aftur rekinn með halla á tímabilinu eins og fram kemur í umsögn Samtaka atvinnulífsins um tillöguna. Ef hagvaxtarforsendur breytast til hins verra mun þurfa að grípa til aðgerða til að mæta tekjutapi. Tekjur ríkisins eru miklar og skattar háir og því hefur verið gott svigrúm til að skila miklum afgangi og greiða niður skuldir sem söfnuðust upp árin eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Kerfisbundið hefur verið unnið að því að greiða niður skuldir og lækka vaxtabyrði ríkissjóðs. Hins vegar hefur þetta gengið mun hægar en aðstæður buðu upp á af því að auknum tekjum hefur oft verið varið í aukin útgjöld. Hvar stendur Ísland í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar í ríkisfjármálum? Gert var ráð fyrir halla á rekstri danska ríkisins á síðasta ári sem nam 4,6 pró- sentum af vergri landsframleiðslu og 0,8 prósenta halla í Svíþjóð. Afgangurinn var hins vegar áætlaður 5,8 prósent af vergri landsframleiðslu í Noregi. Ísland kemur ágætlega út úr þessum samanburði. Hvað með önnur ríki? Þýskaland er langöflugasta ríki Evrópusambandsins. Þýska ríkið skilaði á síðasta ári mesta tekjuafgangi frá því að Berlínarmúlinn féll 1989. Afgangurinn nam 23,7 milljörðum evra eða sem nemur 0,8 prósentum af vergri landsframleiðslu Sambandslýð- veldisins Þýskalands. Setja þarf tölfræði um ríkisfjármál í samhengi við stöðu efnahagsmála í þessum ríkjum. Ekkert þeirra ríkja sem nefnd eru hér að framan státar af sambærilegum hagvexti og hefur verið á Íslandi á síðustu árum og hvergi í Evrópu hefur verið jafn hraður uppgangur í efnahagslífinu og hér á landi ef marka má hagtölur ríkja í álfunni. Rekstur ríkissjóðs þarf að nálgast eins og hvert annað heimilisbókhald. Það þarf að forgangsraða til brýnna verkefna. Vel er hægt að auka útgjöld til heilbrigðiskerfisins og vegagerðar en sýna aðhald annars staðar til að ná metnaðarfullum markmiðum um sparnað. Aukið aðhald gerir Seðlabankanum einnig betur kleift að lækka vexti því aðhald í ríkisrekstri myndi þýða að Seðlabankinn væri ekki einn í þeirri stöðu að hafa taumhald á þenslu í hagkerfinu. Núna þegar ferðaþjónustan er að slá öll met og mikill uppgangur er í efnahagslífinu ætti ríkissjóður að búa í haginn og setja sér metnaðarfyllri markmið í ríkisfjármálum og skila meiri afangi. Þá verður raunverulegt svigrúm til að auka útgjöldin í næstu niðursveiflu. Það væri ábyrg ríkisfjármálastefna.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Í þessari viku mun fjármála- og efnahagsráðherra birta sérstaka áætlun í ríkisfjármálum sem tekur mið af áður birtri ríkisfjármálastefnu. Ríkisstjórnin ætti að setja sér metnaðarfyllri markmið og skila meiri afgangi af ríkissjóði. Samkvæmt tillögu til þingsályktunar um fjármálastefnu ríkisins fyrir árin 2017-2022 er gert ráð fyrir að afgangur af rekstri ríkissjóðs verði 1,0-1,6 prósent af vergri landsframleiðslu á tímabilinu. Á þessum vettvangi hafa áður verið færð rök fyrir því að ríkisfjármálastefnan endurspegli ekki nægilega mikinn metnað. Fjármálastefnan er byggð á þjóðhagsspá Hagstofunnar sem gerir ráð fyrir miklum hagvexti allt tímabilið. Lítið má út af bregða til að ríkissjóður verði aftur rekinn með halla á tímabilinu eins og fram kemur í umsögn Samtaka atvinnulífsins um tillöguna. Ef hagvaxtarforsendur breytast til hins verra mun þurfa að grípa til aðgerða til að mæta tekjutapi. Tekjur ríkisins eru miklar og skattar háir og því hefur verið gott svigrúm til að skila miklum afgangi og greiða niður skuldir sem söfnuðust upp árin eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Kerfisbundið hefur verið unnið að því að greiða niður skuldir og lækka vaxtabyrði ríkissjóðs. Hins vegar hefur þetta gengið mun hægar en aðstæður buðu upp á af því að auknum tekjum hefur oft verið varið í aukin útgjöld. Hvar stendur Ísland í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar í ríkisfjármálum? Gert var ráð fyrir halla á rekstri danska ríkisins á síðasta ári sem nam 4,6 pró- sentum af vergri landsframleiðslu og 0,8 prósenta halla í Svíþjóð. Afgangurinn var hins vegar áætlaður 5,8 prósent af vergri landsframleiðslu í Noregi. Ísland kemur ágætlega út úr þessum samanburði. Hvað með önnur ríki? Þýskaland er langöflugasta ríki Evrópusambandsins. Þýska ríkið skilaði á síðasta ári mesta tekjuafgangi frá því að Berlínarmúlinn féll 1989. Afgangurinn nam 23,7 milljörðum evra eða sem nemur 0,8 prósentum af vergri landsframleiðslu Sambandslýð- veldisins Þýskalands. Setja þarf tölfræði um ríkisfjármál í samhengi við stöðu efnahagsmála í þessum ríkjum. Ekkert þeirra ríkja sem nefnd eru hér að framan státar af sambærilegum hagvexti og hefur verið á Íslandi á síðustu árum og hvergi í Evrópu hefur verið jafn hraður uppgangur í efnahagslífinu og hér á landi ef marka má hagtölur ríkja í álfunni. Rekstur ríkissjóðs þarf að nálgast eins og hvert annað heimilisbókhald. Það þarf að forgangsraða til brýnna verkefna. Vel er hægt að auka útgjöld til heilbrigðiskerfisins og vegagerðar en sýna aðhald annars staðar til að ná metnaðarfullum markmiðum um sparnað. Aukið aðhald gerir Seðlabankanum einnig betur kleift að lækka vexti því aðhald í ríkisrekstri myndi þýða að Seðlabankinn væri ekki einn í þeirri stöðu að hafa taumhald á þenslu í hagkerfinu. Núna þegar ferðaþjónustan er að slá öll met og mikill uppgangur er í efnahagslífinu ætti ríkissjóður að búa í haginn og setja sér metnaðarfyllri markmið í ríkisfjármálum og skila meiri afangi. Þá verður raunverulegt svigrúm til að auka útgjöldin í næstu niðursveiflu. Það væri ábyrg ríkisfjármálastefna.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun