Vertu úti Guðmundur Andri Thorsson skrifar 27. mars 2017 07:00 Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar tjáði sig um fátækt á Íslandi um daginn í tilefni af þáttaröð sem Mikael Torfason hefur gert um efnið á RÚV, rás eitt. Það sem ég hef heyrt af þessum þáttum hefur verið afar áhugavert og efnistökin lífleg. Í tengslum við þessa þætti kom Mikael í Silfur Egils og talaði um þá þjóðarskömm sem fátækt væri hér á landi. Hann var skeleggur og fullur af heilagri reiði yfir því sem hann hafði orðið áskynja um í þáttagerð sinni.„Hver sem meining hennar er ...“ Nichole hefur starfað sem leikskólastjóri á slóðum þar sem einhverjir viðmælendur Mikaels búa – hún þekkir vel til aðstæðna þarna og hefur beitt sér á ýmsum vettvangi velferðarmála. Henni þótti dregin upp einhliða mynd í þætti Mikaels og viðraði efasemdir um þá á Facebook-síðu sinni. Ekki hef ég forsendur til að meta réttmæti þeirra athugasemda, en held svona almennt talað að fólk í velferðarþjónustu verði alltaf að fara varlega í að tjá sig um málefni tiltekinna einstaklinga sem það hefur haft kynni af. Ég held líka að mikilvægt sé fyrir fólk að fá að segja sjálft sína sögu eins og það skynjar hana, og framlag þátta Mikaels felist ekki síst í því að gefa þjóðfélagsmeini rödd og sögu, þar sem áður hefur ríkt þögn og þöggun. En það er líka mikilvægt að Nichole fái að tjá sig sjálf og með þeim hætti sem henni hentar án þess að eiga von á því að reynt sé með öllum ráðum að þagga niður í henni með ofstopa og útúrsnúningum, eins og því miður gerðist í kjölfarið á athugasemdum hennar. Það var eins og hún mætti ekki andmæla Mikael Torfasyni. Það var eins og hún mætti ekki viðra sínar skoðanir á fátækt á Íslandi. Það var eins og ekki mætti ræða þetta mál öðruvísi en með stóryrðum. Hún var smækkuð niður í talsmann ríkisstjórnarinnar, látið sem framlag hennar til umræðunnar væri ómarktækt. Hún var sögð afneita fátækt hér á landi, aðhyllast misskiptingu og ranglæti. Og hún var sögð skrifa of vitlausa íslensku til að mega teljast marktæk. Dæmi um þessi ofsafengnu viðbrögð er færsla hjá Jónasi Kristjánssyni fyrrum ritstjóra sem nýtur álits hjá ýmsum fyrir umbúðalausan málflutning, enda einn þeirra manna sem alltaf er í skrifum sínum svo viss í sinni sök – en þó einkum annarra sök. Hann segir Nichole og Pawel Bartoszek – sem líka hafði viðrað efasemdir um málflutning Mikaels – vera dæmi um „ofsa í illvilja íhaldsins“ og kallar þau „skrafskjóður stjórnarflokkanna“. Um færslu Nichole sérstaklega skrifar Jónas: „Nichole Leigh Mosty skrifar torskilinn texta um, að vandinn felist í skorti á samstarfi í nefndum ríkis og bæja. Hver, sem meining hennar er, þá er hún röng.“ Þetta er eiginlega alveg makalaus texti. Roskinn íslenskur valdakarl, lætur ókvæðisorðin fjúka úr makindunum beint úr miðjunni í íslenskri umræðu, gerir sér far um að skilja ekki texta sem ung kona af erlendu bergi brotin skrifar um málefni sem hún hefur starfað við um árabil – en hann aldrei – úr umhverfi þar sem hún hefur búið – og hann aldrei. „Hver, sem meining hennar er, þá er hún röng.“ Varla gefst betra dæmi um þöggunartilburði en þetta. Vertu úti. Ekki tjá þig. Hvað sem þú hefur að segja er of vitlaust fyrir mig. Hvað sem þú hefur að segja er rangt. Það er rangt að þú takir til máls. „Mulier taceat in Ecclesia“ (Konur þegi í kirkjum, Páll postuli).Í mölétnum smóking Þetta var viðkvæðið hjá furðu mörgum sem tóku til máls um færslu Nichole: að hún skrifaði ekki rétta íslensku (og var þar mikið grjótflug úr glerhúsum). Hún beygir nefnilega vitlaust, notar ekki réttar forsetningar og þar fram eftir götunum. Vönduð og góð málnotkun snýst ekki um stífar reglur eða þrásetur á háum hesti. Við eigum ekki að innræta fólki sem hér sest að umfram allt að þegja, að gömlum íslenskum alþýðusið. Vönduð málnotkun snýst ekki um reglureiging heldur vandaða hugsun. Við sem alin erum upp við íslensku og jafnvel daglega umhugsun um gott mál og slæmt, fagurt mál og ljótt – við unnum þessari tungu og viljum að hún lifi af í næðingum heimsins. Til þess að svo megi verða þarf hún að vera harðger og sterk. Hún þarf að vera opið kerfi en ekki lokað. Hún þarf að vera í daglegri notkun en ekki geymd í stássstofu þar sem reglulega sé strokið af henni rykið. Við eigum að nota íslenskuna af kærleika og örlæti en ekki sem valdatæki fyrir þröngsýna menn sem vilja þagga niður í röddum sem þeim eru ekki að skapi. Enginn er betri, gáfaðri, víðsýnni eða fallegri þó að hann kunni skil á mun þágufalls og eignarfalls. Enginn verður virðulegur þó að hann noti aflagðan bókstaf á borð við z eða fornfálega kommusetningu kringum tilvísunarsetningar og á undan nafnháttarmerkjum – ef hann skrifar svo tóman skæting. Þá er hann bara maður að gubba í gömlum og mölétnum smóking.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar tjáði sig um fátækt á Íslandi um daginn í tilefni af þáttaröð sem Mikael Torfason hefur gert um efnið á RÚV, rás eitt. Það sem ég hef heyrt af þessum þáttum hefur verið afar áhugavert og efnistökin lífleg. Í tengslum við þessa þætti kom Mikael í Silfur Egils og talaði um þá þjóðarskömm sem fátækt væri hér á landi. Hann var skeleggur og fullur af heilagri reiði yfir því sem hann hafði orðið áskynja um í þáttagerð sinni.„Hver sem meining hennar er ...“ Nichole hefur starfað sem leikskólastjóri á slóðum þar sem einhverjir viðmælendur Mikaels búa – hún þekkir vel til aðstæðna þarna og hefur beitt sér á ýmsum vettvangi velferðarmála. Henni þótti dregin upp einhliða mynd í þætti Mikaels og viðraði efasemdir um þá á Facebook-síðu sinni. Ekki hef ég forsendur til að meta réttmæti þeirra athugasemda, en held svona almennt talað að fólk í velferðarþjónustu verði alltaf að fara varlega í að tjá sig um málefni tiltekinna einstaklinga sem það hefur haft kynni af. Ég held líka að mikilvægt sé fyrir fólk að fá að segja sjálft sína sögu eins og það skynjar hana, og framlag þátta Mikaels felist ekki síst í því að gefa þjóðfélagsmeini rödd og sögu, þar sem áður hefur ríkt þögn og þöggun. En það er líka mikilvægt að Nichole fái að tjá sig sjálf og með þeim hætti sem henni hentar án þess að eiga von á því að reynt sé með öllum ráðum að þagga niður í henni með ofstopa og útúrsnúningum, eins og því miður gerðist í kjölfarið á athugasemdum hennar. Það var eins og hún mætti ekki andmæla Mikael Torfasyni. Það var eins og hún mætti ekki viðra sínar skoðanir á fátækt á Íslandi. Það var eins og ekki mætti ræða þetta mál öðruvísi en með stóryrðum. Hún var smækkuð niður í talsmann ríkisstjórnarinnar, látið sem framlag hennar til umræðunnar væri ómarktækt. Hún var sögð afneita fátækt hér á landi, aðhyllast misskiptingu og ranglæti. Og hún var sögð skrifa of vitlausa íslensku til að mega teljast marktæk. Dæmi um þessi ofsafengnu viðbrögð er færsla hjá Jónasi Kristjánssyni fyrrum ritstjóra sem nýtur álits hjá ýmsum fyrir umbúðalausan málflutning, enda einn þeirra manna sem alltaf er í skrifum sínum svo viss í sinni sök – en þó einkum annarra sök. Hann segir Nichole og Pawel Bartoszek – sem líka hafði viðrað efasemdir um málflutning Mikaels – vera dæmi um „ofsa í illvilja íhaldsins“ og kallar þau „skrafskjóður stjórnarflokkanna“. Um færslu Nichole sérstaklega skrifar Jónas: „Nichole Leigh Mosty skrifar torskilinn texta um, að vandinn felist í skorti á samstarfi í nefndum ríkis og bæja. Hver, sem meining hennar er, þá er hún röng.“ Þetta er eiginlega alveg makalaus texti. Roskinn íslenskur valdakarl, lætur ókvæðisorðin fjúka úr makindunum beint úr miðjunni í íslenskri umræðu, gerir sér far um að skilja ekki texta sem ung kona af erlendu bergi brotin skrifar um málefni sem hún hefur starfað við um árabil – en hann aldrei – úr umhverfi þar sem hún hefur búið – og hann aldrei. „Hver, sem meining hennar er, þá er hún röng.“ Varla gefst betra dæmi um þöggunartilburði en þetta. Vertu úti. Ekki tjá þig. Hvað sem þú hefur að segja er of vitlaust fyrir mig. Hvað sem þú hefur að segja er rangt. Það er rangt að þú takir til máls. „Mulier taceat in Ecclesia“ (Konur þegi í kirkjum, Páll postuli).Í mölétnum smóking Þetta var viðkvæðið hjá furðu mörgum sem tóku til máls um færslu Nichole: að hún skrifaði ekki rétta íslensku (og var þar mikið grjótflug úr glerhúsum). Hún beygir nefnilega vitlaust, notar ekki réttar forsetningar og þar fram eftir götunum. Vönduð og góð málnotkun snýst ekki um stífar reglur eða þrásetur á háum hesti. Við eigum ekki að innræta fólki sem hér sest að umfram allt að þegja, að gömlum íslenskum alþýðusið. Vönduð málnotkun snýst ekki um reglureiging heldur vandaða hugsun. Við sem alin erum upp við íslensku og jafnvel daglega umhugsun um gott mál og slæmt, fagurt mál og ljótt – við unnum þessari tungu og viljum að hún lifi af í næðingum heimsins. Til þess að svo megi verða þarf hún að vera harðger og sterk. Hún þarf að vera opið kerfi en ekki lokað. Hún þarf að vera í daglegri notkun en ekki geymd í stássstofu þar sem reglulega sé strokið af henni rykið. Við eigum að nota íslenskuna af kærleika og örlæti en ekki sem valdatæki fyrir þröngsýna menn sem vilja þagga niður í röddum sem þeim eru ekki að skapi. Enginn er betri, gáfaðri, víðsýnni eða fallegri þó að hann kunni skil á mun þágufalls og eignarfalls. Enginn verður virðulegur þó að hann noti aflagðan bókstaf á borð við z eða fornfálega kommusetningu kringum tilvísunarsetningar og á undan nafnháttarmerkjum – ef hann skrifar svo tóman skæting. Þá er hann bara maður að gubba í gömlum og mölétnum smóking.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun