Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2017 22:08 „Þetta var ekki fallegt en þetta eru dýrmæt þrjú stig á erfiðum útivelli. Þetta er fínt lið og þeir spila boltanum ágætlega. Þeir eru ekkert með besta liðið en eru ágætir á boltanum. Ef við getum ekki unnið þá hérna höfum við ekkert að gera til Rússlands,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Vísi eftir sigur Íslands á Kósóvó í undankeppni HM í kvöld. Gylfi og Björn Bergmann Sigurðarson skoruðu fyrir íslenska liðið í fyrri hálfleik en í þeim seinni áttu strákarnir okkar undir högg að sækja. „Við fengum á okkur klaufamark í byrjun seinni hálfleiks sem setti óþarfa pressu á okkur. Ef við hefðum haldið út fyrstu 10-15 mínúturnar í seinni hálfleik hefði þetta verið allt öðruvísi leikur. Við hefðum getað spilað betur í sókninni í seinni hálfleik og spilað boltanum betur. Við reyndum bara að koma honum upp í hornið síðustu 10 mínúturnar en þetta hafðist sem betur fer,“ sagði Gylfi og bætti því við að það hafi verið pirrandi að spila þennan leik, þar sem spilið gekk illa. „Já, það var lítið spil og boltinn mikið í loftinu. Miðverðirnir þeirra negldu boltanum alltaf fram á stóra framherjann þeirra [Atdhe Nuhiu] og þá varð þetta barátta um seinni boltann. Það varð eiginlega ekkert úr þessum leik en við héldum okkar leikplani ágætlega. Eftir á að hyggja hefðum við átt að spila betri fótbolta en við unnum og það er það sem skiptir máli.“ Swansea-maðurinn kvaðst nokkuð sáttur með varnarleik íslenska liðsins í leiknum í kvöld. „Hann gekk ágætlega en það er erfitt að eiga við svona stóran framherja. Við fengum á okkur klaufamark en fyrir utan það gekk þetta sæmilega. Við gáfum kannski full mikið af fyrirgjöfum og það var óþarfa hætta í teignum okkar,“ sagði Gylfi. Hann segir að sigurinn hafi verið hafi verið afar mikilvægur en með honum komst Ísland upp í 2. sæti riðilsins. „Þetta var mjög mikilvægt. Ef við hefðum tapað þessum hefðum við getað gleymt 1. sætinu. Þetta gerir leikinn gegn Króötum í sumar mjög spennandi. Þetta voru dýrmæt þrjú stig,“ sagði Gylfi að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatía marði Úkraínu | Sjáðu mörkin Króatía vann Úkraínu í hinum leik I-riðilsins sem við Íslendingar erum í, en fyrr í dag unnu Tyrkir Finnland 2-0. 24. mars 2017 21:45 Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Aron Einar: Þetta var karakterssigur "Þetta voru heldur betur sæt stig. Þetta var vinnsla,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátur eftir sigurinn í kvöld. 24. mars 2017 22:02 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
„Þetta var ekki fallegt en þetta eru dýrmæt þrjú stig á erfiðum útivelli. Þetta er fínt lið og þeir spila boltanum ágætlega. Þeir eru ekkert með besta liðið en eru ágætir á boltanum. Ef við getum ekki unnið þá hérna höfum við ekkert að gera til Rússlands,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Vísi eftir sigur Íslands á Kósóvó í undankeppni HM í kvöld. Gylfi og Björn Bergmann Sigurðarson skoruðu fyrir íslenska liðið í fyrri hálfleik en í þeim seinni áttu strákarnir okkar undir högg að sækja. „Við fengum á okkur klaufamark í byrjun seinni hálfleiks sem setti óþarfa pressu á okkur. Ef við hefðum haldið út fyrstu 10-15 mínúturnar í seinni hálfleik hefði þetta verið allt öðruvísi leikur. Við hefðum getað spilað betur í sókninni í seinni hálfleik og spilað boltanum betur. Við reyndum bara að koma honum upp í hornið síðustu 10 mínúturnar en þetta hafðist sem betur fer,“ sagði Gylfi og bætti því við að það hafi verið pirrandi að spila þennan leik, þar sem spilið gekk illa. „Já, það var lítið spil og boltinn mikið í loftinu. Miðverðirnir þeirra negldu boltanum alltaf fram á stóra framherjann þeirra [Atdhe Nuhiu] og þá varð þetta barátta um seinni boltann. Það varð eiginlega ekkert úr þessum leik en við héldum okkar leikplani ágætlega. Eftir á að hyggja hefðum við átt að spila betri fótbolta en við unnum og það er það sem skiptir máli.“ Swansea-maðurinn kvaðst nokkuð sáttur með varnarleik íslenska liðsins í leiknum í kvöld. „Hann gekk ágætlega en það er erfitt að eiga við svona stóran framherja. Við fengum á okkur klaufamark en fyrir utan það gekk þetta sæmilega. Við gáfum kannski full mikið af fyrirgjöfum og það var óþarfa hætta í teignum okkar,“ sagði Gylfi. Hann segir að sigurinn hafi verið hafi verið afar mikilvægur en með honum komst Ísland upp í 2. sæti riðilsins. „Þetta var mjög mikilvægt. Ef við hefðum tapað þessum hefðum við getað gleymt 1. sætinu. Þetta gerir leikinn gegn Króötum í sumar mjög spennandi. Þetta voru dýrmæt þrjú stig,“ sagði Gylfi að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatía marði Úkraínu | Sjáðu mörkin Króatía vann Úkraínu í hinum leik I-riðilsins sem við Íslendingar erum í, en fyrr í dag unnu Tyrkir Finnland 2-0. 24. mars 2017 21:45 Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Aron Einar: Þetta var karakterssigur "Þetta voru heldur betur sæt stig. Þetta var vinnsla,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátur eftir sigurinn í kvöld. 24. mars 2017 22:02 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Króatía marði Úkraínu | Sjáðu mörkin Króatía vann Úkraínu í hinum leik I-riðilsins sem við Íslendingar erum í, en fyrr í dag unnu Tyrkir Finnland 2-0. 24. mars 2017 21:45
Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52
Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55
Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30
Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44
Aron Einar: Þetta var karakterssigur "Þetta voru heldur betur sæt stig. Þetta var vinnsla,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátur eftir sigurinn í kvöld. 24. mars 2017 22:02