Innlent

Fylgstu með óveðrinu á gagnvirkum kortum

Birgir Olgeirsson skrifar
Í kvöld og nótt gengur suðvestan stormur yfir landið sunnan- og vestanvert. Óveðrið mun ná hámarki rétt fyrir miðnætti og helst þannig fram eftir nóttu og mun ekki skána að ráði fyrr en undir morgun.

Annað kvöld gengur svo í sunnan hvassviðri með rigningu og súld en fram til laugardags er útlit fyrir að lengst af verði hvassviðri eða stormur á landinu. Skiptist á sunnanátt með rigningu og hlýindum annars vegar og hins vegar svalari suðvestanátt með éljum eða skúrum.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá á gagnvirkum kortum hvernig veðrið hegðar mun hegða sér í kvöld og nótt:


Tengdar fréttir

Flautað af í Úlfarsárdal | Myndband

Það var snarvitlaust veður á höfuðborgarsvæðinu í kvöld sem gerði það að verkum að leikur Fram og Breiðabliks í Lengjubikarnum var flautaður af eftir 70 mínútna leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×