Nei þýðir nei, þýðir nei, þýðir nei Heimir Már Pétursson skrifar 23. mars 2017 18:30 Heilbrigðisráðherra var þráspurður um það á Alþingi í dag hvort hann ætlaði að samþykkja frekari einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu með því að heimila Klínikinni að reka einkasjúkrahús. En þótt ráðherrann þvertæki fyrir þetta, var eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar tryðu ekki svörunum. Pólitíkin tekur oft á sig undarlegar myndir. Í fyrirspurnatíma í dag mátti ætla að annað hvort heyrðu þingmenn illa eða heilbrigðisráðherra talaði óskýrt - en svo getur verið að allir heyri ágætlega og ráðherrann hafi talað nokkuð skýrt en menn kosið að hlusta ekki hver á annan. Fimm þingmenn komust að með fyrirspurnir til ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum í dag og fjórir þeirra voru meira og minna allir með sömu spurningarnar til heilbrigðisráðherra varðandi hugsanlegt starfsleyfi til Klínikurinnar um rekstur einkasjúkrahúss.Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata.Vísir/EyþórVitnaði í eldri ræðu ráðherra Einar Brynjólfsson þingmaður Pírata vitnaði þingræðu Óttars Proppé heilbrigðisráðherra frá því hann var þingmaður í desember, þar sem hann sagði Bjarta framtíð hafa verið jákvæða gagnvart fjölbreyttu rekstrarformi í heilbrigðiskerfinu. „Það er ekki laumuleg leið til að ljúga í gegn alræmdri og ískaldri einkavæðingu í kerfinu. Heldur þvert á móti,“ hafði Einar eftir Óttarri. „Ég vil bara nota tækifærið til að taka fullkomlega undir með sjálfum mér og standa við þær fullyrðingar sem komu fram í ræðu minni 22. Desember,“ svaraði Óttarr. Svör ráðherrans dugðu frænda hans Kolbeini Óttarssyni Proppé þingmanni Vinstri grænna ekki og fannst honum greinilega erfitt að fest hönd á stefnu frænda síns. „Það á að vera hverjum þeim sem sest á ráðherrastól einfalt mál að segja hreint út hvort að viðkomandi sé fylgjandi því að sjúkrahús eða starfsemi af þessum toga sé í gangi, verði leyfð eða ekki,“ sagði Kolbeinn.Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.Vísir/AntonStyður ekki uppbyggingu á einkareknum sjúkrahúsum sem rekin eru í gróðaskyni Ráðherra ítrekaði margsinnis í umræðunni að hann styddi, og það væri hluti af stefnu Bjartrar framtíðar, að sjálfseignarstofnanir kæmu að rekstri á ýmsum sviðum, sem hafi verið mikilvægur hluti af íslensku heilbrigðiskerfi. „Hins vegar styð ég ekki og mun ekki styðja uppbyggingu á einkareknum sjúkrahúsum með heildstæðri þjónustu sem eru reknar í gróðaskyni,“ sagði Óttarr. Það standi aftur á móti til að semja við sömu opinberu heilbrigðisstofnanir og áður ásamt augnaðgerðafyrirtæki um niðurskurð á biðlistum á þessu ári. Klínikin væri ekki þar á meðal. Unnið væri eftir áður gerðu rammasamkomulagi við Læknafélag Reykjavíkur í þessum efnum. „Þar heyrir meðal annars ekki undir rekstur á margra daga legudeild. Til slíks þyrfti sérstaka samninga,“ sagði heilbrigðisráðherra. Það hafi hins vegar verið ágætur hluti af heilbrigðiskerfinu að minni aðgerðir geti farið fram á stofum sérfræðinga. „En ég sé ekki að það yrði til heilla að dreifa kröftum heilbrigðiskerfisins með því að auka flóknari og meiri sjúkrahúsþjónustu hjá aðilum annars staðar en hjá þeim sjúkrahúsum og spítölum sem fyrir eru,“ sagði Óttarr Proppé. Ráðherrann hafði í frétt á Vísi þegar í gær svarað fyrir söguburð um að hann hefði gengið til samninga við Klíníkina og rekstur á sjúkrastofnun. Mótmælum gegn meintri einkavæðingu heilbrigðisráðherra sem boðað hafði verið til á Austurvelli í dag, var frestað vegna veðurs. Tengdar fréttir Enginn fótur fyrir Gróusögu á Alþingi Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir ekkert til í fullyrðingum Elsu Láru Arnardóttur þingmans Framsóknarflokksins á Alþingi í dag, að hann sé að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. 22. mars 2017 19:30 Ekki áhersla ríkisstjórnarinnar að auka einkarekstur Til greina komi að hafna umsókn um rekstur sérhæfðrar sjúkraþjónustu í Ármúla, komi í ljós að hún hafi slæm áhrif á heilbrigðiskerfið. 27. janúar 2017 19:31 Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. 27. janúar 2017 14:15 Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra var þráspurður um það á Alþingi í dag hvort hann ætlaði að samþykkja frekari einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu með því að heimila Klínikinni að reka einkasjúkrahús. En þótt ráðherrann þvertæki fyrir þetta, var eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar tryðu ekki svörunum. Pólitíkin tekur oft á sig undarlegar myndir. Í fyrirspurnatíma í dag mátti ætla að annað hvort heyrðu þingmenn illa eða heilbrigðisráðherra talaði óskýrt - en svo getur verið að allir heyri ágætlega og ráðherrann hafi talað nokkuð skýrt en menn kosið að hlusta ekki hver á annan. Fimm þingmenn komust að með fyrirspurnir til ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum í dag og fjórir þeirra voru meira og minna allir með sömu spurningarnar til heilbrigðisráðherra varðandi hugsanlegt starfsleyfi til Klínikurinnar um rekstur einkasjúkrahúss.Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata.Vísir/EyþórVitnaði í eldri ræðu ráðherra Einar Brynjólfsson þingmaður Pírata vitnaði þingræðu Óttars Proppé heilbrigðisráðherra frá því hann var þingmaður í desember, þar sem hann sagði Bjarta framtíð hafa verið jákvæða gagnvart fjölbreyttu rekstrarformi í heilbrigðiskerfinu. „Það er ekki laumuleg leið til að ljúga í gegn alræmdri og ískaldri einkavæðingu í kerfinu. Heldur þvert á móti,“ hafði Einar eftir Óttarri. „Ég vil bara nota tækifærið til að taka fullkomlega undir með sjálfum mér og standa við þær fullyrðingar sem komu fram í ræðu minni 22. Desember,“ svaraði Óttarr. Svör ráðherrans dugðu frænda hans Kolbeini Óttarssyni Proppé þingmanni Vinstri grænna ekki og fannst honum greinilega erfitt að fest hönd á stefnu frænda síns. „Það á að vera hverjum þeim sem sest á ráðherrastól einfalt mál að segja hreint út hvort að viðkomandi sé fylgjandi því að sjúkrahús eða starfsemi af þessum toga sé í gangi, verði leyfð eða ekki,“ sagði Kolbeinn.Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.Vísir/AntonStyður ekki uppbyggingu á einkareknum sjúkrahúsum sem rekin eru í gróðaskyni Ráðherra ítrekaði margsinnis í umræðunni að hann styddi, og það væri hluti af stefnu Bjartrar framtíðar, að sjálfseignarstofnanir kæmu að rekstri á ýmsum sviðum, sem hafi verið mikilvægur hluti af íslensku heilbrigðiskerfi. „Hins vegar styð ég ekki og mun ekki styðja uppbyggingu á einkareknum sjúkrahúsum með heildstæðri þjónustu sem eru reknar í gróðaskyni,“ sagði Óttarr. Það standi aftur á móti til að semja við sömu opinberu heilbrigðisstofnanir og áður ásamt augnaðgerðafyrirtæki um niðurskurð á biðlistum á þessu ári. Klínikin væri ekki þar á meðal. Unnið væri eftir áður gerðu rammasamkomulagi við Læknafélag Reykjavíkur í þessum efnum. „Þar heyrir meðal annars ekki undir rekstur á margra daga legudeild. Til slíks þyrfti sérstaka samninga,“ sagði heilbrigðisráðherra. Það hafi hins vegar verið ágætur hluti af heilbrigðiskerfinu að minni aðgerðir geti farið fram á stofum sérfræðinga. „En ég sé ekki að það yrði til heilla að dreifa kröftum heilbrigðiskerfisins með því að auka flóknari og meiri sjúkrahúsþjónustu hjá aðilum annars staðar en hjá þeim sjúkrahúsum og spítölum sem fyrir eru,“ sagði Óttarr Proppé. Ráðherrann hafði í frétt á Vísi þegar í gær svarað fyrir söguburð um að hann hefði gengið til samninga við Klíníkina og rekstur á sjúkrastofnun. Mótmælum gegn meintri einkavæðingu heilbrigðisráðherra sem boðað hafði verið til á Austurvelli í dag, var frestað vegna veðurs.
Tengdar fréttir Enginn fótur fyrir Gróusögu á Alþingi Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir ekkert til í fullyrðingum Elsu Láru Arnardóttur þingmans Framsóknarflokksins á Alþingi í dag, að hann sé að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. 22. mars 2017 19:30 Ekki áhersla ríkisstjórnarinnar að auka einkarekstur Til greina komi að hafna umsókn um rekstur sérhæfðrar sjúkraþjónustu í Ármúla, komi í ljós að hún hafi slæm áhrif á heilbrigðiskerfið. 27. janúar 2017 19:31 Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. 27. janúar 2017 14:15 Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Sjá meira
Enginn fótur fyrir Gróusögu á Alþingi Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir ekkert til í fullyrðingum Elsu Láru Arnardóttur þingmans Framsóknarflokksins á Alþingi í dag, að hann sé að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. 22. mars 2017 19:30
Ekki áhersla ríkisstjórnarinnar að auka einkarekstur Til greina komi að hafna umsókn um rekstur sérhæfðrar sjúkraþjónustu í Ármúla, komi í ljós að hún hafi slæm áhrif á heilbrigðiskerfið. 27. janúar 2017 19:31
Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. 27. janúar 2017 14:15
Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30