Skotsilfur Markaðarins: Skákaði Herdísi og Ragnheiður Elín vildi í stjórn ISAVIA Ritstjórn Markaðarins skrifar 31. mars 2017 15:00 Margir biðu spenntir eftir skýrslunni sem varpaði ljósi á þátt Hauck & Aufhäuser í kaupunum á Búnaðarbanka Íslands 2003 sem Kjartan Bjarni Björgvinsson kynnti í vikunni. Finnur Þór Vilhjálmsson, starfsmaður hjá embætti héraðssaksóknara, hefur aðstoðað Kjartan í rannsóknarnefndinni en hann er fyrrverandi lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis. Rannsókninni sem skýrslan er byggð á var einmitt hrint af stað eftir að Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, fékk ný gögn í hendurnar um söluna.Tíð stjórnarskipti Það kom ýmsum á óvart að Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur tókst að skáka Herdísi Fjeldsted og verða kjörin stjórnarformaður VÍS eftir aðalfund félagsins fyrr í þessum mánuði. Þrír nýir stjórnarmenn tóku sæti í stjórn félagsins og þá er Svanhildur fjórði stjórnarformaður VÍS á aðeins tveimur árum. Fjárfestirinn Hallbjörn Karlsson, sem hafði verið stjórnarformaður um skeið, hætti í stjórn félagsins í mars 2015 og við formennsku tók Guðrún Þorgeirsdóttir. Hún stoppaði ekki lengi og var Herdís kjörin stjórnarformaður VÍS í nóvember sama ár.Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra.Náði ekki inn í stjórn Það áttu margir von á því að Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, myndi komast inn í stjórn Isavia á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Heyrst hafði að Ragnhildur sæktist eftir sæti en allt kom fyrir ekki. Hún er reynslubolti á sviði ferðaþjónustu enda fór hún með þann málaflokk í síðustu ríkisstjórn. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjórnarmaður í Sandgerði, Helga Sigrún Harðardóttir, kosningastjóri Bjartrar framtíðar, og Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1, eru nýir stjórnarmenn ríkisfyrirtækisins.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Salan á Búnaðarbankanum Skotsilfur Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Sjá meira
Margir biðu spenntir eftir skýrslunni sem varpaði ljósi á þátt Hauck & Aufhäuser í kaupunum á Búnaðarbanka Íslands 2003 sem Kjartan Bjarni Björgvinsson kynnti í vikunni. Finnur Þór Vilhjálmsson, starfsmaður hjá embætti héraðssaksóknara, hefur aðstoðað Kjartan í rannsóknarnefndinni en hann er fyrrverandi lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis. Rannsókninni sem skýrslan er byggð á var einmitt hrint af stað eftir að Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, fékk ný gögn í hendurnar um söluna.Tíð stjórnarskipti Það kom ýmsum á óvart að Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur tókst að skáka Herdísi Fjeldsted og verða kjörin stjórnarformaður VÍS eftir aðalfund félagsins fyrr í þessum mánuði. Þrír nýir stjórnarmenn tóku sæti í stjórn félagsins og þá er Svanhildur fjórði stjórnarformaður VÍS á aðeins tveimur árum. Fjárfestirinn Hallbjörn Karlsson, sem hafði verið stjórnarformaður um skeið, hætti í stjórn félagsins í mars 2015 og við formennsku tók Guðrún Þorgeirsdóttir. Hún stoppaði ekki lengi og var Herdís kjörin stjórnarformaður VÍS í nóvember sama ár.Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra.Náði ekki inn í stjórn Það áttu margir von á því að Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, myndi komast inn í stjórn Isavia á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Heyrst hafði að Ragnhildur sæktist eftir sæti en allt kom fyrir ekki. Hún er reynslubolti á sviði ferðaþjónustu enda fór hún með þann málaflokk í síðustu ríkisstjórn. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjórnarmaður í Sandgerði, Helga Sigrún Harðardóttir, kosningastjóri Bjartrar framtíðar, og Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1, eru nýir stjórnarmenn ríkisfyrirtækisins.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Salan á Búnaðarbankanum Skotsilfur Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Sjá meira