Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2017 18:30 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra Vísir/Eyþór Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. Þá segir hann algert grundvallaratriði að upplýst verði hverjir það eru sem nú er að kaupa hlut í Arion. Að öðrum kosti verði traust á bankakerfinu ekki endurvakið. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði í svari til Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna á Alþingi í morgun að nausynlegt væri að ljúka rannsókn á ferlinu við einkavæðingu bæði Landsbanka og Búnaðarbanka. Hann spurði einnig í umræðum um Búnaðarbankaskýrsluna hver skýldi sér á bakvið grímu lundans. En Lundinn var dulnefni á Kaupþingi í leynilegum samskiptum Ólafs Ólafssonar og annarra leikenda í aðdraganda einkavæðingar Búnaðarbankans árið 2003. Spurningar vöknuðu um þátt eftilitsstofnana við einkavæðingu bankanna. Ekki verður séð af gögnum að þessar stofnanir hafi gert alvarlega tilraun til að ganga úr skugga um að ekki væri um blekkingarleik að ræða. Fyrir þingmenn og þjóð er mikilvægt að vita; getum við treyst eftirlitsmönnunum? Hver hefur eftirlit með eftirlitinu,“ spurði fjármálaráðherra. Hann sagði að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi ítrekað nýlega að mikilvægt væri að bankarnir verði í eigu traustra eigenda. Sýna þyrfti þolinmæði við einkavæðingu ríkisbankanna með áherslu á að finna íhaldssama kaupendur sem sýnt hefðu langtíma hollustu við Ísland. Mikilvægt væri að fram færi ítarlegt hæfismat í tengslum við yfirvofandi sölu á virkum hlut í Arion. Benedikt efaðist um að ákvæði í skilyrðum til Samson hópsins sem keypti Landsbankann um stöðu og hagsmuni eigenda innan bankans hafi verið virt. „Ég spyr, voru þessi ákvæði virt á meðan bankaráðsformaðurinn var með skrifstofu á milli bankastjóranna tveggja. Fjármálaeftirlitið taldi reyndar að þeir Björgólfsfeðgar væru óskyldir aðilar þvert á það sem Íslensdingabók segir. Þannig að langt var til þess seilst að þurfa ekki að uppfylla skilyrði framangreindrar ákvörðunar. En nú eru breyttir tímar, eða hvað,“ sagði Benedikt. Nú vildu erlendir aðilar aftur kaupa íslenskan banka og slóðin lægi til aflandseyja sem verið hafi Íslendingum framandi fram að hruni. Hann hafi því sent Fjármálaeftirlitinu bréf með ellefu spurningum varðandi eignarhald á þeim félögum sem keypt hafi eignarhlut í Arion. „Í ljósi sögunnar þarf eignarhaldið að vera sannreynt með öllum ráðum. Ég vænti þess að FME svari svo fljótt sem auðið er. Ef ekki koma fram óyggajndi sannanir um það hverjir eru raunverulegir eigendur verður traust á bankakerfinu ekki endurvakið. Það væri grundvallaratriði að geta treyst Fjármálaeftirlitinu og Ríkisendurskoðun.“ „Frú forseti, við verðum að vita hver er bakvið grímu lundans,“ sagði Benedikt Jóhannesson. Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Sjá meira
Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. Þá segir hann algert grundvallaratriði að upplýst verði hverjir það eru sem nú er að kaupa hlut í Arion. Að öðrum kosti verði traust á bankakerfinu ekki endurvakið. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði í svari til Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna á Alþingi í morgun að nausynlegt væri að ljúka rannsókn á ferlinu við einkavæðingu bæði Landsbanka og Búnaðarbanka. Hann spurði einnig í umræðum um Búnaðarbankaskýrsluna hver skýldi sér á bakvið grímu lundans. En Lundinn var dulnefni á Kaupþingi í leynilegum samskiptum Ólafs Ólafssonar og annarra leikenda í aðdraganda einkavæðingar Búnaðarbankans árið 2003. Spurningar vöknuðu um þátt eftilitsstofnana við einkavæðingu bankanna. Ekki verður séð af gögnum að þessar stofnanir hafi gert alvarlega tilraun til að ganga úr skugga um að ekki væri um blekkingarleik að ræða. Fyrir þingmenn og þjóð er mikilvægt að vita; getum við treyst eftirlitsmönnunum? Hver hefur eftirlit með eftirlitinu,“ spurði fjármálaráðherra. Hann sagði að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi ítrekað nýlega að mikilvægt væri að bankarnir verði í eigu traustra eigenda. Sýna þyrfti þolinmæði við einkavæðingu ríkisbankanna með áherslu á að finna íhaldssama kaupendur sem sýnt hefðu langtíma hollustu við Ísland. Mikilvægt væri að fram færi ítarlegt hæfismat í tengslum við yfirvofandi sölu á virkum hlut í Arion. Benedikt efaðist um að ákvæði í skilyrðum til Samson hópsins sem keypti Landsbankann um stöðu og hagsmuni eigenda innan bankans hafi verið virt. „Ég spyr, voru þessi ákvæði virt á meðan bankaráðsformaðurinn var með skrifstofu á milli bankastjóranna tveggja. Fjármálaeftirlitið taldi reyndar að þeir Björgólfsfeðgar væru óskyldir aðilar þvert á það sem Íslensdingabók segir. Þannig að langt var til þess seilst að þurfa ekki að uppfylla skilyrði framangreindrar ákvörðunar. En nú eru breyttir tímar, eða hvað,“ sagði Benedikt. Nú vildu erlendir aðilar aftur kaupa íslenskan banka og slóðin lægi til aflandseyja sem verið hafi Íslendingum framandi fram að hruni. Hann hafi því sent Fjármálaeftirlitinu bréf með ellefu spurningum varðandi eignarhald á þeim félögum sem keypt hafi eignarhlut í Arion. „Í ljósi sögunnar þarf eignarhaldið að vera sannreynt með öllum ráðum. Ég vænti þess að FME svari svo fljótt sem auðið er. Ef ekki koma fram óyggajndi sannanir um það hverjir eru raunverulegir eigendur verður traust á bankakerfinu ekki endurvakið. Það væri grundvallaratriði að geta treyst Fjármálaeftirlitinu og Ríkisendurskoðun.“ „Frú forseti, við verðum að vita hver er bakvið grímu lundans,“ sagði Benedikt Jóhannesson.
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Sjá meira