Héraðssaksóknari leiðréttir aðstoðarlögreglustjóra Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. mars 2017 11:18 Ólafur Þór Hauksson segist hafa upplýst lögreglustjóra um atvikið í fangaklefanum í júní síðastliðnum. Hvorki lögreglustjóri né aðstoðarlögreglustjóri segjast hafa vita af því fyrr en sjö mánuðum síðar. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari fullyrðir að hafa upplýst Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóra um að rannsókn stæði yfir á meintum brotum lögreglumanns í júní í fyrra. Jón H.B. sagðist í samtali við Vísi í gærmorgun ekki hafa vitað af rannsókninni fyrr en í janúar síðastliðnum – sjö mánuðum eftir að hún hófst. Lögreglumaðurinn er sakaður um að hafa beitt fanga ofbeldi í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í maí í fyrra. Fanginn lagði fram kæru á hendur lögreglumanninum og héraðssaksóknari hóf rannsókn á málinu í júní í fyrra. Lögreglumanninum var vikið frá störfum níu mánuðum síðar en hann sá um rannsóknir á ofbeldisbrotum hjá miðlægri rannsóknardeild.Myndbandsupptaka er til af meintu atviki í fangaklefa á Hverfisgötu. Lögreglumaðurinn er meðal annars sakaður um að hafa skellt höfði fangans í tvígang í gólfið.vísir/eyþórJón H.B. var starfandi lögreglustjóri á þeim tíma sem málið kom upp þar sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir var í fríi. Aðspurður í gær sagðist Jón ekki hafa verið upplýstur um málið fyrr en í janúar síðastliðnum. Um hafi verið að ræða óheppilega verkferla sem hafi orðið til þess að hann hafi ekki fengið vitneskju um málið. Var gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri Ólafur Þór segist í samtali við fréttastofu hafa upplýst starfandi lögreglustjóra um málavexti og þá kæru sem lögð hafi verið fram á hendur lögreglumanninum í júní. Á sama tíma hafi lögreglustjóra verið gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum vegna kærunnar. „Með bréfi héraðssaksóknara til lögreglustjóra fylgdi síðan ljósrit af kærunni þar sem málsatvikum frá sjónarhóli kæranda er lýst en þar kemur skýrt fram hvar umrædd atvik áttu sér stað. Það er því rangt sem segir í fréttinni að ekki hafi legið skýrt fyrir að atvikið hafi átt sér stað í fangageymslunni og einnig er það rangt sem segir í fréttinni að embætti lögreglunnar hafi ekki verið upplýst um atvikið af hálfu héraðssaksóknara,“ segir Ólafur og vísar til svara Jóns H.B. í frétt Vísis frá því í gær.Enginn áttaði sig á alvarleikanum Þegar leitað var svara hjá Jóni H.B. vegna fullyrðinga Ólafs segist hann hafa fengið umrætt bréf frá héraðssaksóknara í júní. Innanhússmistök hafi hins vegar orðið til þess að fylgigögn með bréfinu hafi orðið eftir í skráningu. „Ég afgreiddi þessi gögn en það áttaði sig enginn á málinu eða alvarleika þess. Ég heyrði ekkert af þessu atviki, hvers eðlis það var eða hvernig það var fyrr en í janúar. En það sem við þurfum að bæta er að við þurfum að skoða málin með einhverjum hætti sjálfstætt líka, án þess að blanda okkur inn í rannsóknina,“ segir Jón. Því hafi hann ekki vitað af atvikinu fyrr en sjö mánuðum eftir að það kom upp. „Ástæðan fyrir því að héraðssaksóknari lét okkur vita í janúar af þessu atviki sem þeir voru að rannsaka var að það lá alveg ljóst fyrir hjá þeim að við höfðum ekki áttað okkur á því hvað málið snerist um.“En nú afhentir þú gögn sem varða starfandi lögreglumann. Vildir þú sem stjórnandi ekki vita hvað starfandi lögreglumanni væri gefið að sök? „Jú,jú. Ég þóttist geta lesið það út úr þessu að kæruefnið varðaði rannsókn þessa máls sem var á hendur þessum manni [fanganum]. Ég áttaði mig ekkert á því að kæran snerist alls ekki um það heldur eingöngu um þennan atburð á fangaganginum. Þannig að ég mat það ekki út frá öðru en ég las í þessari beiðni um öll rannsóknargögn í sakamáli hins handtekna,“ segir Jón. Þá níu mánuði sem lögreglumaðurinn var til rannsóknar hjá héraðssaksóknara fyrir ofbeldisbrot var hann áfram einn þriggja lögreglumanna í miðlægu deildinni sem sérhæfðu sig í rannsókn sambærilegra ofbeldismála. Honum var vikið tímabundið frá störfum eftir að ákæra var gefin út í málinu, hinn 17. mars síðastliðinn. Lögreglumaðurinn var annar tveggja sem voru í aðalhlutverki í yfirheyrslum yfir sakborningnum í máli Birnu Brjánsdóttur. Tengdar fréttir Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið Sakaður um að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu. 27. mars 2017 11:42 Á kafi í rannsóknum á ofbeldisbrotum í níu mánuði eftir átökin á Hverfisgötu Lögreglumaðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að hafa beitt fanga ofbeldi á síðasta ári var annar tveggja sem sáu að mestu um yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 29. mars 2017 10:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Sjá meira
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari fullyrðir að hafa upplýst Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóra um að rannsókn stæði yfir á meintum brotum lögreglumanns í júní í fyrra. Jón H.B. sagðist í samtali við Vísi í gærmorgun ekki hafa vitað af rannsókninni fyrr en í janúar síðastliðnum – sjö mánuðum eftir að hún hófst. Lögreglumaðurinn er sakaður um að hafa beitt fanga ofbeldi í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í maí í fyrra. Fanginn lagði fram kæru á hendur lögreglumanninum og héraðssaksóknari hóf rannsókn á málinu í júní í fyrra. Lögreglumanninum var vikið frá störfum níu mánuðum síðar en hann sá um rannsóknir á ofbeldisbrotum hjá miðlægri rannsóknardeild.Myndbandsupptaka er til af meintu atviki í fangaklefa á Hverfisgötu. Lögreglumaðurinn er meðal annars sakaður um að hafa skellt höfði fangans í tvígang í gólfið.vísir/eyþórJón H.B. var starfandi lögreglustjóri á þeim tíma sem málið kom upp þar sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir var í fríi. Aðspurður í gær sagðist Jón ekki hafa verið upplýstur um málið fyrr en í janúar síðastliðnum. Um hafi verið að ræða óheppilega verkferla sem hafi orðið til þess að hann hafi ekki fengið vitneskju um málið. Var gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri Ólafur Þór segist í samtali við fréttastofu hafa upplýst starfandi lögreglustjóra um málavexti og þá kæru sem lögð hafi verið fram á hendur lögreglumanninum í júní. Á sama tíma hafi lögreglustjóra verið gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum vegna kærunnar. „Með bréfi héraðssaksóknara til lögreglustjóra fylgdi síðan ljósrit af kærunni þar sem málsatvikum frá sjónarhóli kæranda er lýst en þar kemur skýrt fram hvar umrædd atvik áttu sér stað. Það er því rangt sem segir í fréttinni að ekki hafi legið skýrt fyrir að atvikið hafi átt sér stað í fangageymslunni og einnig er það rangt sem segir í fréttinni að embætti lögreglunnar hafi ekki verið upplýst um atvikið af hálfu héraðssaksóknara,“ segir Ólafur og vísar til svara Jóns H.B. í frétt Vísis frá því í gær.Enginn áttaði sig á alvarleikanum Þegar leitað var svara hjá Jóni H.B. vegna fullyrðinga Ólafs segist hann hafa fengið umrætt bréf frá héraðssaksóknara í júní. Innanhússmistök hafi hins vegar orðið til þess að fylgigögn með bréfinu hafi orðið eftir í skráningu. „Ég afgreiddi þessi gögn en það áttaði sig enginn á málinu eða alvarleika þess. Ég heyrði ekkert af þessu atviki, hvers eðlis það var eða hvernig það var fyrr en í janúar. En það sem við þurfum að bæta er að við þurfum að skoða málin með einhverjum hætti sjálfstætt líka, án þess að blanda okkur inn í rannsóknina,“ segir Jón. Því hafi hann ekki vitað af atvikinu fyrr en sjö mánuðum eftir að það kom upp. „Ástæðan fyrir því að héraðssaksóknari lét okkur vita í janúar af þessu atviki sem þeir voru að rannsaka var að það lá alveg ljóst fyrir hjá þeim að við höfðum ekki áttað okkur á því hvað málið snerist um.“En nú afhentir þú gögn sem varða starfandi lögreglumann. Vildir þú sem stjórnandi ekki vita hvað starfandi lögreglumanni væri gefið að sök? „Jú,jú. Ég þóttist geta lesið það út úr þessu að kæruefnið varðaði rannsókn þessa máls sem var á hendur þessum manni [fanganum]. Ég áttaði mig ekkert á því að kæran snerist alls ekki um það heldur eingöngu um þennan atburð á fangaganginum. Þannig að ég mat það ekki út frá öðru en ég las í þessari beiðni um öll rannsóknargögn í sakamáli hins handtekna,“ segir Jón. Þá níu mánuði sem lögreglumaðurinn var til rannsóknar hjá héraðssaksóknara fyrir ofbeldisbrot var hann áfram einn þriggja lögreglumanna í miðlægu deildinni sem sérhæfðu sig í rannsókn sambærilegra ofbeldismála. Honum var vikið tímabundið frá störfum eftir að ákæra var gefin út í málinu, hinn 17. mars síðastliðinn. Lögreglumaðurinn var annar tveggja sem voru í aðalhlutverki í yfirheyrslum yfir sakborningnum í máli Birnu Brjánsdóttur.
Tengdar fréttir Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið Sakaður um að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu. 27. mars 2017 11:42 Á kafi í rannsóknum á ofbeldisbrotum í níu mánuði eftir átökin á Hverfisgötu Lögreglumaðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að hafa beitt fanga ofbeldi á síðasta ári var annar tveggja sem sáu að mestu um yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 29. mars 2017 10:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Sjá meira
Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið Sakaður um að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu. 27. mars 2017 11:42
Á kafi í rannsóknum á ofbeldisbrotum í níu mánuði eftir átökin á Hverfisgötu Lögreglumaðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að hafa beitt fanga ofbeldi á síðasta ári var annar tveggja sem sáu að mestu um yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 29. mars 2017 10:00