Sjálfstæðisflokkurinn myndi styðja rannsókn á einkavæðingu Landsbankans Anton Egilsson skrifar 8. apríl 2017 12:45 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki setja sig upp á móti því að rannsókn yrði gerð á einkavæðingu Landsbankans, komist þingnefnd að því að ástæða væri til sérstakrar rannsóknar á sölunni. Bjarni var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð tvö í dag en þar var farið um víðan völl. Þar ræddu þeir meðal annars um efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem samþykkt var á Alþingi í vikunni og skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans. Í þættinum sagði Bjarni að það væri sín upplifun að með sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum hafi verið sett á svið sjónarspil. „Það er mín upplifun, að þarna hafi verið dregin upp einhver leiktjöld til þess að láta líta þannig út að menn væru með breiðari hóp og dreifðara eignarhald.“ Niðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis voru þær að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hefði í reynd aldrei verið fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur árið 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Það var því afdráttarlaus niðurstaða að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á bankanum. Bjarni segir það jafnframt miður hve langan tíma það hafi tekið að leiða málið til lykta. „Manni finnst það mjög dapurlegt að við séum að komast til botns í þessu máli árið 2017, næg hafa tilefnin verið fram til þessa. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það er á vissan hátt gagnrýnisvert að ráðgjafar stjórnvalda við söluna á sínum tíma skyldu ekki hafa gengið betur í skugga um og kannski haft fyrir því að kalla þessa aðila til sín og rekið úr þeim garnirnar með þeirra áform.Vill eyða allri tortryggni Var Bjarni inntur eftir svörum um afstöðu sína til þess að einkavæðing Landsbankans yrði rannsökuð en kaupendur hans fengu umtalsverð lán fyrir kaupunum líkt og kaupendur Búnaðarbankans. „Við studdum það í þinginu 2012 og aftur í fyrra að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætti að taka það til athugunar hvað stæði út af,“ sagði Bjarni og bætti því við að nefndin hefði málið til skoðunar í dag. Ef að þingnefndin komist að niðurstöðu um að ástæða sé til þess að skoða kaupin nánar þá muni Sjálfstæðisflokkurinn styðja það. „Ég vil gera allt sem við getum til að eyða tortryggni. Til að eyða öllum vafa um hvað raunverulega átti sér stað til þess að við getum endurheimt traust.“Viðtalið við má Bjarna má sjá í heild sinni hér að ofan. Salan á Búnaðarbankanum Víglínan Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki setja sig upp á móti því að rannsókn yrði gerð á einkavæðingu Landsbankans, komist þingnefnd að því að ástæða væri til sérstakrar rannsóknar á sölunni. Bjarni var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð tvö í dag en þar var farið um víðan völl. Þar ræddu þeir meðal annars um efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem samþykkt var á Alþingi í vikunni og skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans. Í þættinum sagði Bjarni að það væri sín upplifun að með sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum hafi verið sett á svið sjónarspil. „Það er mín upplifun, að þarna hafi verið dregin upp einhver leiktjöld til þess að láta líta þannig út að menn væru með breiðari hóp og dreifðara eignarhald.“ Niðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis voru þær að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hefði í reynd aldrei verið fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur árið 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Það var því afdráttarlaus niðurstaða að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á bankanum. Bjarni segir það jafnframt miður hve langan tíma það hafi tekið að leiða málið til lykta. „Manni finnst það mjög dapurlegt að við séum að komast til botns í þessu máli árið 2017, næg hafa tilefnin verið fram til þessa. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það er á vissan hátt gagnrýnisvert að ráðgjafar stjórnvalda við söluna á sínum tíma skyldu ekki hafa gengið betur í skugga um og kannski haft fyrir því að kalla þessa aðila til sín og rekið úr þeim garnirnar með þeirra áform.Vill eyða allri tortryggni Var Bjarni inntur eftir svörum um afstöðu sína til þess að einkavæðing Landsbankans yrði rannsökuð en kaupendur hans fengu umtalsverð lán fyrir kaupunum líkt og kaupendur Búnaðarbankans. „Við studdum það í þinginu 2012 og aftur í fyrra að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætti að taka það til athugunar hvað stæði út af,“ sagði Bjarni og bætti því við að nefndin hefði málið til skoðunar í dag. Ef að þingnefndin komist að niðurstöðu um að ástæða sé til þess að skoða kaupin nánar þá muni Sjálfstæðisflokkurinn styðja það. „Ég vil gera allt sem við getum til að eyða tortryggni. Til að eyða öllum vafa um hvað raunverulega átti sér stað til þess að við getum endurheimt traust.“Viðtalið við má Bjarna má sjá í heild sinni hér að ofan.
Salan á Búnaðarbankanum Víglínan Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira