Þingmaður Pírata „brjálaður“ yfir skertum framlögum Heimir Már Pétursson skrifar 4. apríl 2017 19:45 Gunnar Hrafn Jónsson. visir/Eyþór Þingmaður Pírata segir stórfelldan niðurskurð heilbrigðisráðherra á framlögum til samtakanna Hugarafls vera blauta tusku í andlit þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Hópur fólks mótmælti þessum niðurskurði í velferðarráðuneytinu í dag. Tugir aðstandenda og stuðningsmanna Hugarafls, samtaka fólks sem veitir fólki með geðraskanir ýmis konar þjónustu, mættu í velferðarráðuneytið í dag til að mótmæla lækkun framlaga til samtakanna á þessu ári. Bæði heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra eru í útlöndum en aðstoðarmenn þeirra sögðu ráðuneytið vilja taka upp samtal við samtökin. Á þingi situr að minnsta kosti einn þingmaður sem þegið hefur stuðning frá Hugarafli en það er Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður Pírata.Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur mætti á mótmælin í dag.vísir/vilhelm„Frú forseti, ég þarf aðeins að skreppa úr húsi núna klukkan tvö á eftir af brýnni nauðsyn. Það eru mótmæli fyrir utan velferðarráðuneytið. Það eru mótmæli vegna þess að nú þegar er farið að bera á því að ríkisstjórnin sé að svíkja þau loforð og þau fyrirheit sem hún gaf um að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir í málum fólks með geðraskanir á Íslandi,“ sagði Gunnar Hrafn á Alþingi í dag. Hann þekkti það af eigin raun að það væri margbúið að lofa fjölbreyttari og hagkvæmari úrræðum sem ættu að nýtast sem flestum. „Nú fáum við það sem blauta tusku í andlitið að hæstvirtur heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé. ætlar að skaffa samtökunum Hugarafli sem hafa unnið áralngt og gott starf; meðal annars aðstoðað mig, ég veit ekki hvort ég stæði hér í dag ef þeirra nyti ekki við. Það á að skaffa þeim rétt rúm mánaðarlaun þingmanns til að sinna sínum tæplega tvö hundruð skjólstæðingum út heilt ár. Ég er satt að segja brjálaður yfir þessu,“ sagði Gunnar Hrafn.„Ég þarf aðeins að skreppa úr húsi núna klukkan tvö á eftir af brýnni nauðsyn. Það eru mótmæli fyrir utan velferðarráðuneytið."vísir/vilhelmSamtökin hafi rétt skrimt í gegnum síðasta ár með átta milljóna framlagi en nú eigi þau að fá eina og hálfa milljón sem þýði að starfsemin leggist af. „Og ég krefst þess að menn geri sér grein fyrir að þeir eru að leika sér með mannslíf hérna. Það eru engin önnur úrræði fyrir þetta fólk. Það eru engin önnur úrræði sem eru ódýrari. Þetta er ódýrasta úrræðið sem við höfum. Þetta fólk endar annars inni í heilbrigðiskerfinu sem er margfalt dýrara. Ég krefst þess að við fáum í staðinn árslaun þingmanns. Þrettán milljónir til að reka þetta úrræði í ár og helst eitthvað meira á næsta ári. Þetta er alger svívirða frú forseti,“ sagði Gunnar Hrafn Jónsson. Tengdar fréttir Geta engu lofað en vilja að Hugarafl geti haldið starfi sínu áfram Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, félags-og jafnréttismálaráðherra, segir að fundur hans og Sigrúnar Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, með Hugarafli í dag hafi verið mjög gagnlegur og góður. 4. apríl 2017 16:01 Mótmæltu lágum fjárveitingum til Hugarafls: „Þetta er algjör svívirða“ Samtökin Hugarafl stóðu fyrir mótmælum við velferðarráðuneytið í dag vegna þeirrar fjárveitingar sem samtökunum er ætluð á þessu ári. 4. apríl 2017 14:58 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Sjá meira
Þingmaður Pírata segir stórfelldan niðurskurð heilbrigðisráðherra á framlögum til samtakanna Hugarafls vera blauta tusku í andlit þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Hópur fólks mótmælti þessum niðurskurði í velferðarráðuneytinu í dag. Tugir aðstandenda og stuðningsmanna Hugarafls, samtaka fólks sem veitir fólki með geðraskanir ýmis konar þjónustu, mættu í velferðarráðuneytið í dag til að mótmæla lækkun framlaga til samtakanna á þessu ári. Bæði heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra eru í útlöndum en aðstoðarmenn þeirra sögðu ráðuneytið vilja taka upp samtal við samtökin. Á þingi situr að minnsta kosti einn þingmaður sem þegið hefur stuðning frá Hugarafli en það er Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður Pírata.Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur mætti á mótmælin í dag.vísir/vilhelm„Frú forseti, ég þarf aðeins að skreppa úr húsi núna klukkan tvö á eftir af brýnni nauðsyn. Það eru mótmæli fyrir utan velferðarráðuneytið. Það eru mótmæli vegna þess að nú þegar er farið að bera á því að ríkisstjórnin sé að svíkja þau loforð og þau fyrirheit sem hún gaf um að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir í málum fólks með geðraskanir á Íslandi,“ sagði Gunnar Hrafn á Alþingi í dag. Hann þekkti það af eigin raun að það væri margbúið að lofa fjölbreyttari og hagkvæmari úrræðum sem ættu að nýtast sem flestum. „Nú fáum við það sem blauta tusku í andlitið að hæstvirtur heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé. ætlar að skaffa samtökunum Hugarafli sem hafa unnið áralngt og gott starf; meðal annars aðstoðað mig, ég veit ekki hvort ég stæði hér í dag ef þeirra nyti ekki við. Það á að skaffa þeim rétt rúm mánaðarlaun þingmanns til að sinna sínum tæplega tvö hundruð skjólstæðingum út heilt ár. Ég er satt að segja brjálaður yfir þessu,“ sagði Gunnar Hrafn.„Ég þarf aðeins að skreppa úr húsi núna klukkan tvö á eftir af brýnni nauðsyn. Það eru mótmæli fyrir utan velferðarráðuneytið."vísir/vilhelmSamtökin hafi rétt skrimt í gegnum síðasta ár með átta milljóna framlagi en nú eigi þau að fá eina og hálfa milljón sem þýði að starfsemin leggist af. „Og ég krefst þess að menn geri sér grein fyrir að þeir eru að leika sér með mannslíf hérna. Það eru engin önnur úrræði fyrir þetta fólk. Það eru engin önnur úrræði sem eru ódýrari. Þetta er ódýrasta úrræðið sem við höfum. Þetta fólk endar annars inni í heilbrigðiskerfinu sem er margfalt dýrara. Ég krefst þess að við fáum í staðinn árslaun þingmanns. Þrettán milljónir til að reka þetta úrræði í ár og helst eitthvað meira á næsta ári. Þetta er alger svívirða frú forseti,“ sagði Gunnar Hrafn Jónsson.
Tengdar fréttir Geta engu lofað en vilja að Hugarafl geti haldið starfi sínu áfram Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, félags-og jafnréttismálaráðherra, segir að fundur hans og Sigrúnar Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, með Hugarafli í dag hafi verið mjög gagnlegur og góður. 4. apríl 2017 16:01 Mótmæltu lágum fjárveitingum til Hugarafls: „Þetta er algjör svívirða“ Samtökin Hugarafl stóðu fyrir mótmælum við velferðarráðuneytið í dag vegna þeirrar fjárveitingar sem samtökunum er ætluð á þessu ári. 4. apríl 2017 14:58 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Sjá meira
Geta engu lofað en vilja að Hugarafl geti haldið starfi sínu áfram Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, félags-og jafnréttismálaráðherra, segir að fundur hans og Sigrúnar Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, með Hugarafli í dag hafi verið mjög gagnlegur og góður. 4. apríl 2017 16:01
Mótmæltu lágum fjárveitingum til Hugarafls: „Þetta er algjör svívirða“ Samtökin Hugarafl stóðu fyrir mótmælum við velferðarráðuneytið í dag vegna þeirrar fjárveitingar sem samtökunum er ætluð á þessu ári. 4. apríl 2017 14:58