Eitt ár frá „What can you tell me about a company called Wintris?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2017 10:42 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirgefur Bessastaði eftir fund sinn með forseta þann 5. apríl. Vísir/Anton Brink Eitt ár er nú liðið frá því að Panamaskjalaþáttur Kastljóssins fór í loftið. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér rétt eins og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. Í þættinum, sem frumsýndur var sunnudagskvöldið 3. apríl, var fjallað um gagnaleka frá panamísku lögmannsstofunni Mossack Fonseca en skjöl úr lekanum sýndu meðal annars hvernig þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar höfðu tengsl við aflandsfélög. Þá var einnig sýnt viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, þar sem hann laug um tengsl sín við aflandsfélagið Wintris. Fát kom á forsætisráðherrann þegar sænski spyrillinn spurði „What can you tell me about a company called Wintris,“ en með sanni má segja að spurningin hafi öðlast sjálfstætt líf. Viðtalinu lauk svo með því að Sigmundur strunsaði út eins og frægt er orðið.Þann 4. apríl, daginn eftir viðtalið, var boðað til mótmæla á Austurvelli. Talið er að mótmælin hafi mögulega verið þau fjölmennustu í Íslandssögunni. Skipuleggjendur sögðu að allt að 22 þúsund manns hefðu mætt en boðað hafði verið til mótmælanna áður en viðtalið við Sigmund Davíð var sýnt. Yfirskrift mótmælanna var „Kosningar strax“ og var ýmislegt tínt til sem skipuleggjendum fannst ámælisvert í störfum ríkisstjórnarinnar.Sjá einnig: Panama-áhrifin: Stærstu mótmæli sögunnar, orðsporið og óvænt forsetaframboðDegi síðar brunaði Sigmundur Davíð á Bessastaði eftir fund með Bjarna Benediktssyni sem þá var nýkominn heim frá Flórída.Sigmundur Davíð gengur út úr viðtalinu. Jóhannes Kr. Kristjánsson fylgist með.Á Bessastöðum óskaði Sigmundur eftir heimild forseta til að rjúfa þing og boða til kosninga. Ólafur Ragnar Grímsson, þá forseti, hafnaði því eins og hann skýrði frá á eftirminnilegum blaðamannafundi í hádeginu, stuttu eftir fund hans og Sigmundar.Stiginn og stóru málin Eftir þingflokksfund Framsóknar, daginn eftir þessi fjölmennu mótmæli, var fréttamönnum tjáð að Sigurður Ingi Jóhannesson, þáverandi varaformaður Framsóknar, myndi taka við embætti forsætisráðherra. Var það sagt vera að tillögu Sigmundar Davíðs sjálfs sem hélt áfram þingmennsku, nú sem óbreyttur. Það var svo miðvikudaginn 6. apríl sem tilkynnt var um endurnýjuð samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í stiga nýbyggingar Alþingishússins - nú undir foyrstu Sigurðar Inga sem fyrr segir. Samstarfið var endurnýjað undir þeim formerkjum að kosningum yrði flýtt - að því gefnu að ríkisstjórninni tækist að klára fjölmörg „stór mál“ sem enn væru útistandandi. Þótti mörgum það vera helst til loðið orðalag og kröfðust þess að allur vafi yrði tekinn af um hvenær raunverulega yrði gengið til kosninga. Það kom svo á daginn að gengið var til þingkosninga þann 29. október - hálfu ári áður en áætlað var og hálfu ári eftir viðtalið afdrifaríka. Panama-skjölin Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Eitt ár er nú liðið frá því að Panamaskjalaþáttur Kastljóssins fór í loftið. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér rétt eins og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. Í þættinum, sem frumsýndur var sunnudagskvöldið 3. apríl, var fjallað um gagnaleka frá panamísku lögmannsstofunni Mossack Fonseca en skjöl úr lekanum sýndu meðal annars hvernig þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar höfðu tengsl við aflandsfélög. Þá var einnig sýnt viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, þar sem hann laug um tengsl sín við aflandsfélagið Wintris. Fát kom á forsætisráðherrann þegar sænski spyrillinn spurði „What can you tell me about a company called Wintris,“ en með sanni má segja að spurningin hafi öðlast sjálfstætt líf. Viðtalinu lauk svo með því að Sigmundur strunsaði út eins og frægt er orðið.Þann 4. apríl, daginn eftir viðtalið, var boðað til mótmæla á Austurvelli. Talið er að mótmælin hafi mögulega verið þau fjölmennustu í Íslandssögunni. Skipuleggjendur sögðu að allt að 22 þúsund manns hefðu mætt en boðað hafði verið til mótmælanna áður en viðtalið við Sigmund Davíð var sýnt. Yfirskrift mótmælanna var „Kosningar strax“ og var ýmislegt tínt til sem skipuleggjendum fannst ámælisvert í störfum ríkisstjórnarinnar.Sjá einnig: Panama-áhrifin: Stærstu mótmæli sögunnar, orðsporið og óvænt forsetaframboðDegi síðar brunaði Sigmundur Davíð á Bessastaði eftir fund með Bjarna Benediktssyni sem þá var nýkominn heim frá Flórída.Sigmundur Davíð gengur út úr viðtalinu. Jóhannes Kr. Kristjánsson fylgist með.Á Bessastöðum óskaði Sigmundur eftir heimild forseta til að rjúfa þing og boða til kosninga. Ólafur Ragnar Grímsson, þá forseti, hafnaði því eins og hann skýrði frá á eftirminnilegum blaðamannafundi í hádeginu, stuttu eftir fund hans og Sigmundar.Stiginn og stóru málin Eftir þingflokksfund Framsóknar, daginn eftir þessi fjölmennu mótmæli, var fréttamönnum tjáð að Sigurður Ingi Jóhannesson, þáverandi varaformaður Framsóknar, myndi taka við embætti forsætisráðherra. Var það sagt vera að tillögu Sigmundar Davíðs sjálfs sem hélt áfram þingmennsku, nú sem óbreyttur. Það var svo miðvikudaginn 6. apríl sem tilkynnt var um endurnýjuð samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í stiga nýbyggingar Alþingishússins - nú undir foyrstu Sigurðar Inga sem fyrr segir. Samstarfið var endurnýjað undir þeim formerkjum að kosningum yrði flýtt - að því gefnu að ríkisstjórninni tækist að klára fjölmörg „stór mál“ sem enn væru útistandandi. Þótti mörgum það vera helst til loðið orðalag og kröfðust þess að allur vafi yrði tekinn af um hvenær raunverulega yrði gengið til kosninga. Það kom svo á daginn að gengið var til þingkosninga þann 29. október - hálfu ári áður en áætlað var og hálfu ári eftir viðtalið afdrifaríka.
Panama-skjölin Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent