Lífið

Studiocanal vill réttinn að Kötlu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Baltasar Kormákur
Baltasar Kormákur Vísir/Vilhelm
Evrópska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Studiocanal er nú í viðræðum við Baltasar Kormák um sýningarréttinn á nýju spennuþáttaröðinni Kötlu.

Í frétt Variety segir að að Studiocanal muni koma að framleiðslu þáttanna auk þess að sjá um sölu og dreifingu þáttanna erlendis. Í þáttunum, sem enn eru á handritastigi, mun eldfjallið Katla vera í lykilhlutverki.

„Studiocanal hefur lýst miklum áhuga á vrkefninu og þau eru mjög stór í Evrópu,“ er haft eftir Baltasar Kormáki á vef Variety. Hann mun koma til með að leikstýra að minnsta kosti fyrsta þættinum auk þess sem framleiðslufyrirtæki hans, RVK Studios, annast framleiðslu þáttanna.

Þættirnir gerast í náinni framtíð Reykjavík þegar Katla hefur gosið í samfleitt tvö ár. Hættuástand skapast sem veldur því að erlendir vísindamenn þurfa að hittast í Reykjavík.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×