Lífið

Ein­falt og frísk­legt út­lit fyrir hlaupið

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Rakel María kennir ýmsar skotheldar leynileiðir í Fagurfræði.
Rakel María kennir ýmsar skotheldar leynileiðir í Fagurfræði. Vísir

„Í dag ætla ég að fara með ykkur í gegnum það hvernig við getum haft okkur til án þess að vera að farða okkur endilega,“ segir förðunarfræðingurinn og hársnyrtirinn Rakel María í nýjasta þætti Fagurfræða. Þar sýnir Rakel hvernig hægt er að ná fram frísklegu útliti fyrir útivistina án mikillar fyrirhafnar.

Um er að ræða annan þátt seríunnar en áður hefur Rakel afhjúpað hvernig hægt er að breyta hversdagsförðun yfir í glamúr kvöldförðun án þess að þurfa að þrífa allt af sér og byrja upp á nýtt. Í þætti tvö fer Rakel María yfir einfaldar leiðir til að fríska upp á útlitið fyrir útiveruna, sem er tilvalið nú þegar Bakgarðshlaup er handan við hornið.

„Ég ætla að sýna ykkur frísklegt og fallegt lúkk sem er hægt að gera þegar við erum að fara út að leika eða í ræktina eða þegar okkur langar að vera svolítið frískleg en nennum ekki að leggja mikla vinnu í það,“ segir Rakel María.

Hér má sjá yfirlit af förðunarvörunum sem Rakel María notar í þættinum:

Grafík/Vísir

Tengdar fréttir

Rakel María afhjúpar skotheldar leynileiðir í förðun

„Ég get farið farið að dansa sveitt í alla nótt, farið að sofa, vaknað og verið gordjöss í fyrramálið,“ segir förðunarfræðingurinn og hársnyrtirinn Rakel María um skothelda förðun sem hún kennir í splunkunýjum þáttum. Þættirnir heita Fagurfræði og þar fer Rakel María yfir ýmis góð ráð og aðgengilegar aðferðir þegar það kemur að förðun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×