Þetta voru aprílgöbbin í ár: Karnival í Helguvík og Subway-ís Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. apríl 2017 23:35 Aprílgöbbin voru fjölbreytt í ár. Vísir/Skjáskot Frá því elstu menn muna hefur ríkt hefð fyrir því víðast hvar að menn séu gabbaðir á fyrsta degi aprílmánaðar og jafnvel látnir hlaupa apríl. Dagurinn í dag var engin undantekning þar á og litu mörg misgóð göbb dagsins ljós, bæði erlendis og hér á landi. Vísir tók að sjálfsögðu þátt í deginum og sagði frá því að Tryggvi Gunnar Hansen hefði fundið ávísun, stílaða á handhafa, upp á 46,5 milljónir bandaríkjadala, í gömlu skrifborði í Góða hiðinum. Þar sagði frá því að trúlega væri um að ræða hagnað af kaupum Ólafs Ólafssonar á Búnaðarbankanum árið 2003. Vísir var ekki eini fréttavefur landsins sem tók þátt í deginum en mbl.is greindi frá því að Ikea hefði sett á fót meðlimaklúbb til höfuðs Costco. Var gabbið reyndar svo trúverðugt að Viðskiptablaðið lét gabbast og birti frétt af málinu. Þá greindu Víkurfréttir frá svokölluðum „fjölskyldudegi United Silicon í Helguvík,“ þar sem bæjarbúum Reykjanesbæjar var boðið í karnivalstemningu við kísilverið, þar sem börnum gæfist meðal annars kostur á að grilla sykurpúða yfir kolum. Norðlenski fréttavefurinn Kaffið.is sagði svo frá því að kynnirinn úr Survivor þáttunum, Jeff Probst væri á Akureyri um þessar mundir. Fréttamiðlarnir voru þó ekki einir um hituna hérlendis í gabbmálum en frá því var greint á Facebook hópnum Bakland ferðaþjónustunnar, að í dag myndi hefjast gjaldtaka fyrir öll farartæki sem koma til Húsavíkur að sunnanverðu, allt til loka september, til þess að standa undir innviðauppbyggingu á Húsavík.Vísir/SkjáskotErlendis voru göbbin svo misgóð eins og gengur og gerist. Klámsíðan Pornhub tók til að mynda þátt í deginum og hrellti notendur sína með vægast sagt óþægilegum skilaboðum. Þannig greindi skyndibitakeðjan Burger King frá því að hún hyggðist gefa út tannkrem, sem bragðaðist nákvæmlega eins og vinsælasta hamborgaramáltíð fyrirtækisins, Whopper.Jafnframt greindi lestarfyrirtækið Virgin Trains frá því að fyrirtækið ætlaði sér nú að koma til móts við viðskiptavini sem væru stöðugt að týna lestarmiðum sínum, með því að bjóða þeim upp á að láta húðflúra miða á sig. Þá var greint frá því að Google ætlaði sér að gefa út nýja útgáfu af snjallheimili, undir nafninu Google Gnome, sem væri sérstaklega hannað fyrir garðyrkjustörf.Einnig gaf Subway út tilkynningu, þar sem sagði að fyrirtækið ætli sér að kynna til leiks ístegundir, þar sem hægt væri að fá það sama og á bátum, nema bara í ís.Vísir/Skjáskot Aprílgabb Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Frá því elstu menn muna hefur ríkt hefð fyrir því víðast hvar að menn séu gabbaðir á fyrsta degi aprílmánaðar og jafnvel látnir hlaupa apríl. Dagurinn í dag var engin undantekning þar á og litu mörg misgóð göbb dagsins ljós, bæði erlendis og hér á landi. Vísir tók að sjálfsögðu þátt í deginum og sagði frá því að Tryggvi Gunnar Hansen hefði fundið ávísun, stílaða á handhafa, upp á 46,5 milljónir bandaríkjadala, í gömlu skrifborði í Góða hiðinum. Þar sagði frá því að trúlega væri um að ræða hagnað af kaupum Ólafs Ólafssonar á Búnaðarbankanum árið 2003. Vísir var ekki eini fréttavefur landsins sem tók þátt í deginum en mbl.is greindi frá því að Ikea hefði sett á fót meðlimaklúbb til höfuðs Costco. Var gabbið reyndar svo trúverðugt að Viðskiptablaðið lét gabbast og birti frétt af málinu. Þá greindu Víkurfréttir frá svokölluðum „fjölskyldudegi United Silicon í Helguvík,“ þar sem bæjarbúum Reykjanesbæjar var boðið í karnivalstemningu við kísilverið, þar sem börnum gæfist meðal annars kostur á að grilla sykurpúða yfir kolum. Norðlenski fréttavefurinn Kaffið.is sagði svo frá því að kynnirinn úr Survivor þáttunum, Jeff Probst væri á Akureyri um þessar mundir. Fréttamiðlarnir voru þó ekki einir um hituna hérlendis í gabbmálum en frá því var greint á Facebook hópnum Bakland ferðaþjónustunnar, að í dag myndi hefjast gjaldtaka fyrir öll farartæki sem koma til Húsavíkur að sunnanverðu, allt til loka september, til þess að standa undir innviðauppbyggingu á Húsavík.Vísir/SkjáskotErlendis voru göbbin svo misgóð eins og gengur og gerist. Klámsíðan Pornhub tók til að mynda þátt í deginum og hrellti notendur sína með vægast sagt óþægilegum skilaboðum. Þannig greindi skyndibitakeðjan Burger King frá því að hún hyggðist gefa út tannkrem, sem bragðaðist nákvæmlega eins og vinsælasta hamborgaramáltíð fyrirtækisins, Whopper.Jafnframt greindi lestarfyrirtækið Virgin Trains frá því að fyrirtækið ætlaði sér nú að koma til móts við viðskiptavini sem væru stöðugt að týna lestarmiðum sínum, með því að bjóða þeim upp á að láta húðflúra miða á sig. Þá var greint frá því að Google ætlaði sér að gefa út nýja útgáfu af snjallheimili, undir nafninu Google Gnome, sem væri sérstaklega hannað fyrir garðyrkjustörf.Einnig gaf Subway út tilkynningu, þar sem sagði að fyrirtækið ætli sér að kynna til leiks ístegundir, þar sem hægt væri að fá það sama og á bátum, nema bara í ís.Vísir/Skjáskot
Aprílgabb Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira