Hvernig dreifum við svo ferðamönnunum? Halldóra Hreggviðsdóttir skrifar 19. apríl 2017 07:00 Ferðamenn eru eins og vatnið, þeir fara þangað sem þeir vilja fara. Þegar við ferðumst leitum við sjálf að stöðum sem hafa upp á eitthvað einstakt að bjóða, sérstöðu sem kitlar forvitnina og við viljum upplifa og njóta. Við tölum um að dreifa ferðamönnum um Ísland. Það sé lausnin sem kemur í veg fyrir að Ísland verði eins og Mallorka norðursins. En hvernig förum við að? Það er yfirleitt ekki tilviljun hvert við ferðumst. Staðirnir sem við sækjum heim hafa flestir verið þróaðir sem áfangastaðir á grunni stefnumótunar, sem við sem gestir sjáum ekki á yfirborðinu, en hefur samt sem áður töluverð áhrif á upplifun okkar. Þetta eru staðir þar sem sérstaðan hefur verið dregin fram og hún nýtt sem „hráefni“ til að þróa áfangastaðinn, vöru og þjónustu, sem við viljum njóta. Ísland býður upp á einstaka fjölbreytni í náttúru og menningu sem alls ekki er bundin við suðvesturhornið. Þessi fjölbreytni er hráefnið á hverju svæði, sem má draga betur fram og „fullvinna“ markvissar en nú er gert. Fullvinnslan felst í þróun nýrra áfangastaða, þjónustu og vöru sem byggir á sérstöðu þeirra. Við fullvinnsluna þarf að kortleggja og greina sérkenni, sjálfsmynd og anda hvers svæðis. Með yfirsýn yfir fjölbreytni landsins og þá ólíku upplifun sem það býður opnast augu okkar fyrir afmörkun nýrra áfangastaða, nýjum tengingum og tækifærum í okkar einstaka landi. Skipulagsáætlanir, allt frá svæðisskipulagi til deiliskipulags, eru sterkasta verkfærið við þessa fullvinnslu. Þær má nýta til að greina svæði og setja fram stefnu um framtíðarþróun sem byggir á sérkennum í sögu, landslagi og menningu. Þá skapast mikilvægur efniviður í markaðssetningu hvers svæðis, sem verður að loforði til þeirra sem sækja það heim eða kaupa þaðan vöru, um ákveðna upplifun. Skipulagsáætlanir eru jafnframt öflugasta tækið til að stýra álagi svo ekki verði farið yfir þolmörkin. Með þessu getum við fjölgað áfangastöðum, dreift álagi og lengt dvalartíma á hverjum stað. Gefið fyrirheit um ólíkar upplifanir um landið allt sem kitla ferðamennina og gefa þeim ástæðu til að koma aftur og aftur. Samhliða dreifum við álaginu á landið, aukum verðmætasköpun í ferðaþjónustu og styðjum við byggðaþróun.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun
Ferðamenn eru eins og vatnið, þeir fara þangað sem þeir vilja fara. Þegar við ferðumst leitum við sjálf að stöðum sem hafa upp á eitthvað einstakt að bjóða, sérstöðu sem kitlar forvitnina og við viljum upplifa og njóta. Við tölum um að dreifa ferðamönnum um Ísland. Það sé lausnin sem kemur í veg fyrir að Ísland verði eins og Mallorka norðursins. En hvernig förum við að? Það er yfirleitt ekki tilviljun hvert við ferðumst. Staðirnir sem við sækjum heim hafa flestir verið þróaðir sem áfangastaðir á grunni stefnumótunar, sem við sem gestir sjáum ekki á yfirborðinu, en hefur samt sem áður töluverð áhrif á upplifun okkar. Þetta eru staðir þar sem sérstaðan hefur verið dregin fram og hún nýtt sem „hráefni“ til að þróa áfangastaðinn, vöru og þjónustu, sem við viljum njóta. Ísland býður upp á einstaka fjölbreytni í náttúru og menningu sem alls ekki er bundin við suðvesturhornið. Þessi fjölbreytni er hráefnið á hverju svæði, sem má draga betur fram og „fullvinna“ markvissar en nú er gert. Fullvinnslan felst í þróun nýrra áfangastaða, þjónustu og vöru sem byggir á sérstöðu þeirra. Við fullvinnsluna þarf að kortleggja og greina sérkenni, sjálfsmynd og anda hvers svæðis. Með yfirsýn yfir fjölbreytni landsins og þá ólíku upplifun sem það býður opnast augu okkar fyrir afmörkun nýrra áfangastaða, nýjum tengingum og tækifærum í okkar einstaka landi. Skipulagsáætlanir, allt frá svæðisskipulagi til deiliskipulags, eru sterkasta verkfærið við þessa fullvinnslu. Þær má nýta til að greina svæði og setja fram stefnu um framtíðarþróun sem byggir á sérkennum í sögu, landslagi og menningu. Þá skapast mikilvægur efniviður í markaðssetningu hvers svæðis, sem verður að loforði til þeirra sem sækja það heim eða kaupa þaðan vöru, um ákveðna upplifun. Skipulagsáætlanir eru jafnframt öflugasta tækið til að stýra álagi svo ekki verði farið yfir þolmörkin. Með þessu getum við fjölgað áfangastöðum, dreift álagi og lengt dvalartíma á hverjum stað. Gefið fyrirheit um ólíkar upplifanir um landið allt sem kitla ferðamennina og gefa þeim ástæðu til að koma aftur og aftur. Samhliða dreifum við álaginu á landið, aukum verðmætasköpun í ferðaþjónustu og styðjum við byggðaþróun.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun