Villingavatnsárós opnar á laugardag Karl Lúðvíksson skrifar 13. apríl 2017 17:00 Fishpartners eru meðal annars leigutakar af Tungná þar sem þessi bleikja veiddist. Eitt af þeim svæðum sem opnar á næstunni er svæði sem Fish Partners tóku nýlega undir sínar hendur en það er VIllingavatn og Villingavatnsárós. Svæðið hefur verið veitt af sárafáum hingað til en núna verður loksins hægt að versla veiðileyfi á opnum markaði og ljóst er að eftirspurnin eftir leyfum er mikil. Þetta veiðisvæði er ekki langt frá Ölfusvatnsárós sem er oft betur þekkt sem ION svæðið og stærðin á urriðanum er sú sama og þar en algengt er að fá fiska 5-10 pund og stærri urriðar sjást oft í ósnum. Veitt er á 2-6 stangir á nokkuð víðfemnu svæði svo það er rúmt um alla. Fish Partners eru einnig með Villingavatn á sínum snærum og þar verða seldar fjórar stangir svo ágangurinn á bæði vatnið og ósinn er ekki mikill sem gerir upplifun og veiðivon mun betri. "Það er teymi frá Fish Partner sem opnar svæðið og það er óhætt að segja að það sé spenna í loftinu en það eina sem maður vonar er að það verði ekki norðanátt og skítakuldi en það getur aðeins hægt á tökunni" sagði Kristján Páll Rafnsson í samtali við Veiðivísi. Fyrirtækið er einnig með Tungná og Köldukvísl og býður leyfi á fleiri svæði en þeir eru meðal erlendra veiðimanna þekktir sem sérfræðingar í einstakri silungsveiði á svæðum sem eru lítið þekkt en gefa stóra fiska og dagsveiði sem hvaða veiðimaður sem er væri meira en sáttur við. "Það er mikil aukning hjá okkur á milli ára svo við getum ekki annað en verið ánægðir eins og staðan er" bætir Kristján aðspurður um bókunarstöðuna fyrir sumarið. Þeir sem vilja kynna sér veiðisvæðin hjá Fish Partners geta skoðað úrvalið þeirra inná www.fishpartner.com Mest lesið Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Langá á Mýrum áfram hjá SVFR Veiði Fréttir héðan og þaðan af veiðisvæðum Lax-Á Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðin að glæðast eftir rigningar Veiði
Eitt af þeim svæðum sem opnar á næstunni er svæði sem Fish Partners tóku nýlega undir sínar hendur en það er VIllingavatn og Villingavatnsárós. Svæðið hefur verið veitt af sárafáum hingað til en núna verður loksins hægt að versla veiðileyfi á opnum markaði og ljóst er að eftirspurnin eftir leyfum er mikil. Þetta veiðisvæði er ekki langt frá Ölfusvatnsárós sem er oft betur þekkt sem ION svæðið og stærðin á urriðanum er sú sama og þar en algengt er að fá fiska 5-10 pund og stærri urriðar sjást oft í ósnum. Veitt er á 2-6 stangir á nokkuð víðfemnu svæði svo það er rúmt um alla. Fish Partners eru einnig með Villingavatn á sínum snærum og þar verða seldar fjórar stangir svo ágangurinn á bæði vatnið og ósinn er ekki mikill sem gerir upplifun og veiðivon mun betri. "Það er teymi frá Fish Partner sem opnar svæðið og það er óhætt að segja að það sé spenna í loftinu en það eina sem maður vonar er að það verði ekki norðanátt og skítakuldi en það getur aðeins hægt á tökunni" sagði Kristján Páll Rafnsson í samtali við Veiðivísi. Fyrirtækið er einnig með Tungná og Köldukvísl og býður leyfi á fleiri svæði en þeir eru meðal erlendra veiðimanna þekktir sem sérfræðingar í einstakri silungsveiði á svæðum sem eru lítið þekkt en gefa stóra fiska og dagsveiði sem hvaða veiðimaður sem er væri meira en sáttur við. "Það er mikil aukning hjá okkur á milli ára svo við getum ekki annað en verið ánægðir eins og staðan er" bætir Kristján aðspurður um bókunarstöðuna fyrir sumarið. Þeir sem vilja kynna sér veiðisvæðin hjá Fish Partners geta skoðað úrvalið þeirra inná www.fishpartner.com
Mest lesið Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Langá á Mýrum áfram hjá SVFR Veiði Fréttir héðan og þaðan af veiðisvæðum Lax-Á Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðin að glæðast eftir rigningar Veiði