Innlent

Blint á Hellisheiði í kvöld og nótt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar á Hellisheiði í kvöld en blint verður þar til aksturs í nótt.
Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar á Hellisheiði í kvöld en blint verður þar til aksturs í nótt.
Blint verður til aksturs á Hellisheiði í nótt þar sem búast má við vindi frá 14 til 16 metra á sekúndu.

Í kvöld og í nótt verður víða um land dálítil snjókoma fyrir ofan 200 til 300 metra en yfirleitt þó ekki hvass vindur að því er segir í ábendingum frá veðurfræðingi í tilkynningu Vegagerðarinnar um færð á vegum.

Færð og aðstæður á vegum eru þessar:

Vegir eru mikið til auðir á Suðurlandi en hálka, hálkublettir og éljagangur er á fjallvegum.

Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir og éljagangur.

Hálka eða hálkublettir eru á nokkrum fjallvegum á Vestfjörðum sem og éljagangur. Snjóþekja er á Hrafnseyrarheiði en þungfært á Dynjandisheiði. Þungfært er norður í Árneshrepp á Ströndum.

Það eru hálkublettir og éljagangur á Norðurlandi vestra og hálkublettir eða hálka nokkuð víða á Norðausturlandi.

Á Austurlandi eru hálkublettir á flestum fjallvegum en greiðfært á láglendi. Ófært er á Mjóafjarðarheiði. Með suðausturströndinni eru hálkublettir og éljagangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×