Sagður hafa hótað að brenna húsið og vinna barnabörnunum mein Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2017 21:26 Konan sagði manninn hafa hótað sér og fjölskyldunni lífláti. Vísir/Eyþór Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í síðustu viku mann sem sakaður var um að hafa brotist inn í hús, vopnaður hnífi, og hótað að brenna húsnæðið, vinna barnabörnum húsráðanda mein og henni sjálfri lífláti. Dómurinn sýknaði manninn meðal annars vegna gagnaskorts. Manninum var gefið að sök að hafa í heimildarleysi ruðst inn í húsið í febrúar í fyrra. Hann var meðal annars sagður hafa stungið hnífnum í kommóðu og blóðgað sjálfan sig að barni viðstöddu. Hann neitaði sök en sagðist kannast við að hafa komið á heimilið til að fá útskýringar á tiltekinni hegðun manns, sonar húsráðanda, því hann taldi hann hafa verið að fylgjast með sér og ógnað sér. Konan (húsráðandi) sagðist hafa verið ein heima með sonardætrum sínum tveimur þennan dag. Maðurinn hefði skyndilega komið inn í húsið, staðið í anddyrinu og haft í hótunum við hana. Hann hafi verið með hníf í höndunum og hótað að drepa alla fjölskylduna. Þá hafi hann stungið hnífnum fast í kommóðu og skorið sig við það. Hún sagði manninn hafa verið mjög æstan og ógnandi en að henni hafi tekist að koma honum út úr íbúðinni. Þá hafi hún hringt í son sinn sem óskaði eftir aðstoð lögreglu. Maðurinn sagðist fyrir dómi hafa bankað og honum hleypt inn. Hann hafi sagt konunni að ef sonur hennar héldi ákveðinni hegðun áfram myndi hann fara til lögreglu eða dómstólaleiðina. Kvaðst hann ekki hafa séð nein börn inni í húsnæðinu – aðeins konuna. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa verið með hníf meðferðis en útilokaði ekki að hafa slegið síma sínum í skáp í anddyrinu, en upplýst var að gat var á kommóðunni. Þá liggur fyrir að blóðblettir voru á vettvangi en maðurinn sagðist hafa skorið sig á gleri við vinnu þennan sama dag. Ekki var lagt fram áverkavottorð vegna áverka hans né ljósmyndir af þeim. Þá var ekki tekin skýrsla af barninu og taldi dómurinn það því ekki liggja fyrir með óyggjandi hætti að barnið hafi orðið vitni af samskiptum mannanna. Maðurinn var hins vegar dæmdur til þess að greiða 100 þúsund krónur til ríkissjóðs vegna brota á áfengislögum, en á heimili hans fundust fjórtán lítrar af heimatilbúnu áfengi, með 47 prósent áfengisinnihaldi. Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í síðustu viku mann sem sakaður var um að hafa brotist inn í hús, vopnaður hnífi, og hótað að brenna húsnæðið, vinna barnabörnum húsráðanda mein og henni sjálfri lífláti. Dómurinn sýknaði manninn meðal annars vegna gagnaskorts. Manninum var gefið að sök að hafa í heimildarleysi ruðst inn í húsið í febrúar í fyrra. Hann var meðal annars sagður hafa stungið hnífnum í kommóðu og blóðgað sjálfan sig að barni viðstöddu. Hann neitaði sök en sagðist kannast við að hafa komið á heimilið til að fá útskýringar á tiltekinni hegðun manns, sonar húsráðanda, því hann taldi hann hafa verið að fylgjast með sér og ógnað sér. Konan (húsráðandi) sagðist hafa verið ein heima með sonardætrum sínum tveimur þennan dag. Maðurinn hefði skyndilega komið inn í húsið, staðið í anddyrinu og haft í hótunum við hana. Hann hafi verið með hníf í höndunum og hótað að drepa alla fjölskylduna. Þá hafi hann stungið hnífnum fast í kommóðu og skorið sig við það. Hún sagði manninn hafa verið mjög æstan og ógnandi en að henni hafi tekist að koma honum út úr íbúðinni. Þá hafi hún hringt í son sinn sem óskaði eftir aðstoð lögreglu. Maðurinn sagðist fyrir dómi hafa bankað og honum hleypt inn. Hann hafi sagt konunni að ef sonur hennar héldi ákveðinni hegðun áfram myndi hann fara til lögreglu eða dómstólaleiðina. Kvaðst hann ekki hafa séð nein börn inni í húsnæðinu – aðeins konuna. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa verið með hníf meðferðis en útilokaði ekki að hafa slegið síma sínum í skáp í anddyrinu, en upplýst var að gat var á kommóðunni. Þá liggur fyrir að blóðblettir voru á vettvangi en maðurinn sagðist hafa skorið sig á gleri við vinnu þennan sama dag. Ekki var lagt fram áverkavottorð vegna áverka hans né ljósmyndir af þeim. Þá var ekki tekin skýrsla af barninu og taldi dómurinn það því ekki liggja fyrir með óyggjandi hætti að barnið hafi orðið vitni af samskiptum mannanna. Maðurinn var hins vegar dæmdur til þess að greiða 100 þúsund krónur til ríkissjóðs vegna brota á áfengislögum, en á heimili hans fundust fjórtán lítrar af heimatilbúnu áfengi, með 47 prósent áfengisinnihaldi.
Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira