Viðskipti innlent

Gunnar Þór ráðinn til ESA

Atli Ísleifsson skrifar
Gunnar Þór Pétursson.
Gunnar Þór Pétursson. Vísir/GVA
Gunnar Þór Pétursson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA).

Á heimasíðu ESA kemur fram að Gunnar Þór taki við stöðunni þann 1. maí næstkomandi af Ólafi Jóhannesi Einarssyni.

„Gunnar Þór er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands sem og LL.M gráðu og doktorsgráðu frá Háskólanum í Lundi. Hann öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2002.

Gunnar Þór starfaði áður við lagadeild Háskólans í Reykjavík þar sem hann var prófessor í lögfræði og sérhæfði sig í Evrópurétti. Hann er einnig gestakennari við Háskólann í París (II) – Panthéon-Assas,“ segir í fréttinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×