Björk segist vera Tinder fyrir tækni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. apríl 2017 14:53 Vísir/Getty Söngkonan Björk telur að tíu stærstu tæknifyrirtæki heims ættu hvert að leggja milljarð dollara í púkkið til þess að hreinsa upp mengun í sjónum. Í ítarlegu viðtali við Red Bullettin lýsir Björk sér sem „Tinder fyrir tækni“. „Ég er að reyna að byggja brú á milli tækninnar og tónlistarinnar. Í sífellu koma ný tól fram sem hafa áhrif á líf þitt, sama hvort þér líkar við það eða ekki. Með list minni er ég að reyna að skilja þessi tók. Ég er eins og Tinder fyrir tækni,“ segir Björk. Tinder er stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann og er afar vinsælt. En hvað á Björk við þegar hún segist vera Tinder fyrir tækni? „Ég er stefnumótapp. Þegar ný tækni kemur út fæ ég strax hugmynd í kollinn. Þegar ég fékk mína fyrstu fartölvu árið 1999 vissi ég um leið að hún myndi koma í stað hefðbundinna upptökuvera að vissu leyti,“ segir Björk. Þá segir hún að það sama hafi gilt um þegar spjaldtölvur komu út, hún hafi um leið áttað sig á því að slík tæki gætu verið frábært kennslutól.Býður Zuckerberg og félögum til Íslands Björk fer um víðan völl í viðtalinu áður en að talið berst að lokum að umhverfinu en Björk er mikill umhverfisverndunarsinni og hefur meðal annars barist fyrir friðun hálendis Íslands.Segir hún að tæknin og náttúruan geti vel lifað saman og gott betur, nýta þurfi tæknina til þess að vernda umhverfið. „Í framtíðini þurfum við að leggja áherslu á að tengja þetta tvennt saman. Ímyndaðu þér heim þar sem leiðandi tæknifyrirtæki fjárfesta af alvöru í umhverfisvernd. Það væri auðveldlega hægt að hreinsa höfin af mengun“ segir Björk. Leggur hún til að Apple, Facebook, Google og aðrir risar á tæknimarkaði leggja milljarð dollara í sjóð til þess að hreinsa höfin. Verði það gert sé vel hægt að hreinsa þau fyrir árið 2020. Býðst Björk meðal annars til þess að hýsa forsvarsmenn þessara fyrirtækja til þess að koma hjólunum af stað. „Ég skal bjóða öllum þessum tækni milljarðamæringum í litla húsið mitt á Íslandi. Ég skal útbúa drykki handa þeim. Og kannski elda fyrir þá.“ Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fleiri fréttir Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Sjá meira
Söngkonan Björk telur að tíu stærstu tæknifyrirtæki heims ættu hvert að leggja milljarð dollara í púkkið til þess að hreinsa upp mengun í sjónum. Í ítarlegu viðtali við Red Bullettin lýsir Björk sér sem „Tinder fyrir tækni“. „Ég er að reyna að byggja brú á milli tækninnar og tónlistarinnar. Í sífellu koma ný tól fram sem hafa áhrif á líf þitt, sama hvort þér líkar við það eða ekki. Með list minni er ég að reyna að skilja þessi tók. Ég er eins og Tinder fyrir tækni,“ segir Björk. Tinder er stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann og er afar vinsælt. En hvað á Björk við þegar hún segist vera Tinder fyrir tækni? „Ég er stefnumótapp. Þegar ný tækni kemur út fæ ég strax hugmynd í kollinn. Þegar ég fékk mína fyrstu fartölvu árið 1999 vissi ég um leið að hún myndi koma í stað hefðbundinna upptökuvera að vissu leyti,“ segir Björk. Þá segir hún að það sama hafi gilt um þegar spjaldtölvur komu út, hún hafi um leið áttað sig á því að slík tæki gætu verið frábært kennslutól.Býður Zuckerberg og félögum til Íslands Björk fer um víðan völl í viðtalinu áður en að talið berst að lokum að umhverfinu en Björk er mikill umhverfisverndunarsinni og hefur meðal annars barist fyrir friðun hálendis Íslands.Segir hún að tæknin og náttúruan geti vel lifað saman og gott betur, nýta þurfi tæknina til þess að vernda umhverfið. „Í framtíðini þurfum við að leggja áherslu á að tengja þetta tvennt saman. Ímyndaðu þér heim þar sem leiðandi tæknifyrirtæki fjárfesta af alvöru í umhverfisvernd. Það væri auðveldlega hægt að hreinsa höfin af mengun“ segir Björk. Leggur hún til að Apple, Facebook, Google og aðrir risar á tæknimarkaði leggja milljarð dollara í sjóð til þess að hreinsa höfin. Verði það gert sé vel hægt að hreinsa þau fyrir árið 2020. Býðst Björk meðal annars til þess að hýsa forsvarsmenn þessara fyrirtækja til þess að koma hjólunum af stað. „Ég skal bjóða öllum þessum tækni milljarðamæringum í litla húsið mitt á Íslandi. Ég skal útbúa drykki handa þeim. Og kannski elda fyrir þá.“
Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fleiri fréttir Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“