Lifir fyrir vinnuna Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 25. apríl 2017 14:15 Anna Þórunn fann sína hillu í lífinu þegar hún kynntist vöruhönnun. Vísir/GVA Anna Þórunn hefur hannað marga fallega hluti sem eiga það sameiginlegt að vera stílhreinir og um leið með mikið notagildi. Hún ætlaði þó ekki að verða vöruhönnuður heldur átti sér þann draum að verða dansari. „Sá draumur rættist þó ekki þannig að ég átti erfitt með að finna mér minn farveg í mörg ár og var mjög ósátt við það. Ég byrjaði að finna mína leið í átt að hönnun í Róm þar sem ég fór í skartgripahönnun í IED en ég fann mig ekki alveg í því námi, né í gullsmíði sem ég prófaði líka. Það var ekki fyrr en nokkrum árum eftir að ég fluttist heim frá Ítalíu að ég fór á list- og hönnunarbraut í Iðnskólanum í Hafnarfirði og þá fann ég loksins hvað ég vildi gera við líf mitt. Eftir að hafa útskrifaðast þaðan með tvenn verðlaun í farteskinu sótti ég um í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands og fékk inngöngu í námið,“ rifjar Anna Þórunn upp en hún útskrifaðist þaðan 2007 og hefur unnið sem sjálfstæður vöruhönnuður síðan þá.Það er líkt og að blómin séu að koma upp úr jörðinni. Lok er á vasanum með misstórum götum en frá hverju gati fyrir sig liggur rör niður í vasann sem gefur blóminu styrk til að standa eitt og sér.Á nýliðnum HönnunarMars frumsýndi hún þrjá nýja hluti, sem eflaust eiga eftir að vekja athygli. „Þar sýndi ég vasann Prosper sem gefur nýja skynjun á blóm í vasa líkt og að blómin séu að koma upp úr jörðinni. Lok er á vasanum með misstórum götum en frá hverju gati fyrir sig liggur rör niður í vasann sem gefur blóminu styrk til að standa eitt og sér. Vasinn er úr pólýhúðuðu járni. Stólinn By 2 gerði ég í samvinnu við manninn minn, Gian Franco Pitzalis, en hann hafði lært af föður sínum í barnæsku að vefja stóla eins og tíðkast hefur á Sardiníu um aldir. Þriðji hluturinn er marmarapýramídi með spegli sem nýtist einnig sem skartgripahirsla,“ segir Anna Þórunn. Fyrir stuttu komu í sölu kaktussnagar úr gegnheilli eik, sem eru úr svonefndri Cowboy Dream collection sem hún frumsýndi á HönnunarMars á síðasta ári. Spegill úr þeirri sömu línu er væntanlegur á markað innan skamms.Tímalaus hönnun Innt eftir því hvað Anna Þórunn hafi í huga þegar hún hannar nýja gripi segist hún eftir fremsta megni reyna að hanna hlut sem getur lifað áfram um ókomna tíð. „Ég leitast við að hanna hlut sem er einfaldur og tímalaus, þótt hann geti stundum verið undir áhrifum tískustrauma í það skiptið. Ég vil ná að hreyfa við fólki með hlutunum mínum.“Anna Þórunn fagnar 10 ára útskriftarafmæli sem vöruhönnuður um þessar mundir.Vísir/GVAHún segir ekki skemmtilegra að hanna einn hlut fremur en annan. „Það skiptir hreinlega engu máli, svo lengi sem ég fæ að hanna því ég hreinlega lifi fyrir vinnuna mína. Án hennar þrífst ég illa.“ Anna Þórunn fær hugmyndir að hönnun úr nánasta umhverfi sínu, hversdagsleikanum, minningum eða tilfinningum. „Hlutirnir mínir eru mjög persónulegir og oft hefur mér fundist það óþægilegt. Í dag er ég hins vegar mjög sátt við það sem ég hef afrekað því auðvitað sjóast maður með árunum en ég á akkúrat 10 ára útskriftarafmæli sem vöruhönnuður nú í maí.“ Þegar Anna Þórunn er spurð hvaða hlutur af þeim sem hún hefur hannað sé í mesta uppáhaldi segist hún eiga erfitt með að gera upp á milli þeirra. „Því þeir eru rétt eins og börnin mín en líklega held ég mest upp á blaðagrindina Rúdolf sem ég hannaði í Iðnskólanum í Hafnarfirði 2004. Rúdolf hefur orðið fyrir mestu vöruþróuninni af vörunum mínum en sl. mánuði hef ég verið í samræðum við erlend fyrirtæki með framleiðslu á honum.“ Mest lesið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Anna Þórunn hefur hannað marga fallega hluti sem eiga það sameiginlegt að vera stílhreinir og um leið með mikið notagildi. Hún ætlaði þó ekki að verða vöruhönnuður heldur átti sér þann draum að verða dansari. „Sá draumur rættist þó ekki þannig að ég átti erfitt með að finna mér minn farveg í mörg ár og var mjög ósátt við það. Ég byrjaði að finna mína leið í átt að hönnun í Róm þar sem ég fór í skartgripahönnun í IED en ég fann mig ekki alveg í því námi, né í gullsmíði sem ég prófaði líka. Það var ekki fyrr en nokkrum árum eftir að ég fluttist heim frá Ítalíu að ég fór á list- og hönnunarbraut í Iðnskólanum í Hafnarfirði og þá fann ég loksins hvað ég vildi gera við líf mitt. Eftir að hafa útskrifaðast þaðan með tvenn verðlaun í farteskinu sótti ég um í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands og fékk inngöngu í námið,“ rifjar Anna Þórunn upp en hún útskrifaðist þaðan 2007 og hefur unnið sem sjálfstæður vöruhönnuður síðan þá.Það er líkt og að blómin séu að koma upp úr jörðinni. Lok er á vasanum með misstórum götum en frá hverju gati fyrir sig liggur rör niður í vasann sem gefur blóminu styrk til að standa eitt og sér.Á nýliðnum HönnunarMars frumsýndi hún þrjá nýja hluti, sem eflaust eiga eftir að vekja athygli. „Þar sýndi ég vasann Prosper sem gefur nýja skynjun á blóm í vasa líkt og að blómin séu að koma upp úr jörðinni. Lok er á vasanum með misstórum götum en frá hverju gati fyrir sig liggur rör niður í vasann sem gefur blóminu styrk til að standa eitt og sér. Vasinn er úr pólýhúðuðu járni. Stólinn By 2 gerði ég í samvinnu við manninn minn, Gian Franco Pitzalis, en hann hafði lært af föður sínum í barnæsku að vefja stóla eins og tíðkast hefur á Sardiníu um aldir. Þriðji hluturinn er marmarapýramídi með spegli sem nýtist einnig sem skartgripahirsla,“ segir Anna Þórunn. Fyrir stuttu komu í sölu kaktussnagar úr gegnheilli eik, sem eru úr svonefndri Cowboy Dream collection sem hún frumsýndi á HönnunarMars á síðasta ári. Spegill úr þeirri sömu línu er væntanlegur á markað innan skamms.Tímalaus hönnun Innt eftir því hvað Anna Þórunn hafi í huga þegar hún hannar nýja gripi segist hún eftir fremsta megni reyna að hanna hlut sem getur lifað áfram um ókomna tíð. „Ég leitast við að hanna hlut sem er einfaldur og tímalaus, þótt hann geti stundum verið undir áhrifum tískustrauma í það skiptið. Ég vil ná að hreyfa við fólki með hlutunum mínum.“Anna Þórunn fagnar 10 ára útskriftarafmæli sem vöruhönnuður um þessar mundir.Vísir/GVAHún segir ekki skemmtilegra að hanna einn hlut fremur en annan. „Það skiptir hreinlega engu máli, svo lengi sem ég fæ að hanna því ég hreinlega lifi fyrir vinnuna mína. Án hennar þrífst ég illa.“ Anna Þórunn fær hugmyndir að hönnun úr nánasta umhverfi sínu, hversdagsleikanum, minningum eða tilfinningum. „Hlutirnir mínir eru mjög persónulegir og oft hefur mér fundist það óþægilegt. Í dag er ég hins vegar mjög sátt við það sem ég hef afrekað því auðvitað sjóast maður með árunum en ég á akkúrat 10 ára útskriftarafmæli sem vöruhönnuður nú í maí.“ Þegar Anna Þórunn er spurð hvaða hlutur af þeim sem hún hefur hannað sé í mesta uppáhaldi segist hún eiga erfitt með að gera upp á milli þeirra. „Því þeir eru rétt eins og börnin mín en líklega held ég mest upp á blaðagrindina Rúdolf sem ég hannaði í Iðnskólanum í Hafnarfirði 2004. Rúdolf hefur orðið fyrir mestu vöruþróuninni af vörunum mínum en sl. mánuði hef ég verið í samræðum við erlend fyrirtæki með framleiðslu á honum.“
Mest lesið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira