Stjarnan hefði líklega unnið leikinn ef Grótta hefði ekki tilkynnt til HSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2017 11:11 Úr leik hjá Gróttu og Stjörnunni. vísir/ernir Úrslitin í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefðu að öllum líkindum staðið óbreytt ef ekki hefði komið til tilkynning frá Gróttu um ólöglegan leikmann í liði Stjörnunnar. Nataly Sæunn Valencia tók þátt í leiknum fyrir Stjörnuna en gleymst hafði að skrá hana á leikskýrslu. Eftirlitsmenn tóku eftir þessu er Nataly hafði verið í stutta stund á vellinum. Stjarnan fékk tveggja mínútna brottvísun og Nataly tók ekki frekari þátt í leiknum. Á endanum vann Stjarnan leikinn, 22-25, og jafnaði metin í einvígi liðanna. Grótta ákvað aftur á móti eftir leikinn að tilkynna atvikið til mótanefndar HSÍ.Sjá einnig: Formaður hkd. Gróttu: Stöndum og föllum með þessari ákvörðun Það er svo mótanefndin sem úrskurðar að Grótta vinni leikinn 10-0 þar sem Stjarnan notaði ólöglegan leikmann. Mótanefndin fékk álit hjá lögfræðingi HSÍ og evrópska handknattleikssambandsins, EHF. Þau voru sammála áliti mótanefndar HSÍ. Staðan í einvíginu er því ekki lengur 1-1 heldur 2-0 fyrir Gróttu. Áður hefur því verið haldið fram að hver sem er hefði getað tilkynnt um málið til mótanefndar, jafnvel áhorfendur, en því er starfsmaður mótanefndar, Róbert Geir Gíslason, ekki sammála. „Þetta mál er fordæmalaust og ég tel að mótanefndin hefði aldrei tekið málið upp nema af því það kom tilkynning frá Gróttu. Það er af því málið er fordæmalaust,“ segir Róbert Geir við Vísi. „Ég tel að það sé félagið sem þurfi að tilkynna inn til mótanefndar með formlegum hætti um svona atvik. Við störfum í umboði félaganna og þeir sem eru aðilar að HSÍ eru félögin. Það þarf því væntanlega að vera aðili að HSÍ sem tilkynnir um svona mál. Mótanefnd getur ekki tekið upp mál sem áhorfendur eða einhverjur utanaðkomandi tilkynna um.“vísir/ernirReglugerðin er varðar tilkynningaskyldu í svona málum er svohljóðandi: „Félag sem notar leikmann/þjálfara í leikbanni eða leikmann/þjálfara sem er að öðru leyti ólöglegur og slíkt er tilkynnt inn til mótanefndar með formlegum hætti innan 48 tíma frá lokum leiks.“ Róbert segir að mótanefnd hafi áður tekið upp mál þar sem starfsmenn HSÍ hafi tilkynnt nefndinni um ólöglega leikmenn. Í þeim tilvikum er um að ræða leikmenn sem séu ekki á leikmannasamningi eða ekki skráðir í viðkomandi félag. Það á aftur á móti ekki við í þessu tilviki. Nataly er samningsbundin Stjörnunni og spilar flesta leiki með félaginu. Mannleg mistök eru ástæðan fyrir því að það gleymdist að skrá hana á skýrsluna. „Í þessu tilviki tekur mótanefnd málið upp af því það kemur tilkynning frá Gróttu skömmu eftir leik.“Sjá einnig: Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Margir hafa gagnrýnt Gróttu fyrir að tilkynna málið inn til HSÍ þar sem þátttaka Nataly hjálpaði Stjörnunni á engan hátt að vinna leikinn. Gróttumenn spyrja að sama skapi að því af hverju það sé ekki í verkahring eftirlitsmanns HSÍ að tilkynna um svona atvik til mótanefndar. Eftirlitsmennirnir eru tveir á leikjum í úrslitakeppninni. „Þetta eru verkferlar sem við þurfum að skoða í kjölfarið á þessu máli. Þetta mál er fordæmalaust eins og ég hef sagt áður. Það reyndi ekki á það því Grótta tilkynnti málið inn strax eftir leik,“ segir Róbert Geir en ekkert kemur fram um þetta tiltekna atvik á skýrslu leiksins. Eftir stendur samt spurningin hvort eftirlitsmenn leiksins hefðu tilkynnt um málið til mótanefndar? „Nei, að öllum líkindum ekki.“ Stjarnan hefur sent inn ósk um endurupptöku ákvörðunarinnar hjá HSÍ. Málið er því aftur komið til mótanefndar og niðurstaða væntanlega í hádeginu. Þriðji leikur liðanna fer fram í Mýrinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00. Olís-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Úrslitin í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefðu að öllum líkindum staðið óbreytt ef ekki hefði komið til tilkynning frá Gróttu um ólöglegan leikmann í liði Stjörnunnar. Nataly Sæunn Valencia tók þátt í leiknum fyrir Stjörnuna en gleymst hafði að skrá hana á leikskýrslu. Eftirlitsmenn tóku eftir þessu er Nataly hafði verið í stutta stund á vellinum. Stjarnan fékk tveggja mínútna brottvísun og Nataly tók ekki frekari þátt í leiknum. Á endanum vann Stjarnan leikinn, 22-25, og jafnaði metin í einvígi liðanna. Grótta ákvað aftur á móti eftir leikinn að tilkynna atvikið til mótanefndar HSÍ.Sjá einnig: Formaður hkd. Gróttu: Stöndum og föllum með þessari ákvörðun Það er svo mótanefndin sem úrskurðar að Grótta vinni leikinn 10-0 þar sem Stjarnan notaði ólöglegan leikmann. Mótanefndin fékk álit hjá lögfræðingi HSÍ og evrópska handknattleikssambandsins, EHF. Þau voru sammála áliti mótanefndar HSÍ. Staðan í einvíginu er því ekki lengur 1-1 heldur 2-0 fyrir Gróttu. Áður hefur því verið haldið fram að hver sem er hefði getað tilkynnt um málið til mótanefndar, jafnvel áhorfendur, en því er starfsmaður mótanefndar, Róbert Geir Gíslason, ekki sammála. „Þetta mál er fordæmalaust og ég tel að mótanefndin hefði aldrei tekið málið upp nema af því það kom tilkynning frá Gróttu. Það er af því málið er fordæmalaust,“ segir Róbert Geir við Vísi. „Ég tel að það sé félagið sem þurfi að tilkynna inn til mótanefndar með formlegum hætti um svona atvik. Við störfum í umboði félaganna og þeir sem eru aðilar að HSÍ eru félögin. Það þarf því væntanlega að vera aðili að HSÍ sem tilkynnir um svona mál. Mótanefnd getur ekki tekið upp mál sem áhorfendur eða einhverjur utanaðkomandi tilkynna um.“vísir/ernirReglugerðin er varðar tilkynningaskyldu í svona málum er svohljóðandi: „Félag sem notar leikmann/þjálfara í leikbanni eða leikmann/þjálfara sem er að öðru leyti ólöglegur og slíkt er tilkynnt inn til mótanefndar með formlegum hætti innan 48 tíma frá lokum leiks.“ Róbert segir að mótanefnd hafi áður tekið upp mál þar sem starfsmenn HSÍ hafi tilkynnt nefndinni um ólöglega leikmenn. Í þeim tilvikum er um að ræða leikmenn sem séu ekki á leikmannasamningi eða ekki skráðir í viðkomandi félag. Það á aftur á móti ekki við í þessu tilviki. Nataly er samningsbundin Stjörnunni og spilar flesta leiki með félaginu. Mannleg mistök eru ástæðan fyrir því að það gleymdist að skrá hana á skýrsluna. „Í þessu tilviki tekur mótanefnd málið upp af því það kemur tilkynning frá Gróttu skömmu eftir leik.“Sjá einnig: Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Margir hafa gagnrýnt Gróttu fyrir að tilkynna málið inn til HSÍ þar sem þátttaka Nataly hjálpaði Stjörnunni á engan hátt að vinna leikinn. Gróttumenn spyrja að sama skapi að því af hverju það sé ekki í verkahring eftirlitsmanns HSÍ að tilkynna um svona atvik til mótanefndar. Eftirlitsmennirnir eru tveir á leikjum í úrslitakeppninni. „Þetta eru verkferlar sem við þurfum að skoða í kjölfarið á þessu máli. Þetta mál er fordæmalaust eins og ég hef sagt áður. Það reyndi ekki á það því Grótta tilkynnti málið inn strax eftir leik,“ segir Róbert Geir en ekkert kemur fram um þetta tiltekna atvik á skýrslu leiksins. Eftir stendur samt spurningin hvort eftirlitsmenn leiksins hefðu tilkynnt um málið til mótanefndar? „Nei, að öllum líkindum ekki.“ Stjarnan hefur sent inn ósk um endurupptöku ákvörðunarinnar hjá HSÍ. Málið er því aftur komið til mótanefndar og niðurstaða væntanlega í hádeginu. Þriðji leikur liðanna fer fram í Mýrinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni