Formaður hkd. Gróttu: Stöndum og föllum með þessari ákvörðun Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2017 10:01 Úr leik Stjörnunnar og Gróttu. vísir/ernir „Það var í rauninni aldrei spurning um hvort ætti að senda tilkynningu til mótanefndar HSÍ,“ segir Kristín Þórðardóttir, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, en Grótta tilkynnti ólöglegan leikmann Stjörnunnar til HSÍ og hefur verið nokkuð gagnrýnd fyrir það. Í kjölfarið var málið tekið fyrir og Gróttu dæmdur 10-0 sigur. Stjarnan hafði unnið leikinn sjálfan. Málið snýst um að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. Um mannleg mistök var að ræða og tóku eftirlitsmenn á málinu á staðnum. Viðkomandi leikmaður var sendur af velli og eðlilega útilokaður frá frekari þátttöku enda ekki á skýrslu. Leikmaðurinn var engu að síður ólöglegur og hafði ekki leikheimild. Mótanefnd HSÍ úrskurðaði því Gróttu sigur í leiknum. „Það voru tveir eftirlitsmenn á leiknum sem og 400 manns. Reyndar finnst mér í hæsta máta óeðlilegt að við þurfum að tilkynna þetta inn. Það er hins vegar annað mál,“ segir Kristín. Grótta þurfti reyndar ekki að tilkynna málið inn frekar en félagið vildi. Hver sem er hefði í raun getað gert það. Nonni á bolnum hefði getað gert það rétt eins og Grótta. En Grótta gerði það og fannst mörgum það ekki drengilegt af félaginu þar sem liðið tapaði leiknum og ólöglegi leikmaðurinn hafði ekki nein áhrif á leikinn. Þvert á móti skoraði Grótta nokkur mörk í röð eftir að ólöglegi leikmaðurinn var rekinn af velli. „Við ræddum hvort ætti að gera þetta og við ákváðum að gera það. Sjá svo hverju hún myndi skila. Þetta er bara atvik og enginn vafi að ólöglegur leikmaður var notaður. Mér finnst ekkert að því að tilkynna um málið en ég get alveg tekið undir að refsingin er ansi hörð. Það situr samt ekki hjá okkur og við vissum ekki hvaða niðurstaða yrði í málinu,“ segir Kristín og bætir við að það sé ekki gaman að vinna leik á þennan hátt. „Að sjálfsögðu er það ekki skemmtilegt. Það er skemmtilegra að vinna á vellinum. Okkur finnst málið standa hjá HSÍ og finnst óeðlilegt ef félög geta haft áhrif á niðurstöðu HSÍ. Það er sagt að við hefðum getað skrifað undir einhverja yfirlýsingu um að úrslit ættu að standa. Þarna voru gerð mistök og málið tilkynnt. HSÍ úrskurðar. Okkur finnst óeðlilegt að við getum haft áhrif á úrskurð HSÍ. Það var ákveðið innanhúss hjá okkur að tilkynna þetta og við stöndum og föllum með því.“ Staðan í einvígi liðanna er 2-0 fyrir Gróttu eftir þennan úrskurð og þriðji leikur liðanna fer fram í Garðabæ í kvöld.“ Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33 Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. 24. apríl 2017 23:04 Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sport Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira
„Það var í rauninni aldrei spurning um hvort ætti að senda tilkynningu til mótanefndar HSÍ,“ segir Kristín Þórðardóttir, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, en Grótta tilkynnti ólöglegan leikmann Stjörnunnar til HSÍ og hefur verið nokkuð gagnrýnd fyrir það. Í kjölfarið var málið tekið fyrir og Gróttu dæmdur 10-0 sigur. Stjarnan hafði unnið leikinn sjálfan. Málið snýst um að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. Um mannleg mistök var að ræða og tóku eftirlitsmenn á málinu á staðnum. Viðkomandi leikmaður var sendur af velli og eðlilega útilokaður frá frekari þátttöku enda ekki á skýrslu. Leikmaðurinn var engu að síður ólöglegur og hafði ekki leikheimild. Mótanefnd HSÍ úrskurðaði því Gróttu sigur í leiknum. „Það voru tveir eftirlitsmenn á leiknum sem og 400 manns. Reyndar finnst mér í hæsta máta óeðlilegt að við þurfum að tilkynna þetta inn. Það er hins vegar annað mál,“ segir Kristín. Grótta þurfti reyndar ekki að tilkynna málið inn frekar en félagið vildi. Hver sem er hefði í raun getað gert það. Nonni á bolnum hefði getað gert það rétt eins og Grótta. En Grótta gerði það og fannst mörgum það ekki drengilegt af félaginu þar sem liðið tapaði leiknum og ólöglegi leikmaðurinn hafði ekki nein áhrif á leikinn. Þvert á móti skoraði Grótta nokkur mörk í röð eftir að ólöglegi leikmaðurinn var rekinn af velli. „Við ræddum hvort ætti að gera þetta og við ákváðum að gera það. Sjá svo hverju hún myndi skila. Þetta er bara atvik og enginn vafi að ólöglegur leikmaður var notaður. Mér finnst ekkert að því að tilkynna um málið en ég get alveg tekið undir að refsingin er ansi hörð. Það situr samt ekki hjá okkur og við vissum ekki hvaða niðurstaða yrði í málinu,“ segir Kristín og bætir við að það sé ekki gaman að vinna leik á þennan hátt. „Að sjálfsögðu er það ekki skemmtilegt. Það er skemmtilegra að vinna á vellinum. Okkur finnst málið standa hjá HSÍ og finnst óeðlilegt ef félög geta haft áhrif á niðurstöðu HSÍ. Það er sagt að við hefðum getað skrifað undir einhverja yfirlýsingu um að úrslit ættu að standa. Þarna voru gerð mistök og málið tilkynnt. HSÍ úrskurðar. Okkur finnst óeðlilegt að við getum haft áhrif á úrskurð HSÍ. Það var ákveðið innanhúss hjá okkur að tilkynna þetta og við stöndum og föllum með því.“ Staðan í einvígi liðanna er 2-0 fyrir Gróttu eftir þennan úrskurð og þriðji leikur liðanna fer fram í Garðabæ í kvöld.“
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33 Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. 24. apríl 2017 23:04 Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sport Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira
Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33
Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. 24. apríl 2017 23:04