Skúrir frekar en óveðursský í stjórnarsamstarfinu Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2017 15:24 Heimir, Svavar, Rósa og Birgir ræddu stöðuna í stjórnmálunum. Skjáskot Hveitibrauðsdögum ríkisstjórnar Bjarna Bendediktssonar er lokið en í gær voru hundrað dagar liðnir frá því hún tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Greina má ýmis óveðursský á himni til að mynda vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar, áformum um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna og fleira. Gestir Heimis Más Péturssonar að þessu sinni voru þau Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Svavar Gestsson fyrrverandi sendiherra, þingmaður og ráðherra. Þau ræddu stöðuna í íslenskum stjórnmálum sem og stjórnmálin í Evrópu. Birgir segist telja aðstæðurnar hafa verið þannig að ríkisstjórnin hafi í raun aldrei fengið svokallaða hveitibrauðsdaga. „Hún tekur þarna við snemma í janúar. Þingið kemur saman 24. janúar og þá er í raun og veru skriðan komin af stað. Þetta eru töluvert ólíkar aðstöður en við eigum að venjast þegar er kosið að vori og menn hafa sumarið til að undirbúa sig og stilla saman strengi fyrir haustið, þegar að þingið hefst að nýju. Ég myndi segja að ríkisstjórnin hafi ekki haft mikla hveitibrauðsdaga heldur stokkið beint í djúpu laugina,“ sagði Birgir sem bætti við að hann hefði ekki áhyggjur þrátt fyrir að talað væri um óveðursský í stjórnarsamstarfinu. Réttara væri að tala um skúri. Svavar Gestsson taldi það skjóta skökku við hjá hægrisinnaðri, frjálslyndri ríkisstjórn að leggja fram óhagganlega fjármálaáætlun til fimm ára. Það væru allt að því kommúnískir stjórnunarhættir enda ráðstjórnarríkin víðfræg fyrir fimm ára áætlanir sínar. Rósu Björk þótti ekki heldur mikið til áætlunarinnar koma og benti á að hún gerði ráð fyrir áframhaldandi aðhaldskröfum í heilbrigðismálum og málefnum háskólanna. Þetta og fleira bar á góma á rökstólum fjórmenninganna sem sjá má hér að neðan. Víglínan Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Hveitibrauðsdögum ríkisstjórnar Bjarna Bendediktssonar er lokið en í gær voru hundrað dagar liðnir frá því hún tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Greina má ýmis óveðursský á himni til að mynda vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar, áformum um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna og fleira. Gestir Heimis Más Péturssonar að þessu sinni voru þau Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Svavar Gestsson fyrrverandi sendiherra, þingmaður og ráðherra. Þau ræddu stöðuna í íslenskum stjórnmálum sem og stjórnmálin í Evrópu. Birgir segist telja aðstæðurnar hafa verið þannig að ríkisstjórnin hafi í raun aldrei fengið svokallaða hveitibrauðsdaga. „Hún tekur þarna við snemma í janúar. Þingið kemur saman 24. janúar og þá er í raun og veru skriðan komin af stað. Þetta eru töluvert ólíkar aðstöður en við eigum að venjast þegar er kosið að vori og menn hafa sumarið til að undirbúa sig og stilla saman strengi fyrir haustið, þegar að þingið hefst að nýju. Ég myndi segja að ríkisstjórnin hafi ekki haft mikla hveitibrauðsdaga heldur stokkið beint í djúpu laugina,“ sagði Birgir sem bætti við að hann hefði ekki áhyggjur þrátt fyrir að talað væri um óveðursský í stjórnarsamstarfinu. Réttara væri að tala um skúri. Svavar Gestsson taldi það skjóta skökku við hjá hægrisinnaðri, frjálslyndri ríkisstjórn að leggja fram óhagganlega fjármálaáætlun til fimm ára. Það væru allt að því kommúnískir stjórnunarhættir enda ráðstjórnarríkin víðfræg fyrir fimm ára áætlanir sínar. Rósu Björk þótti ekki heldur mikið til áætlunarinnar koma og benti á að hún gerði ráð fyrir áframhaldandi aðhaldskröfum í heilbrigðismálum og málefnum háskólanna. Þetta og fleira bar á góma á rökstólum fjórmenninganna sem sjá má hér að neðan.
Víglínan Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira