Skúrir frekar en óveðursský í stjórnarsamstarfinu Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2017 15:24 Heimir, Svavar, Rósa og Birgir ræddu stöðuna í stjórnmálunum. Skjáskot Hveitibrauðsdögum ríkisstjórnar Bjarna Bendediktssonar er lokið en í gær voru hundrað dagar liðnir frá því hún tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Greina má ýmis óveðursský á himni til að mynda vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar, áformum um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna og fleira. Gestir Heimis Más Péturssonar að þessu sinni voru þau Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Svavar Gestsson fyrrverandi sendiherra, þingmaður og ráðherra. Þau ræddu stöðuna í íslenskum stjórnmálum sem og stjórnmálin í Evrópu. Birgir segist telja aðstæðurnar hafa verið þannig að ríkisstjórnin hafi í raun aldrei fengið svokallaða hveitibrauðsdaga. „Hún tekur þarna við snemma í janúar. Þingið kemur saman 24. janúar og þá er í raun og veru skriðan komin af stað. Þetta eru töluvert ólíkar aðstöður en við eigum að venjast þegar er kosið að vori og menn hafa sumarið til að undirbúa sig og stilla saman strengi fyrir haustið, þegar að þingið hefst að nýju. Ég myndi segja að ríkisstjórnin hafi ekki haft mikla hveitibrauðsdaga heldur stokkið beint í djúpu laugina,“ sagði Birgir sem bætti við að hann hefði ekki áhyggjur þrátt fyrir að talað væri um óveðursský í stjórnarsamstarfinu. Réttara væri að tala um skúri. Svavar Gestsson taldi það skjóta skökku við hjá hægrisinnaðri, frjálslyndri ríkisstjórn að leggja fram óhagganlega fjármálaáætlun til fimm ára. Það væru allt að því kommúnískir stjórnunarhættir enda ráðstjórnarríkin víðfræg fyrir fimm ára áætlanir sínar. Rósu Björk þótti ekki heldur mikið til áætlunarinnar koma og benti á að hún gerði ráð fyrir áframhaldandi aðhaldskröfum í heilbrigðismálum og málefnum háskólanna. Þetta og fleira bar á góma á rökstólum fjórmenninganna sem sjá má hér að neðan. Víglínan Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Hveitibrauðsdögum ríkisstjórnar Bjarna Bendediktssonar er lokið en í gær voru hundrað dagar liðnir frá því hún tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Greina má ýmis óveðursský á himni til að mynda vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar, áformum um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna og fleira. Gestir Heimis Más Péturssonar að þessu sinni voru þau Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Svavar Gestsson fyrrverandi sendiherra, þingmaður og ráðherra. Þau ræddu stöðuna í íslenskum stjórnmálum sem og stjórnmálin í Evrópu. Birgir segist telja aðstæðurnar hafa verið þannig að ríkisstjórnin hafi í raun aldrei fengið svokallaða hveitibrauðsdaga. „Hún tekur þarna við snemma í janúar. Þingið kemur saman 24. janúar og þá er í raun og veru skriðan komin af stað. Þetta eru töluvert ólíkar aðstöður en við eigum að venjast þegar er kosið að vori og menn hafa sumarið til að undirbúa sig og stilla saman strengi fyrir haustið, þegar að þingið hefst að nýju. Ég myndi segja að ríkisstjórnin hafi ekki haft mikla hveitibrauðsdaga heldur stokkið beint í djúpu laugina,“ sagði Birgir sem bætti við að hann hefði ekki áhyggjur þrátt fyrir að talað væri um óveðursský í stjórnarsamstarfinu. Réttara væri að tala um skúri. Svavar Gestsson taldi það skjóta skökku við hjá hægrisinnaðri, frjálslyndri ríkisstjórn að leggja fram óhagganlega fjármálaáætlun til fimm ára. Það væru allt að því kommúnískir stjórnunarhættir enda ráðstjórnarríkin víðfræg fyrir fimm ára áætlanir sínar. Rósu Björk þótti ekki heldur mikið til áætlunarinnar koma og benti á að hún gerði ráð fyrir áframhaldandi aðhaldskröfum í heilbrigðismálum og málefnum háskólanna. Þetta og fleira bar á góma á rökstólum fjórmenninganna sem sjá má hér að neðan.
Víglínan Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira