Sr. Hallgrímur Óttar Guðmundsson skrifar 22. apríl 2017 07:00 Örlög og ævi sr. Hallgríms Péturssonar hafa ávallt verið íslenskri þjóð hugleikin. Ungur hélt hann til Kaupmannahafnar og var fenginn til að kenna Guðríði Símonardóttur, Tyrkja-Guddu, kristindóm. Hann fór að sofa hjá nemandanum og braut þannig gegn guðs og manna lögum. Þau sigldu til Íslands og settust að á Suðurnesjum. Sr. Hallgrímur var ofsóttur af sóknarbörnum sínum og orti um þau þessa vísu: Úti stend ég ekki glaður illum þjáður raununum. Þraut er að vera þurfamaður þrælanna í Hraununum. Hallgrímur losnaði úr ánauð stórbokkanna á Suðurnesjum og orti Passíusálmana á Hvalfjarðarströnd. Ekkert bókmenntaverk hefur verið þjóðinni kærara. Kver með sálmunum var lagt í kistuna hjá flestöllum landsmönnum og sálmar Hallgríms sungnir yfir hinum látna. Lífið fer stöðugt í hringi og nýlega sagði þekktasti álitsgjafi þjóðarinnar að Passíusálmarnir væru leirburður og hnoð. Nokkur fjöldi manna tók undir með álitsgjafanum og sr. Hallgrímur var úthrópaður líkt og forðum í Hvalsnesi. Þetta er tímanna tákn. Kirkjan á undir högg að sækja og það er líklegt til vinsælda í netheimum að kasta helgum manni eins og Hallgrími á bálköstinn. Mig dreymdi hið holdsveika sálmaskáld á dögunum og sagði honum frá álitsgjafanum og fylgismönnum hans. Skáldið glotti og sagði: þá blindur leiðir blindan hér, báðum þeim hætt við falli er. En hefurðu ekki áhyggjur af þessum árásum á kirkjuna? sagði ég. Hann svaraði að bragði: Ef hér á jörð er hæðni og háð, hróp og guðlastan niður sáð, upp skorið verður eilíft spé, agg og forsmán í helvíti. (lesist helvíte) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun
Örlög og ævi sr. Hallgríms Péturssonar hafa ávallt verið íslenskri þjóð hugleikin. Ungur hélt hann til Kaupmannahafnar og var fenginn til að kenna Guðríði Símonardóttur, Tyrkja-Guddu, kristindóm. Hann fór að sofa hjá nemandanum og braut þannig gegn guðs og manna lögum. Þau sigldu til Íslands og settust að á Suðurnesjum. Sr. Hallgrímur var ofsóttur af sóknarbörnum sínum og orti um þau þessa vísu: Úti stend ég ekki glaður illum þjáður raununum. Þraut er að vera þurfamaður þrælanna í Hraununum. Hallgrímur losnaði úr ánauð stórbokkanna á Suðurnesjum og orti Passíusálmana á Hvalfjarðarströnd. Ekkert bókmenntaverk hefur verið þjóðinni kærara. Kver með sálmunum var lagt í kistuna hjá flestöllum landsmönnum og sálmar Hallgríms sungnir yfir hinum látna. Lífið fer stöðugt í hringi og nýlega sagði þekktasti álitsgjafi þjóðarinnar að Passíusálmarnir væru leirburður og hnoð. Nokkur fjöldi manna tók undir með álitsgjafanum og sr. Hallgrímur var úthrópaður líkt og forðum í Hvalsnesi. Þetta er tímanna tákn. Kirkjan á undir högg að sækja og það er líklegt til vinsælda í netheimum að kasta helgum manni eins og Hallgrími á bálköstinn. Mig dreymdi hið holdsveika sálmaskáld á dögunum og sagði honum frá álitsgjafanum og fylgismönnum hans. Skáldið glotti og sagði: þá blindur leiðir blindan hér, báðum þeim hætt við falli er. En hefurðu ekki áhyggjur af þessum árásum á kirkjuna? sagði ég. Hann svaraði að bragði: Ef hér á jörð er hæðni og háð, hróp og guðlastan niður sáð, upp skorið verður eilíft spé, agg og forsmán í helvíti. (lesist helvíte)
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun