Vilhjálmur Bretaprins: „Við Harry höfum ekki talað nóg um móður okkar í gegnum árin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2017 15:02 Vilhjálmur, Katrín og Harry taka núna þátt í herferð til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum í Bretlandi. vísir/getty Þeir Vilhjálmur Bretaprins og bróðir hans Harry eru á einlægu nótunum í myndbandi sem birt var á Twitter-síðu Kensington-hallar í dag en þar ræða þeir geðheilbrigðismál ásamt Katrínu hertogaynju, eiginkonu Vilhjálms. Myndbandið er hluti af herferð og vitundarvakningu um geðheilbrigðismál sem þau þrjú taka þátt í þessi misserin en í myndbandinu ræða þau meðal annars móðurmissi þeirra Vilhjálms og Harry. Díana prinsessa lést í bílslysi í ágúst 1997 þegar prinsarnir voru 13 ára og 15 ára. „Ef maður hugsar um allt sem þið strákarnir hafið gengið í gegnum og áfallið sem þið urðuð fyrir [...] þá finnst mér ótrúlegt hversu sterkir þið eruð og hvernig þið hafið getað tekist á við þetta. Fyrir mér þá er það út af barnæsku ykkar en líka út af því hversu nánir þið eruð,“ segir Katrín við bræðurna í myndbandinu. Vilhjálmur svarar þá að þeir séu nánir einmitt vegna þess sem þeir hafa gengið í gegnum. „Við bindumst einstökum böndum út af því sem við höfum gengið í gegnum en við Harry höfum ekki talað nóg um móður okkar í gegnum árin,“ segir Vilhjálmur og Harry tekur undir það. Katrín spyr þá síðan hvort að þátttakan í herferðinni hafi opnað augu þeirra fyrir því að þeir hafi ekki talað nægilega mikið um mömmu sína. Harry svarar því játandi: „Ég hugsaði alltaf með mér hver væri tilgangurinn að rifja upp fortíðina, að rifja upp eitthvað sem gerir þig aðeins leiðan, breytir engu og lætur mömmu ekki koma til baka.“ Myndbandið má sjá hér að neðan.Watch The Duke and Duchess of Cambridge and Prince Harry in conversation on mental health for @heads_together #oktosay pic.twitter.com/417gqyqzk0— Kensington Palace (@KensingtonRoyal) April 21, 2017 Kóngafólk Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Sjá meira
Þeir Vilhjálmur Bretaprins og bróðir hans Harry eru á einlægu nótunum í myndbandi sem birt var á Twitter-síðu Kensington-hallar í dag en þar ræða þeir geðheilbrigðismál ásamt Katrínu hertogaynju, eiginkonu Vilhjálms. Myndbandið er hluti af herferð og vitundarvakningu um geðheilbrigðismál sem þau þrjú taka þátt í þessi misserin en í myndbandinu ræða þau meðal annars móðurmissi þeirra Vilhjálms og Harry. Díana prinsessa lést í bílslysi í ágúst 1997 þegar prinsarnir voru 13 ára og 15 ára. „Ef maður hugsar um allt sem þið strákarnir hafið gengið í gegnum og áfallið sem þið urðuð fyrir [...] þá finnst mér ótrúlegt hversu sterkir þið eruð og hvernig þið hafið getað tekist á við þetta. Fyrir mér þá er það út af barnæsku ykkar en líka út af því hversu nánir þið eruð,“ segir Katrín við bræðurna í myndbandinu. Vilhjálmur svarar þá að þeir séu nánir einmitt vegna þess sem þeir hafa gengið í gegnum. „Við bindumst einstökum böndum út af því sem við höfum gengið í gegnum en við Harry höfum ekki talað nóg um móður okkar í gegnum árin,“ segir Vilhjálmur og Harry tekur undir það. Katrín spyr þá síðan hvort að þátttakan í herferðinni hafi opnað augu þeirra fyrir því að þeir hafi ekki talað nægilega mikið um mömmu sína. Harry svarar því játandi: „Ég hugsaði alltaf með mér hver væri tilgangurinn að rifja upp fortíðina, að rifja upp eitthvað sem gerir þig aðeins leiðan, breytir engu og lætur mömmu ekki koma til baka.“ Myndbandið má sjá hér að neðan.Watch The Duke and Duchess of Cambridge and Prince Harry in conversation on mental health for @heads_together #oktosay pic.twitter.com/417gqyqzk0— Kensington Palace (@KensingtonRoyal) April 21, 2017
Kóngafólk Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Sjá meira