Íslenski hópurinn kominn út en töskurnar ekki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. apríl 2017 18:36 Svala Björgvinsdóttir mun flytja lagið Paper á stóra sviðinu í Kænugarði í Úkraínu. vísir/andri marínó „Fall er fararheill,“ segir Felix Bergsson, sem lenti í Kænugarði í Úkraínu ásamt öllum íslenska Eurovision-hópnum nú síðdegis. Ferðatöskur hópsins skiluðu sér þó ekki á áfangastað en þær urðu eftir í Brussel, þar sem hópurinn millilenti. Fyrsta æfing Svölu Björgvinsdóttur á stóra sviðinu verður haldin í fyrramálið.Með allt sem þarf „Það var örlítil töf á fluginu okkar frá Brussel sem þýddi að við vorum orðin dálítið sein. Tíminn sem við höfðum þarna á milli var svo stuttur og töskurnar bara komu ekki,“ segir Felix í samtali við Vísi. Felix segist þó litlar áhyggjur hafa enda hafi hópurinn gert ráð fyrir uppákomum á borð við þessa. Því hafi allar helstu nauðsynjar fyrir fyrstu æfinguna verið í handfarangri. „Við tryggðum að þau föt sem Svala þarf á morgun væru öll í handfarangri þannig að við erum með allt sem við þurfum fyrir æfinguna; Við erum með Svölu og við erum með bakraddirnar. Annars er þetta fyrst og fremst tækniæfing þar sem við fáum að sjá það sem búið er að vinna fyrir okkur hérna úti.“ Hann segir hópinn að öðru leyti afar spenntan fyrir komandi dögum. „Það er mikil spenna, stemning og gleði og það sjá allir fram á skemmtilega tíma hér.“ Íslenski hópurinn telur um tuttugu manns. Aðeins níu dagar eru í stóra daginn en þá mun Svala stíga á svið fyrir Íslands hönd með lagið Paper.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. Eurovision Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
„Fall er fararheill,“ segir Felix Bergsson, sem lenti í Kænugarði í Úkraínu ásamt öllum íslenska Eurovision-hópnum nú síðdegis. Ferðatöskur hópsins skiluðu sér þó ekki á áfangastað en þær urðu eftir í Brussel, þar sem hópurinn millilenti. Fyrsta æfing Svölu Björgvinsdóttur á stóra sviðinu verður haldin í fyrramálið.Með allt sem þarf „Það var örlítil töf á fluginu okkar frá Brussel sem þýddi að við vorum orðin dálítið sein. Tíminn sem við höfðum þarna á milli var svo stuttur og töskurnar bara komu ekki,“ segir Felix í samtali við Vísi. Felix segist þó litlar áhyggjur hafa enda hafi hópurinn gert ráð fyrir uppákomum á borð við þessa. Því hafi allar helstu nauðsynjar fyrir fyrstu æfinguna verið í handfarangri. „Við tryggðum að þau föt sem Svala þarf á morgun væru öll í handfarangri þannig að við erum með allt sem við þurfum fyrir æfinguna; Við erum með Svölu og við erum með bakraddirnar. Annars er þetta fyrst og fremst tækniæfing þar sem við fáum að sjá það sem búið er að vinna fyrir okkur hérna úti.“ Hann segir hópinn að öðru leyti afar spenntan fyrir komandi dögum. „Það er mikil spenna, stemning og gleði og það sjá allir fram á skemmtilega tíma hér.“ Íslenski hópurinn telur um tuttugu manns. Aðeins níu dagar eru í stóra daginn en þá mun Svala stíga á svið fyrir Íslands hönd með lagið Paper.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.
Eurovision Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira