Hvernig snýr síminn Pálmar Ragnarsson skrifar 8. maí 2017 07:00 Við komum heim úr vinnunni, setjumst niður með öðrum fjölskyldumeðlimum og leggjum símann á borðið. Hvort snýr skjárinn upp eða niður? Það er mikilvægara atriði en margir gætu haldið. Athygli okkar er nefnilega brothætt. Eitt lítið blikk á skjánum og hún getur verið farin. Börnin okkar eða maki eru kannski að segja okkur sögu, en þegar skjárinn blikkar lítum við undan í eina sekúndu. Og þó það hljómi ekki eins og alvarlegur hlutur, ein sekúnda, þá erum við með því að senda ákveðin skilaboð: Síminn er mikilvægari en sagan sem þú ert að segja mér. Það er kannski ekki ætlunin, við vorum nú bara „rétt að kíkja“. En þetta hefur áhrif á fólkið sem er að tala við okkur. Þegar þú ert spenntur að segja einhverjum frá deginum þínum þá tekur þú eftir því þegar manneskjan lítur undan á símann sinn. Og því oftar sem það gerist því minni áhuga hefur barnið eða makinn á því að segja manni frá, „þú ert hvort eð er aldrei að hlusta“. Ég sjálfur verð bara pirraður ef ég er í miðri sögu og manneskjan sem ég er að tala við lítur á blikk í símanum. Jafnvel þannig að ég nenni ekki að klára söguna. Bara í alvöru, ég er að segja þér spennandi sögu og þú ert að kíkja á símann?? SKAMMASTU ÞÍN. En kannski þarf ég bara að bæta sögurnar mínar, það er annað mál. Símar eru hannaðir til að fanga athygli okkar. Þeir blikka, þeir titra og texti birtist á skjánum. „Hver var að senda mér skilaboð?“ „Er ég að missa af einhverju?“ „Er þetta áríðandi?“ Maður þarf að vera ofurmenni til að leiða þessa forvitni hjá sér. Á okkar heimili var blikkið farið að hafa truflandi áhrif. Nú er það óskrifuð regla að í samræðum eða sameiginlegu sjónvarpsáhorfi snýr skjárinn niður, ef síminn þarf á annað borð að vera við höndina. En best er náttúrulega að slökkva bara alveg á honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pálmar Ragnarsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun
Við komum heim úr vinnunni, setjumst niður með öðrum fjölskyldumeðlimum og leggjum símann á borðið. Hvort snýr skjárinn upp eða niður? Það er mikilvægara atriði en margir gætu haldið. Athygli okkar er nefnilega brothætt. Eitt lítið blikk á skjánum og hún getur verið farin. Börnin okkar eða maki eru kannski að segja okkur sögu, en þegar skjárinn blikkar lítum við undan í eina sekúndu. Og þó það hljómi ekki eins og alvarlegur hlutur, ein sekúnda, þá erum við með því að senda ákveðin skilaboð: Síminn er mikilvægari en sagan sem þú ert að segja mér. Það er kannski ekki ætlunin, við vorum nú bara „rétt að kíkja“. En þetta hefur áhrif á fólkið sem er að tala við okkur. Þegar þú ert spenntur að segja einhverjum frá deginum þínum þá tekur þú eftir því þegar manneskjan lítur undan á símann sinn. Og því oftar sem það gerist því minni áhuga hefur barnið eða makinn á því að segja manni frá, „þú ert hvort eð er aldrei að hlusta“. Ég sjálfur verð bara pirraður ef ég er í miðri sögu og manneskjan sem ég er að tala við lítur á blikk í símanum. Jafnvel þannig að ég nenni ekki að klára söguna. Bara í alvöru, ég er að segja þér spennandi sögu og þú ert að kíkja á símann?? SKAMMASTU ÞÍN. En kannski þarf ég bara að bæta sögurnar mínar, það er annað mál. Símar eru hannaðir til að fanga athygli okkar. Þeir blikka, þeir titra og texti birtist á skjánum. „Hver var að senda mér skilaboð?“ „Er ég að missa af einhverju?“ „Er þetta áríðandi?“ Maður þarf að vera ofurmenni til að leiða þessa forvitni hjá sér. Á okkar heimili var blikkið farið að hafa truflandi áhrif. Nú er það óskrifuð regla að í samræðum eða sameiginlegu sjónvarpsáhorfi snýr skjárinn niður, ef síminn þarf á annað borð að vera við höndina. En best er náttúrulega að slökkva bara alveg á honum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun