Ráðherra segir nauðsynlegt að ríkið ræði sem fyrst við sveitarfélögin um Borgarlínu Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2017 15:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/pjetur Ekki er gert ráð fyrir aðkomu ríkisins að uppbyggingu Borgarlínunnar í fimm ára ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Áætlað er að fyrsti áfangi samgöngukerfisins muni kosta á bilinu 30 til 40 milljarða. Í Morgunblaðinu í gær sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra að engar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi framlög ríkisins til uppbyggingar borgarlínu en kerfið er fyrirhugað sem uppbygging almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við fyrsta áfanga er metinn á bilinu 30 til 40 milljarðar og á fyrsti áfangi að verða tekinn í notkun árið 2022. Í kjölfar fréttanna í gær setti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stöðuuppfærslu á Facebook þar sem þar sem hún áréttaði að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarflokkanna væri skýr hvað varðar samgöngumálin en í sáttmálanum segir að „lögð verði áhersla á gott samstarf við sveitarfélög um allt land við uppbyggingu samgöngumannvirkja í samræmi við þarfir íbúa. Skoðaður verði möguleiki á samstarf við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um „Borgarlínu“.“ Þorgerður Katrín segir þetta vera framtíðarmál fyrir okkur öll, þjóðfélagið og umhverfið. „Ég held að þetta samtal verði að eiga sér stað fyrr en síðar. Þetta er líka í stjórnarsáttmálanum, að ræða við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um Borgarlínuna. En fyrir okkur sem búum á suðvesturhorninu hefur það mikla þýðingu að við sjáum eitthvað í land hvað varðar Borgarlínu.“ Þorgerði Katrínu finnst samgönguráðherra ekki hafa verið að slá af hugmyndir um aðkomu ríkisins í uppbyggingu samgöngukerfisins. En ekki er gert ráð fyrir framlögum frá ríkinu í uppbyggingu samgöngukerfisins fimm ára ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Það finnst mér kannski ekki. Hann er kannski einfaldlega raunsær. Það liggur alveg ljóst fyrir að það er ekki fjármagn eins og er, eða áætlað í fjármálaáætlun, en ég undirstrika það að við skrifuðum meira en hálf ríkisstjórnin undir samstarfsyfirlýsingu varðandi aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og Borgarlína væri mikilvægt tæki til að vinna gegn þeim. Þannig að ég tel mikilvægt að við förum í þetta fyrr en síðar og ég tel að það sé enginn í ríkisstjórninni að setja sig upp á móti því.“ Þorgerður Katrín segir að samtalið við sveitarfélögin þurfi að eiga sér stað sem fyrst. „Þetta er risahagsmunamál. Menn verða að fara að setjast niður og ræða framtíðina hvað varðar skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu, hvað varðar umferðina sem hefur gríðarleg áhrif meðal annars á loftslagið á umhverfið,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra vill ná loftlagsmarkmiðum á undan áætlun Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er bjartsýn á framgang áætlunarinnar. 5. maí 2017 19:27 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir aðkomu ríkisins að uppbyggingu Borgarlínunnar í fimm ára ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Áætlað er að fyrsti áfangi samgöngukerfisins muni kosta á bilinu 30 til 40 milljarða. Í Morgunblaðinu í gær sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra að engar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi framlög ríkisins til uppbyggingar borgarlínu en kerfið er fyrirhugað sem uppbygging almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við fyrsta áfanga er metinn á bilinu 30 til 40 milljarðar og á fyrsti áfangi að verða tekinn í notkun árið 2022. Í kjölfar fréttanna í gær setti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stöðuuppfærslu á Facebook þar sem þar sem hún áréttaði að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarflokkanna væri skýr hvað varðar samgöngumálin en í sáttmálanum segir að „lögð verði áhersla á gott samstarf við sveitarfélög um allt land við uppbyggingu samgöngumannvirkja í samræmi við þarfir íbúa. Skoðaður verði möguleiki á samstarf við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um „Borgarlínu“.“ Þorgerður Katrín segir þetta vera framtíðarmál fyrir okkur öll, þjóðfélagið og umhverfið. „Ég held að þetta samtal verði að eiga sér stað fyrr en síðar. Þetta er líka í stjórnarsáttmálanum, að ræða við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um Borgarlínuna. En fyrir okkur sem búum á suðvesturhorninu hefur það mikla þýðingu að við sjáum eitthvað í land hvað varðar Borgarlínu.“ Þorgerði Katrínu finnst samgönguráðherra ekki hafa verið að slá af hugmyndir um aðkomu ríkisins í uppbyggingu samgöngukerfisins. En ekki er gert ráð fyrir framlögum frá ríkinu í uppbyggingu samgöngukerfisins fimm ára ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Það finnst mér kannski ekki. Hann er kannski einfaldlega raunsær. Það liggur alveg ljóst fyrir að það er ekki fjármagn eins og er, eða áætlað í fjármálaáætlun, en ég undirstrika það að við skrifuðum meira en hálf ríkisstjórnin undir samstarfsyfirlýsingu varðandi aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og Borgarlína væri mikilvægt tæki til að vinna gegn þeim. Þannig að ég tel mikilvægt að við förum í þetta fyrr en síðar og ég tel að það sé enginn í ríkisstjórninni að setja sig upp á móti því.“ Þorgerður Katrín segir að samtalið við sveitarfélögin þurfi að eiga sér stað sem fyrst. „Þetta er risahagsmunamál. Menn verða að fara að setjast niður og ræða framtíðina hvað varðar skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu, hvað varðar umferðina sem hefur gríðarleg áhrif meðal annars á loftslagið á umhverfið,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra vill ná loftlagsmarkmiðum á undan áætlun Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er bjartsýn á framgang áætlunarinnar. 5. maí 2017 19:27 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Umhverfisráðherra vill ná loftlagsmarkmiðum á undan áætlun Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er bjartsýn á framgang áætlunarinnar. 5. maí 2017 19:27