Bára í Aftur telur sig hafa orðið fyrir hönnunarstuldi Guðný Hrönn skrifar 6. maí 2017 10:45 Peysan til vinstri er frá Aftur, peysan til hægri er frá merkinu Thelma Steimann. „Mér finnst sorglegt þegar fólk sér sig knúið til að stela hugmyndum annarra,“ segir Bára Hólgeirsdóttir, eigandi Aftur, um þá staðreynd að nýverið komu í sölu peysur frá merkinu Thelma Steimann sem svipa mikið til hönnunar Aftur. Um er að ræða flíkur úr endurunnum efnisbútum sem saumaðir eru saman. „Endurvinnsla er æðisleg og ég vildi að flestir myndu stunda hana. En það er samt leiðinlegt þegar fólk tekur einhverja svona „signature“ hönnun annars hönnuðar og stelur henni. Allir mega verða fyrir innblæstri og jafnvel smitast af stíl, en þegar þetta er bara augljóst „copy paste“, þá er það ekki í lagi,“ segir Bára sem fékk ábendingu um málið í dag. „Ég fékk bara skjáskot af Instagram, frá vinkonu minni.“ Peysurnar frá Thelmu Steiman fást í versluninni Second Society í Kaupmannahöfn. „Ég veit alveg að þessi stelpa veit hvað Aftur er, hún hefur verslað hérna,“ útskýrir Bára en hún vonar að þessi hönnunarstuldur sé gerður í hugsunarleysi. „Ég veit að það er hægt að rökræða um þessa hluti, hvort eitthvað sé nýtt undir sólinni. En þetta er bara Aftur,“ segir Bára sem er nokkuð viss um að flestir Íslendingar sem hafa áhuga á fatahönnun kannist við Aftur. „Aftur er næstum því átján ára gamalt merki.“ Erfitt að vernda sig gegn hugverkastuldi„Ég hef aldrei áður tjáð mig um kóperingar á Aftur. En þarna dreg ég línuna. Það er bara svo erfitt að taka á þessu, fólk fer gjarnan út í að segja „þetta er ekki alveg eins, og svo framvegis“, því oft eru línurnar svo óskýrar og það er erfitt að vernda sig gegn hugverkastuldi. „Þetta er alltaf erfitt og persónulegt málefni að taka, maður forðast þessa umræðu. En þetta er bara okkar „signature“ Aftur hönnun sem um ræðir.“ Að lokum vill Bára árétta að henni þyki jákvætt þegar hönnuðir vinna með endurvinnslu„Mér finnst alltaf gaman að sjá unga hönnði endurvinna. En fólk verður að koma upp með sitt eigið, það er enginn frami í þessu ef maður ætlar bara að kópera. Þetta er ekkert hádramatískt, bara leiðinlegt.“ Ber mikla virðingu fyrir Aftur„Mér þykir leiðinlegt að heyra að mínar flíkur séu tengdar við svoleiðis umræðu,“ segir Thelma spurð út í málið. „Ég hef verið að vinna með sjálfbæra hönnun núna síðastliðin tvö ár. Þá bæði með afgangsefni, „zero waste“-snið, „second hand“-fatnað og fleira. Og ég var loksins að ganga frá því að kúnnar geti skilað inn eldri flíkum sem hægt er að nýta áfram. Allt sem sprottið er af minni vinnu og hönnun hefur verið þróað í samræmi við þau verkefni sem ég hef tekið að mér í samstarfi við önnur fyrirtæki, eða verkefnavinnu úr mínu námi, ásamt minni hugmyndafræði sem mig langar að innleiða á fatamarkaðinn. Ég hef aðeins auglýst á samfélagsmiðlum brot af því nýja sem ég hef upp á að bjóða. Ef það fer eitthvað fyrir hjartað á Báru í Aftur að ég sé að vinna með notaðan fatnað og nýta yfir í nýjar flíkur, þá þykir mér það miður. Ég ber mikla virðingu fyrir Aftur, þeirra hugmyndafræði og þykir gaman að kíkja við [í búðina] ef ég fer til Íslands," segir Thelma. A post shared by Thelma (@thelmasteimann) on May 4, 2017 at 9:57pm PDT Mest lesið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Mér finnst sorglegt þegar fólk sér sig knúið til að stela hugmyndum annarra,“ segir Bára Hólgeirsdóttir, eigandi Aftur, um þá staðreynd að nýverið komu í sölu peysur frá merkinu Thelma Steimann sem svipa mikið til hönnunar Aftur. Um er að ræða flíkur úr endurunnum efnisbútum sem saumaðir eru saman. „Endurvinnsla er æðisleg og ég vildi að flestir myndu stunda hana. En það er samt leiðinlegt þegar fólk tekur einhverja svona „signature“ hönnun annars hönnuðar og stelur henni. Allir mega verða fyrir innblæstri og jafnvel smitast af stíl, en þegar þetta er bara augljóst „copy paste“, þá er það ekki í lagi,“ segir Bára sem fékk ábendingu um málið í dag. „Ég fékk bara skjáskot af Instagram, frá vinkonu minni.“ Peysurnar frá Thelmu Steiman fást í versluninni Second Society í Kaupmannahöfn. „Ég veit alveg að þessi stelpa veit hvað Aftur er, hún hefur verslað hérna,“ útskýrir Bára en hún vonar að þessi hönnunarstuldur sé gerður í hugsunarleysi. „Ég veit að það er hægt að rökræða um þessa hluti, hvort eitthvað sé nýtt undir sólinni. En þetta er bara Aftur,“ segir Bára sem er nokkuð viss um að flestir Íslendingar sem hafa áhuga á fatahönnun kannist við Aftur. „Aftur er næstum því átján ára gamalt merki.“ Erfitt að vernda sig gegn hugverkastuldi„Ég hef aldrei áður tjáð mig um kóperingar á Aftur. En þarna dreg ég línuna. Það er bara svo erfitt að taka á þessu, fólk fer gjarnan út í að segja „þetta er ekki alveg eins, og svo framvegis“, því oft eru línurnar svo óskýrar og það er erfitt að vernda sig gegn hugverkastuldi. „Þetta er alltaf erfitt og persónulegt málefni að taka, maður forðast þessa umræðu. En þetta er bara okkar „signature“ Aftur hönnun sem um ræðir.“ Að lokum vill Bára árétta að henni þyki jákvætt þegar hönnuðir vinna með endurvinnslu„Mér finnst alltaf gaman að sjá unga hönnði endurvinna. En fólk verður að koma upp með sitt eigið, það er enginn frami í þessu ef maður ætlar bara að kópera. Þetta er ekkert hádramatískt, bara leiðinlegt.“ Ber mikla virðingu fyrir Aftur„Mér þykir leiðinlegt að heyra að mínar flíkur séu tengdar við svoleiðis umræðu,“ segir Thelma spurð út í málið. „Ég hef verið að vinna með sjálfbæra hönnun núna síðastliðin tvö ár. Þá bæði með afgangsefni, „zero waste“-snið, „second hand“-fatnað og fleira. Og ég var loksins að ganga frá því að kúnnar geti skilað inn eldri flíkum sem hægt er að nýta áfram. Allt sem sprottið er af minni vinnu og hönnun hefur verið þróað í samræmi við þau verkefni sem ég hef tekið að mér í samstarfi við önnur fyrirtæki, eða verkefnavinnu úr mínu námi, ásamt minni hugmyndafræði sem mig langar að innleiða á fatamarkaðinn. Ég hef aðeins auglýst á samfélagsmiðlum brot af því nýja sem ég hef upp á að bjóða. Ef það fer eitthvað fyrir hjartað á Báru í Aftur að ég sé að vinna með notaðan fatnað og nýta yfir í nýjar flíkur, þá þykir mér það miður. Ég ber mikla virðingu fyrir Aftur, þeirra hugmyndafræði og þykir gaman að kíkja við [í búðina] ef ég fer til Íslands," segir Thelma. A post shared by Thelma (@thelmasteimann) on May 4, 2017 at 9:57pm PDT
Mest lesið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira