Eurovision-sérfræðingar í setti: „Strangt til tekið gætum við haldið keppnina“ Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 5. maí 2017 20:00 Þeir Páll Óskar og Flosi mættu í sérstakan upphitunarþátt fyrir Eurovision á Stöð 2. vísir/egill Á þriðjudagskvöldið stígur Svala Björgvinsdóttir á svið úti í Úkraínu og flytur lagið Paper fyrir hönd íslensku þjóðarinnar í Eurovision. Svala er þrettánda í röðinni og er eftirvæntingin orðin mikil fyrir kvöldinu hjá landanum. Eins og alltaf er bjartsýnin mikil fyrir íslenska atriðinu og virðast Íslendingar spá því að Svala komist upp úr fyrri undanriðlinum. Sérstakur upphitunarþáttur fyrir Eurovision var á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10 í kvöld, og var þátturinn í umsjón Stefáns Árna Pálssonar og Benedikts Bóas, en sérfræðingar Stöðvar 2 voru að þessu sinni Páll Óskar Hjálmtýsson og Flosi Jón Ófeigsson, sem er í stjórn FÁSES.Hefur viðhorfið gagnvart keppninni breyst?„Þegar ég var sex ára þá byrjaði ég að leika bakraddardansana og syngja með á öllum tungumálum og ég var kannski ekki var við það að þetta væri kannski eitthvað nördaáhugamál. Eftir því sem maður var eldri, þá sá maður það að pabbarnir voru kannski ekki tilbúnir að viðurkenna það að þeir væru að horfa á þetta. Samt höfðu allir skoðanir á Eurovision,“ segir Flosi og bætir við að þetta hafi í raun allt breyst þegar Páll Óskar steig á sviðið í Dyflinni árið 1997 í Dublin. „Þá höfðu sko allir skoðanir á þessari keppni og þá áttaði ég mig á því að ég elska þetta show.“ „Ég hitti Svölu um daginn og gaf henni bara eitt heillarráð, og það var að syngja inn í myndavélina. Það er pínulítið fríkað að vera inni í svona risasal með þúsundir áhorfenda sem eru að öskra og æpa út í eitt, en það sem þér ber að gera er að syngja inn í þessa myndavél sem er fyrir framan þig,“ segir Páll Óskar en hann vill meina að Eurovision sé einn risastór sjónvarpsþáttur. „Það er myndavélin sem skiptir máli, ekki öskrin og lætin í kringum þig. Eurovision er sjónvarpsþáttur sem í rauninni gæti virkað í frekar litlu rými. Þessir þúsundir áhorfenda, öll ljósin og allt það er í rauninni skraut.“Gæti því Ísland haldið keppnina án áhorfenda og bara fyrir sjónvarp?„Strangt til tekið gætum við haldið keppnina. Við eigum Kórinn og þú getur búið til flottan sjónvarpsþátt í Kórnum. Færri komast að en vilja, en samt höfum við þennan glugga. Við höfum komist í annað sætið eins og hefur sýnt sig. Við náðum fjórða sætinu með Stjórninni. Á meðan lagið er gott og flutningurinn heppnast þúsund prósent hverja einustu sekúndu, þá eigum við sama séns.“ Flosi segir að Páll Óskar hafi í raun breytt þessari keppni fyrir tuttugu árum. „Ég hef oft heyrt í aðdáendum Eurovision um heim allan og þeir segja margir að hans flutningur hafi opnað hjartað þeirra. Hann breytti líka bara tónlistarþemanu sem var í gangi í keppninni á þessum tíma, því keppnin var á leiðinni frekar niður á við.“ Þeir voru báðir á því að Ítalir myndu vinna keppnina og að Svala Björgvinsdóttir færi áfram í keppninni á þriðjudagskvöldið.Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. Eurovision Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Á þriðjudagskvöldið stígur Svala Björgvinsdóttir á svið úti í Úkraínu og flytur lagið Paper fyrir hönd íslensku þjóðarinnar í Eurovision. Svala er þrettánda í röðinni og er eftirvæntingin orðin mikil fyrir kvöldinu hjá landanum. Eins og alltaf er bjartsýnin mikil fyrir íslenska atriðinu og virðast Íslendingar spá því að Svala komist upp úr fyrri undanriðlinum. Sérstakur upphitunarþáttur fyrir Eurovision var á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10 í kvöld, og var þátturinn í umsjón Stefáns Árna Pálssonar og Benedikts Bóas, en sérfræðingar Stöðvar 2 voru að þessu sinni Páll Óskar Hjálmtýsson og Flosi Jón Ófeigsson, sem er í stjórn FÁSES.Hefur viðhorfið gagnvart keppninni breyst?„Þegar ég var sex ára þá byrjaði ég að leika bakraddardansana og syngja með á öllum tungumálum og ég var kannski ekki var við það að þetta væri kannski eitthvað nördaáhugamál. Eftir því sem maður var eldri, þá sá maður það að pabbarnir voru kannski ekki tilbúnir að viðurkenna það að þeir væru að horfa á þetta. Samt höfðu allir skoðanir á Eurovision,“ segir Flosi og bætir við að þetta hafi í raun allt breyst þegar Páll Óskar steig á sviðið í Dyflinni árið 1997 í Dublin. „Þá höfðu sko allir skoðanir á þessari keppni og þá áttaði ég mig á því að ég elska þetta show.“ „Ég hitti Svölu um daginn og gaf henni bara eitt heillarráð, og það var að syngja inn í myndavélina. Það er pínulítið fríkað að vera inni í svona risasal með þúsundir áhorfenda sem eru að öskra og æpa út í eitt, en það sem þér ber að gera er að syngja inn í þessa myndavél sem er fyrir framan þig,“ segir Páll Óskar en hann vill meina að Eurovision sé einn risastór sjónvarpsþáttur. „Það er myndavélin sem skiptir máli, ekki öskrin og lætin í kringum þig. Eurovision er sjónvarpsþáttur sem í rauninni gæti virkað í frekar litlu rými. Þessir þúsundir áhorfenda, öll ljósin og allt það er í rauninni skraut.“Gæti því Ísland haldið keppnina án áhorfenda og bara fyrir sjónvarp?„Strangt til tekið gætum við haldið keppnina. Við eigum Kórinn og þú getur búið til flottan sjónvarpsþátt í Kórnum. Færri komast að en vilja, en samt höfum við þennan glugga. Við höfum komist í annað sætið eins og hefur sýnt sig. Við náðum fjórða sætinu með Stjórninni. Á meðan lagið er gott og flutningurinn heppnast þúsund prósent hverja einustu sekúndu, þá eigum við sama séns.“ Flosi segir að Páll Óskar hafi í raun breytt þessari keppni fyrir tuttugu árum. „Ég hef oft heyrt í aðdáendum Eurovision um heim allan og þeir segja margir að hans flutningur hafi opnað hjartað þeirra. Hann breytti líka bara tónlistarþemanu sem var í gangi í keppninni á þessum tíma, því keppnin var á leiðinni frekar niður á við.“ Þeir voru báðir á því að Ítalir myndu vinna keppnina og að Svala Björgvinsdóttir færi áfram í keppninni á þriðjudagskvöldið.Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.
Eurovision Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira