Verkefni dagsins Frosti Logason skrifar 4. maí 2017 07:00 Lengi vel bjó ég við svokallaða gluggaumslagafóbíu. Ég gat bara ekki fengið mig til þess að opna gluggaumslög. Ekki af því ég skuldaði einhverju smálánafyrirtæki eða væri með allt niður um mig. Það var ekki þannig. Ég hef bara aldrei þolað gluggaumslög. Ég er heldur enginn sérstakur aðdáandi þeirra í dag. En fyrir einhverjum árum síðan ákvað ég að taka mig á í þessum málum og mæta gluggapóstinum þá og þegar hann lét sjá sig í póstkassanum. Í stuttu máli hefur þetta haft jákvæð áhrif á sálarlíf mitt. Í hvert skipti sem ég opna gluggaumslag kemur í ljós að þar er ekkert að óttast og ef þar er eitthvað sem ég þarf að bregðast við hef ég tækifæri til að gera það í tæka tíð. Niðurstaðan er að mér líður alltaf aðeins betur heldur en þegar ég ýti á undan mér verkefnum dagsins. Þetta eru svo sem engin geimvísindi. En ég held að þetta eigi við um mjög mörg okkar. Við höfum oft tilhneigingu til að fresta verkefnum dagsins. Að taka til á skrifborðinu. Taka til í geymslunni. Fara með bílinn í þvott og þrífa hann að innan. Þetta eru allt verkefni sem manni finnst best að gera á morgun. Ég velti stundum fyrir mér hvar ég væri staddur í dag ef ég mundi aldrei fresta neinu. Það væri áhugavert. Ef ég tæki næstu tíu ár í það að ganga í öll verkefni um leið og þau kæmu upp. Vegna þess að í hvert skipti sem maður tekst á við eitthvað sem maður annaðhvort óttast eða vill fresta verður maður alltaf örlítið sterkari. Það er bara þannig. Hvernig yrði líf þitt eftir tíu ár af því að fresta aldrei neinu? Hugsaðu aðeins um það. Það er notaleg tilhugsun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Lengi vel bjó ég við svokallaða gluggaumslagafóbíu. Ég gat bara ekki fengið mig til þess að opna gluggaumslög. Ekki af því ég skuldaði einhverju smálánafyrirtæki eða væri með allt niður um mig. Það var ekki þannig. Ég hef bara aldrei þolað gluggaumslög. Ég er heldur enginn sérstakur aðdáandi þeirra í dag. En fyrir einhverjum árum síðan ákvað ég að taka mig á í þessum málum og mæta gluggapóstinum þá og þegar hann lét sjá sig í póstkassanum. Í stuttu máli hefur þetta haft jákvæð áhrif á sálarlíf mitt. Í hvert skipti sem ég opna gluggaumslag kemur í ljós að þar er ekkert að óttast og ef þar er eitthvað sem ég þarf að bregðast við hef ég tækifæri til að gera það í tæka tíð. Niðurstaðan er að mér líður alltaf aðeins betur heldur en þegar ég ýti á undan mér verkefnum dagsins. Þetta eru svo sem engin geimvísindi. En ég held að þetta eigi við um mjög mörg okkar. Við höfum oft tilhneigingu til að fresta verkefnum dagsins. Að taka til á skrifborðinu. Taka til í geymslunni. Fara með bílinn í þvott og þrífa hann að innan. Þetta eru allt verkefni sem manni finnst best að gera á morgun. Ég velti stundum fyrir mér hvar ég væri staddur í dag ef ég mundi aldrei fresta neinu. Það væri áhugavert. Ef ég tæki næstu tíu ár í það að ganga í öll verkefni um leið og þau kæmu upp. Vegna þess að í hvert skipti sem maður tekst á við eitthvað sem maður annaðhvort óttast eða vill fresta verður maður alltaf örlítið sterkari. Það er bara þannig. Hvernig yrði líf þitt eftir tíu ár af því að fresta aldrei neinu? Hugsaðu aðeins um það. Það er notaleg tilhugsun.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun