Góð tilfinning að hitta alla þessa flinku kokka Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2017 09:45 Ylfa hefur nóg að gera, bæði á eigin veitingastað og með kokkalandsliðinu. Vísir/GVA Mestu máli skiptir að hafa brennandi áhuga á matreiðslu, gott auga fyrir fínum mat og vilja til að verja 90 prósentum af frítímanum sínum í undirbúning,“ segir Ylfa Helgadóttir, nýráðinn þjálfari kokkalandsliðsins, um æskilega hæfileika liðsmanna. Hún kveðst njóta þess að hafa góðan meðþjálfara og greiðan aðgang að þeim sem stýrt hafi liðinu áður. Ylfa er yfirmatreiðslumaður á Kopar og einn af eigendum. Hún hefur verið í landsliði kokka frá 2013 og áður í ungliðahreyfingu þeirra, meðal annars formaður um tíma. Tólf eru í liðinu hverju sinni, það er orðið fullskipað. Kynjaskiptingin er svipuð og í kokkabransanum, karlmenn í miklum meirihluta, að sögn Ylfu. Heimsmeistaramótin eru haldin annað hvert ár og undirbúningstímabilið stendur í eitt og hálft ár, þar sem fyrstu mánuðirnir fara í hugmyndavinnu. Næsta keppni verður í nóvember 2018 í Lúxemborg. „Keppnin skiptist í tvo hluta,“ lýsir Ylfa. „Annars vegar kalt borð þar sem maturinn er allur hlaupborinn svo hann líti vel út. Það atriði er tekið sérstaklega til dóms og krefst æfingar. Hinn hlutinn er aðeins hefðbundnari. Þar líkjum við eftir veitingastað þar sem 100 manns koma í þriggja rétta máltíð. Við skiptumst á að vinna í kalda borðinu og heita. Þetta er mikið fyrirtæki og krefst góðs skipulags en margar hendur vinna létt verk.“ Ylfa var tekin í kokkalandsliðið fyrir fjórum árum á sama tíma og hún var að opna Kopar við Reykjavíkurhöfn. „Ég óttaðist að eiga eftir að staðna í starfi og því var tilhugsunin um að hitta alla þessu flinku kokka einu sinni til tvisvar í mánuði góð, fyrir utan að kynnast öðrum í sama bransa erlendis,“ segir hún og leggur áherslu á ómetanlegan vinskap og tengsl sem fylgi því að vera í liðinu þó um krefjandi sjálfboðastarf sé að ræða. „Matreiðslan er þungur bransi með mikilli vinnu og maður nær ekki að stunda mikið félagslíf almennt, en í liðinu hef ég tengst fólki með sama áhugasvið.“ Kokkalandsliðið Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Mestu máli skiptir að hafa brennandi áhuga á matreiðslu, gott auga fyrir fínum mat og vilja til að verja 90 prósentum af frítímanum sínum í undirbúning,“ segir Ylfa Helgadóttir, nýráðinn þjálfari kokkalandsliðsins, um æskilega hæfileika liðsmanna. Hún kveðst njóta þess að hafa góðan meðþjálfara og greiðan aðgang að þeim sem stýrt hafi liðinu áður. Ylfa er yfirmatreiðslumaður á Kopar og einn af eigendum. Hún hefur verið í landsliði kokka frá 2013 og áður í ungliðahreyfingu þeirra, meðal annars formaður um tíma. Tólf eru í liðinu hverju sinni, það er orðið fullskipað. Kynjaskiptingin er svipuð og í kokkabransanum, karlmenn í miklum meirihluta, að sögn Ylfu. Heimsmeistaramótin eru haldin annað hvert ár og undirbúningstímabilið stendur í eitt og hálft ár, þar sem fyrstu mánuðirnir fara í hugmyndavinnu. Næsta keppni verður í nóvember 2018 í Lúxemborg. „Keppnin skiptist í tvo hluta,“ lýsir Ylfa. „Annars vegar kalt borð þar sem maturinn er allur hlaupborinn svo hann líti vel út. Það atriði er tekið sérstaklega til dóms og krefst æfingar. Hinn hlutinn er aðeins hefðbundnari. Þar líkjum við eftir veitingastað þar sem 100 manns koma í þriggja rétta máltíð. Við skiptumst á að vinna í kalda borðinu og heita. Þetta er mikið fyrirtæki og krefst góðs skipulags en margar hendur vinna létt verk.“ Ylfa var tekin í kokkalandsliðið fyrir fjórum árum á sama tíma og hún var að opna Kopar við Reykjavíkurhöfn. „Ég óttaðist að eiga eftir að staðna í starfi og því var tilhugsunin um að hitta alla þessu flinku kokka einu sinni til tvisvar í mánuði góð, fyrir utan að kynnast öðrum í sama bransa erlendis,“ segir hún og leggur áherslu á ómetanlegan vinskap og tengsl sem fylgi því að vera í liðinu þó um krefjandi sjálfboðastarf sé að ræða. „Matreiðslan er þungur bransi með mikilli vinnu og maður nær ekki að stunda mikið félagslíf almennt, en í liðinu hef ég tengst fólki með sama áhugasvið.“
Kokkalandsliðið Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira