Þrír til viðbótar sýknaðir af ákæru um hatursorðræðu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. maí 2017 19:37 Alls voru átta manns ákærðir fyrir hatursorðræðu í apríl síðastliðnum. Fimm hafa verið sýknaðir á síðastliðnum vikum. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði á föstudag þrjá menn af ákæru um hatursorðræðu, en þeir voru allir ákærðir fyrir ummæli sem þeir létu falla í tengslum við hinsegin fræðslu í grunnskólum í Hafnarfirði. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gaf út ákærur á hendur átta manns í apríl í fyrra sem vörðuðu ummæli sem látin voru falla á opinberum vettvangi og tengdust hinsegin fræðslunni. Tveir voru sýknaðir af slíkum ákærum í síðasta mánuði; þeir Jón Valur Jensson og Pétur Gunnlaugsson. Í ákærunum voru ummælin sögð innihalda háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra.Prestar eigi að sinna ákveðnu hlutverki Einn þessara manna, sem er prestur, var ákærður fyrir eftirfarandi ummæli sem skrifuð voru á Facebook:„Hlutlausa kynfræðslu á veita í skólum en ALDREI réttlæta ónáttúrulega kynhegðan fyrir saklausum börnum og kalla það sem er óeðlileg eðlilegt!!!“Hann neitaði sök fyrir dómi, en viðurkenndi að hafa skrifað og birt umrædd ummæli. Hann sagðist hafa, sem prestur, verið reiður eftir að prestum og trúnni hafi verið hent út úr skólum bæði í Reykjavík og Hafnarfirði. Skýrði hann það álit sitt að prestar ættu að sinna ákveðnu hlutverki en tók fram að honum væri ekki í nöp við samkynhneigða. Hann hafi aðeins beint sjónum sínum að bæjarstjórninni og hinsegin fræðslunni. Þá vilji hann leyfa börnum að vera börn þar til þau væru komin undir tólf ára aldur og að kynfræðsla eigi að vera hlutlaus.„Ógeðslegt" Annar maður var ákærður fyrir skrif sín inni á athugasemdakerfi Vísis við frétt um hinsegin fræðsluna, en ummæli hans voru eftirfarandi:„Við hlustendur útvarps Sögu kærum okkur ekki um neinar fjandans útskýringar Óskars Steins á þessari kynvillu. Þetta er ógeðslegt. Að innræta í börn hvernig kynvillingar eðla sig í rúminu. Óskar Steinn getur þess vegna setið heima hjá sér heldur en að troða sér inn á útvarp Sögu. Þvílíkt ógeð.“Hann neitaði sök en viðurkenndi að hafa skrifað ummælin, sem vörðuðu Óskar Stein Ómarsson, ritara Samfylkingarinnar og formann Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Sagðist maðurinn hafa haft áhuga á málefninu og tekið þátt í skoðanaskiptum og skrifað um þetta þar sem hann hafi verð ósáttur. Ekki hafi hann reiknað með því að ummæli hans hefðu þau áhrif sem lýst er í ákæru, þ.e að um sé að ræða háð, rógburð eða smánun.„Allir japlandi á typpasleikjóum" Sá þriðji skrifaði eftirfarandi færslu á Facebook:„Hvar væri þjóðin ef ekki væri fyrir þig? Allir labbandi í G streng og japlandi á typpasleikjóum. Það þarf bara að gera þessa klámkalla að tunnumönnum á öfuguggatogara. Þessi yfirvöld eru á villigötum. Það tekur annar hver maður í dag trollið inn að aftan!“Þriðji maðurinn neitaði jafnframt sök. Hann kvað ummælin frá sér komin og sagði að tilefni þeirra ætti rætur að rekja til atburðar sem átti sér stað í gleðigöngunni árið áður. Þá hafi skrif hans verið stuðningur við opna umræður sem eigi alltaf rétt á sér hvort sem hún væri sanngjörn eða ósanngjörn og að hluti skrifanna hafi verið líkindamál.Opinber umræða hafi iðulega í för með sér óþægindi Einn og sami dómarinn var í málunum þremur, Guðjón St. Marteinsson, en hann segir í niðurstöðu sinni að opinber umræða um hvað eina í lýðræðisþjóðfélagi hafi iðulega í för með sér ýmiss konar óþægindi fyrir einstaklinga og eða hópa fólks. „Fólk móðgast, hneykslast eða reiðist, telur á sig hallað, telur á sér brotið og svo framvegis. Þetta er óhjákvæmilegur fylgifiskur opinberrar umræðu í lýðræðisþjóðfélagi,” segir Guðjón. Mat hann það þar af leiðandi sem svo að gegn eindreginni neitun sé ósannað að mennirnir hafi haft ásetning til að hafa ásetning til að hafa þau áhrif með skrifum sínum sem lýst er í ákærunni. Tengdar fréttir Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Pétur Gunnlaugsson segir málið á hendur sér hneyksli og margir hafi brugðist tjáningarfrelsinu þegar á reyndi. 10. apríl 2017 10:22 Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58 Jón Valur sýknaður: „Ætla ekki að láta þagga neitt niður í mér“ Jón Valur Jensson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sýknaður af ákæru um hatursorðræðu. 24. apríl 2017 11:44 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði á föstudag þrjá menn af ákæru um hatursorðræðu, en þeir voru allir ákærðir fyrir ummæli sem þeir létu falla í tengslum við hinsegin fræðslu í grunnskólum í Hafnarfirði. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gaf út ákærur á hendur átta manns í apríl í fyrra sem vörðuðu ummæli sem látin voru falla á opinberum vettvangi og tengdust hinsegin fræðslunni. Tveir voru sýknaðir af slíkum ákærum í síðasta mánuði; þeir Jón Valur Jensson og Pétur Gunnlaugsson. Í ákærunum voru ummælin sögð innihalda háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra.Prestar eigi að sinna ákveðnu hlutverki Einn þessara manna, sem er prestur, var ákærður fyrir eftirfarandi ummæli sem skrifuð voru á Facebook:„Hlutlausa kynfræðslu á veita í skólum en ALDREI réttlæta ónáttúrulega kynhegðan fyrir saklausum börnum og kalla það sem er óeðlileg eðlilegt!!!“Hann neitaði sök fyrir dómi, en viðurkenndi að hafa skrifað og birt umrædd ummæli. Hann sagðist hafa, sem prestur, verið reiður eftir að prestum og trúnni hafi verið hent út úr skólum bæði í Reykjavík og Hafnarfirði. Skýrði hann það álit sitt að prestar ættu að sinna ákveðnu hlutverki en tók fram að honum væri ekki í nöp við samkynhneigða. Hann hafi aðeins beint sjónum sínum að bæjarstjórninni og hinsegin fræðslunni. Þá vilji hann leyfa börnum að vera börn þar til þau væru komin undir tólf ára aldur og að kynfræðsla eigi að vera hlutlaus.„Ógeðslegt" Annar maður var ákærður fyrir skrif sín inni á athugasemdakerfi Vísis við frétt um hinsegin fræðsluna, en ummæli hans voru eftirfarandi:„Við hlustendur útvarps Sögu kærum okkur ekki um neinar fjandans útskýringar Óskars Steins á þessari kynvillu. Þetta er ógeðslegt. Að innræta í börn hvernig kynvillingar eðla sig í rúminu. Óskar Steinn getur þess vegna setið heima hjá sér heldur en að troða sér inn á útvarp Sögu. Þvílíkt ógeð.“Hann neitaði sök en viðurkenndi að hafa skrifað ummælin, sem vörðuðu Óskar Stein Ómarsson, ritara Samfylkingarinnar og formann Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Sagðist maðurinn hafa haft áhuga á málefninu og tekið þátt í skoðanaskiptum og skrifað um þetta þar sem hann hafi verð ósáttur. Ekki hafi hann reiknað með því að ummæli hans hefðu þau áhrif sem lýst er í ákæru, þ.e að um sé að ræða háð, rógburð eða smánun.„Allir japlandi á typpasleikjóum" Sá þriðji skrifaði eftirfarandi færslu á Facebook:„Hvar væri þjóðin ef ekki væri fyrir þig? Allir labbandi í G streng og japlandi á typpasleikjóum. Það þarf bara að gera þessa klámkalla að tunnumönnum á öfuguggatogara. Þessi yfirvöld eru á villigötum. Það tekur annar hver maður í dag trollið inn að aftan!“Þriðji maðurinn neitaði jafnframt sök. Hann kvað ummælin frá sér komin og sagði að tilefni þeirra ætti rætur að rekja til atburðar sem átti sér stað í gleðigöngunni árið áður. Þá hafi skrif hans verið stuðningur við opna umræður sem eigi alltaf rétt á sér hvort sem hún væri sanngjörn eða ósanngjörn og að hluti skrifanna hafi verið líkindamál.Opinber umræða hafi iðulega í för með sér óþægindi Einn og sami dómarinn var í málunum þremur, Guðjón St. Marteinsson, en hann segir í niðurstöðu sinni að opinber umræða um hvað eina í lýðræðisþjóðfélagi hafi iðulega í för með sér ýmiss konar óþægindi fyrir einstaklinga og eða hópa fólks. „Fólk móðgast, hneykslast eða reiðist, telur á sig hallað, telur á sér brotið og svo framvegis. Þetta er óhjákvæmilegur fylgifiskur opinberrar umræðu í lýðræðisþjóðfélagi,” segir Guðjón. Mat hann það þar af leiðandi sem svo að gegn eindreginni neitun sé ósannað að mennirnir hafi haft ásetning til að hafa ásetning til að hafa þau áhrif með skrifum sínum sem lýst er í ákærunni.
Tengdar fréttir Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Pétur Gunnlaugsson segir málið á hendur sér hneyksli og margir hafi brugðist tjáningarfrelsinu þegar á reyndi. 10. apríl 2017 10:22 Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58 Jón Valur sýknaður: „Ætla ekki að láta þagga neitt niður í mér“ Jón Valur Jensson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sýknaður af ákæru um hatursorðræðu. 24. apríl 2017 11:44 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Pétur Gunnlaugsson segir málið á hendur sér hneyksli og margir hafi brugðist tjáningarfrelsinu þegar á reyndi. 10. apríl 2017 10:22
Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58
Jón Valur sýknaður: „Ætla ekki að láta þagga neitt niður í mér“ Jón Valur Jensson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sýknaður af ákæru um hatursorðræðu. 24. apríl 2017 11:44