Utanríkisráðherra segir 25 ára EES samning enn standa fyrir sínu Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2017 13:06 Utanríkisráðherra segir samninginn um evrópska efnahagssvæðið, EES, enn standa fyrir sínu og gagnast Íslendingum vel. En í dag eru 25 ár frá því þrjú af fjórum aðildarríkjum EFTA skrifuðu undir samninginn við Evrópusambandið. Hinn 2. maí árið 1992 skrifuðu EFTA ríkin Ísland, Noregur og Liectenstein undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið í Óportó í Portúgal, en fjórða EFTA ríkið, Sviss, ákvað að vera ekki með og gerði tvíhliða samning við Evrópusambandið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir samninginn enn halda gildi sínu tuttugu og fimm árum síðar. „Hann hefur reynst Íslendingum mjög vel. Við erum í kjöraðstöðu. Bæði með því að hafa aðgang að markaði Evrópu og sömuleiðis getum við tekið eigin ákvarðanir um hvernig við viljum móta samskipti við þau ríki sem standa utan Evrópusambandsins,“ segir Guðlaugur Þór. Samningurinn tryggir óheftan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, tryggir frjálsa för fólks og fjármagns milli ríkjanna og tryggir Íslendingum aðgang að menntastofnunum og ýmsum styrkjum innan Evrópusambandsins. Sömuleiðis hafa íbúar Evrópusambandsins rétt á að leita sér vinnu hér á landi og geta ferðast hingað og búið hér hindrunarlaust.Var það mikil framsýni á sínum tíma hjá þeim sem þá voru við völd að gera Íslendinga aðila að þessum samningi? „Já, ég held að við getum óhrædd sagt að við eigum þeim sem keyrðu þetta í gegn á sínum tíma sem var ekki átakalaust, mikið að þakka,“ segir utanríkisráðherra. Eins og utanríkisráðherra minntist á var samningurinn ekki samþykktur átakalaust. Íslendingar hófu þátttöku í aðildarviðræðum undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra, í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar 1991 lýsti forysta Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins hins vegar yfir andstöðu við EES samninginn. Það varð til þess að Alþýðuflokkurinn fór í stjórn með Sjálfstæðisflokknum þótt ríkisstjórn flokkanna þriggja hafi haldið velli í kosningunum. Í dag eru miklar hræringar í Evrópu og breytingar hafa átt sér stað á þeim 25 árum sem liðin eru frá því EES samningurinn var gerður.Er samningurinn enn jafn góður og þegar hann var undirritaður eða þarf að huga að einhverjum aðlögunum eða breytingum á honum? „Hann stendur algerlega fyrir sínu og framkvæmd hans hefur gengið mjög vel. Flest af því sem fólk er óánægt með núna innan Evrópusambandsins er eitthvað sem tengist okkur ekki. Vegna þess að við erum eingöngu aðilar að þeim samningum sem snúa að EES en ekki þeim samningum sem er hvað mest deilt á innan Evrópusambandsins.“Þannig að það þarf ekki að gera neinar breytingar á samningum? „Nei, það er ekkert aðkallandi í því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Utanríkisráðherra segir samninginn um evrópska efnahagssvæðið, EES, enn standa fyrir sínu og gagnast Íslendingum vel. En í dag eru 25 ár frá því þrjú af fjórum aðildarríkjum EFTA skrifuðu undir samninginn við Evrópusambandið. Hinn 2. maí árið 1992 skrifuðu EFTA ríkin Ísland, Noregur og Liectenstein undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið í Óportó í Portúgal, en fjórða EFTA ríkið, Sviss, ákvað að vera ekki með og gerði tvíhliða samning við Evrópusambandið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir samninginn enn halda gildi sínu tuttugu og fimm árum síðar. „Hann hefur reynst Íslendingum mjög vel. Við erum í kjöraðstöðu. Bæði með því að hafa aðgang að markaði Evrópu og sömuleiðis getum við tekið eigin ákvarðanir um hvernig við viljum móta samskipti við þau ríki sem standa utan Evrópusambandsins,“ segir Guðlaugur Þór. Samningurinn tryggir óheftan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, tryggir frjálsa för fólks og fjármagns milli ríkjanna og tryggir Íslendingum aðgang að menntastofnunum og ýmsum styrkjum innan Evrópusambandsins. Sömuleiðis hafa íbúar Evrópusambandsins rétt á að leita sér vinnu hér á landi og geta ferðast hingað og búið hér hindrunarlaust.Var það mikil framsýni á sínum tíma hjá þeim sem þá voru við völd að gera Íslendinga aðila að þessum samningi? „Já, ég held að við getum óhrædd sagt að við eigum þeim sem keyrðu þetta í gegn á sínum tíma sem var ekki átakalaust, mikið að þakka,“ segir utanríkisráðherra. Eins og utanríkisráðherra minntist á var samningurinn ekki samþykktur átakalaust. Íslendingar hófu þátttöku í aðildarviðræðum undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra, í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar 1991 lýsti forysta Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins hins vegar yfir andstöðu við EES samninginn. Það varð til þess að Alþýðuflokkurinn fór í stjórn með Sjálfstæðisflokknum þótt ríkisstjórn flokkanna þriggja hafi haldið velli í kosningunum. Í dag eru miklar hræringar í Evrópu og breytingar hafa átt sér stað á þeim 25 árum sem liðin eru frá því EES samningurinn var gerður.Er samningurinn enn jafn góður og þegar hann var undirritaður eða þarf að huga að einhverjum aðlögunum eða breytingum á honum? „Hann stendur algerlega fyrir sínu og framkvæmd hans hefur gengið mjög vel. Flest af því sem fólk er óánægt með núna innan Evrópusambandsins er eitthvað sem tengist okkur ekki. Vegna þess að við erum eingöngu aðilar að þeim samningum sem snúa að EES en ekki þeim samningum sem er hvað mest deilt á innan Evrópusambandsins.“Þannig að það þarf ekki að gera neinar breytingar á samningum? „Nei, það er ekkert aðkallandi í því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira