Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. maí 2017 20:00 Ágúst Örn Ingason er 21 árs menntaskólanemi sem hefur síðustu vikur fengið undarleg skilaboð frá smálánafyrirtækinu Hraðpeningar. Í tveimur skilaboðum er Ágústi bent á að hann eigi tuttugu þúsund krónur eftir af heimildinni sem hann geti nýtt þegar honum hentar. Ágúst segir þetta undarlegt þar sem hann eigi enga heimild hjá fyrirtækinu enda hafi hann aldrei átt í viðskiptum við það. Í skilaboðum sem Ágúst fékk í vikunni er hann ávarpaður með nafni og svo boðið að svara skilaboðunum og hann fái tuttugu þúsund króna lán um hæl. Í skriflegu svari frá stjórnendum Hraðpeninga kemur fram að aðeins notendur sem hafa verið í viðskiptum eða nýskráð sig hjá þeim fái skilaboðin. Ágúst segir þetta ekki rétt. „Ég veit um alla vega þrjá stráka sem fengu nákvæmlega eins sms. Þeir hafa hvorki skráð sig á póstlista né skráð sig hjá þessu fyrirtæki," segir hann.Hér má sjá skilboðin sem Ágúst hefur fengið - óumbeðiðEf Hraðpeningar geta ekki sannað að viðkomandi hafi skráð sig á póstlista eða leyft með einhverjum hætti sendingu skilaboða er fyrirtækið að brjóta fjarskiptalög um óumbeðin fjarskipti. Einnig er verið að skoða hjá Neytendastofu hvort fyrirtækið brjóti lög um neytendalán með því að bjóða lán án þess að öll skilyrði og kostnaður séu tekin fram en þetta er í fyrsta skipti sem svona mál kemur á borð stofnunarinnar.„Algjörlega siðlaust“ Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu, segir ekki hægt að taka afstöðu til þess á þessu stigi hvort þetta tiltekna sms brjóti gegn ákvæðum laganna. „Við þurfum að fara í gegnum alla meðferðina og skoða hvort önnur samskipti hafi átt sér stað áður. Lögin um neytendalán gera mjög ríka upplýsingaskyldu á lánveitendur þannig að við þurfum að fara yfir þetta frá grunni," segir Matthildur. Formaður Neytendasamtakanna segir skilaboðin á kolsvörtu svæði. „Þetta er algjörlega siðlaust. Það er ekki hægt annað en að fordæma svona vinnubrögð. Ég vildi óska þess að stjórnvöld sæi til þess með einhverjum ráðum að þessi smálánastarfsemi fengi ekki þrifist hér á Íslandi," segir Ólafur. Stjórnendur Hraðpeninga veittu ekki kost á viðtali við vinnslu fréttarinnar en eins og áður sagði sendi fyrirtækið svör við spurningum fréttamanns. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Ágúst Örn Ingason er 21 árs menntaskólanemi sem hefur síðustu vikur fengið undarleg skilaboð frá smálánafyrirtækinu Hraðpeningar. Í tveimur skilaboðum er Ágústi bent á að hann eigi tuttugu þúsund krónur eftir af heimildinni sem hann geti nýtt þegar honum hentar. Ágúst segir þetta undarlegt þar sem hann eigi enga heimild hjá fyrirtækinu enda hafi hann aldrei átt í viðskiptum við það. Í skilaboðum sem Ágúst fékk í vikunni er hann ávarpaður með nafni og svo boðið að svara skilaboðunum og hann fái tuttugu þúsund króna lán um hæl. Í skriflegu svari frá stjórnendum Hraðpeninga kemur fram að aðeins notendur sem hafa verið í viðskiptum eða nýskráð sig hjá þeim fái skilaboðin. Ágúst segir þetta ekki rétt. „Ég veit um alla vega þrjá stráka sem fengu nákvæmlega eins sms. Þeir hafa hvorki skráð sig á póstlista né skráð sig hjá þessu fyrirtæki," segir hann.Hér má sjá skilboðin sem Ágúst hefur fengið - óumbeðiðEf Hraðpeningar geta ekki sannað að viðkomandi hafi skráð sig á póstlista eða leyft með einhverjum hætti sendingu skilaboða er fyrirtækið að brjóta fjarskiptalög um óumbeðin fjarskipti. Einnig er verið að skoða hjá Neytendastofu hvort fyrirtækið brjóti lög um neytendalán með því að bjóða lán án þess að öll skilyrði og kostnaður séu tekin fram en þetta er í fyrsta skipti sem svona mál kemur á borð stofnunarinnar.„Algjörlega siðlaust“ Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu, segir ekki hægt að taka afstöðu til þess á þessu stigi hvort þetta tiltekna sms brjóti gegn ákvæðum laganna. „Við þurfum að fara í gegnum alla meðferðina og skoða hvort önnur samskipti hafi átt sér stað áður. Lögin um neytendalán gera mjög ríka upplýsingaskyldu á lánveitendur þannig að við þurfum að fara yfir þetta frá grunni," segir Matthildur. Formaður Neytendasamtakanna segir skilaboðin á kolsvörtu svæði. „Þetta er algjörlega siðlaust. Það er ekki hægt annað en að fordæma svona vinnubrögð. Ég vildi óska þess að stjórnvöld sæi til þess með einhverjum ráðum að þessi smálánastarfsemi fengi ekki þrifist hér á Íslandi," segir Ólafur. Stjórnendur Hraðpeninga veittu ekki kost á viðtali við vinnslu fréttarinnar en eins og áður sagði sendi fyrirtækið svör við spurningum fréttamanns.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira