Margs konar gögn sýna að Ólafur Ólafsson sagði rangt frá Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2017 19:15 Ólafur Ólafsson. Vísir/Eyþór Í skýrslu rannsóknarnefndar um sölu Búnaðarbankans er ítrekað sýnt fram á aðkomu og vitneskju Ólafs Ólafssonar um baksamninga Kaupþings, þýska bankans Hauck & Aufhauser og aflandsfélagsins Welling og Partners, sem Ólafur sagðist í gær ekkert kannast við. Aflandsfélagið greiddi aflandsfélagi í eigu Ólafs milljarða króna vegna hagnaðar af kaupunum á Búnaðarbankanum. Það er óhætt að segja að málflutningur Ólafs Ólafssonar fyrir þingnefnd í gær undrar flesta þá sem sem lesið hafa skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um sölu Búnaðarbankans. Í fyrsta lagi sagði hann baksamninga vegna kaupanna ekki koma sölu ríkisins á bankanum við og í öðru lagi að hann vissi ekkert um tilurð aflandsfélagins Welling og Partners, sem greiddi honum þúsundir milljóna vegna kaupanna. Ólafur gerði mikið úr því á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær að það hafi ekki verið skilyrði að hálfu ríkisins við söluna á Búnaðarbankanum að erlendur banki eða fjárfestir kæmi að kaupunum. Það er hins vegar stutt með ýmsum skjalfestum hætti í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að það atriði skipti máli við val á kaupanda og að á síðustu stundu tókst Eglu, eignarhaldsfélagi S-hópsins, að fá nafn þýska bankans Hauck & Aufhauser inn í kaupsamninginn. Í aðdraganda kaupanna í lok árs 2002 og byrjun árs 2003 eru síðan margvíslegar sönnur færðar á þá atburðarás að Kaupþing, sem var lítil fjármálastofnun, lánaði aflandsfélagi, Welling og Partners sem bankinn átti sjálfur, 34 milljónir dollara sem lagðar voru inn á reikning hjá Hauck & Aufhauser. Þá eru raktir tölupóstar til Ólafs, þar sem fram kemur að hann er augljóslega með í ráðum við stofnun Welling og Partners, meðal annars með bókun fundar í Frankfurt með honum og „Lundanum,“ sem var dulnefni yfir Kaupþing og fulltrúum Hauck & Aufhauser um baksamninga vegna kaupanna á Búnaðarbankanum. Þá er augljóst af gögnum rannsóknarnefndarinnar að greiðsla Hauck & Aufhauser á meintum hlut bankans í Eglu og Búnaðarbankanum, kom af reikningi Welling og Partners í þýska bankanum. Í baksamningum var kveðið á um skiptingu hagnaðar af kaupunum á Búnaðarbankanum sem annars vegar leiddi til 57,5 milljón dollara greiðslu til aflandsfélagsins Marine Choice í eigu Ólafs og hins vegar til 46,5 milljóna dollara til Dekhill, sem enginn veit hver á en rannsóknarnefndin telur líklegt í ljósi atburða að tengist Kaupþingi. Aðrir hluthafar í Búnaðarbankanum njóta einskis af arðinum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær kom efnislega ekkert nýtt fram hjá Ólafi, til að mynda í svari hans við eftirfarandi spurningu Lilju Alfreðsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins:Segjum að þú kannist ekkert við Welling og Partners, þekkir ekkert til þess hvernig þessar lánveitingar voru og allt það. En finnst þér sjálfum þetta ekki svolítið grunsamlegt? „Mér finnst persónulega, það sem að mér snýr, að allt sem að við gerðum í S hópnum og Eglu hafi verið samkvæmt bókinni. Samningar sem Hauck & Aufhauser og Kaupþing gerðu sín á milli er alfarið á þeirra ábyrgð,“ sagði Ólafur Ólafsson. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Í skýrslu rannsóknarnefndar um sölu Búnaðarbankans er ítrekað sýnt fram á aðkomu og vitneskju Ólafs Ólafssonar um baksamninga Kaupþings, þýska bankans Hauck & Aufhauser og aflandsfélagsins Welling og Partners, sem Ólafur sagðist í gær ekkert kannast við. Aflandsfélagið greiddi aflandsfélagi í eigu Ólafs milljarða króna vegna hagnaðar af kaupunum á Búnaðarbankanum. Það er óhætt að segja að málflutningur Ólafs Ólafssonar fyrir þingnefnd í gær undrar flesta þá sem sem lesið hafa skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um sölu Búnaðarbankans. Í fyrsta lagi sagði hann baksamninga vegna kaupanna ekki koma sölu ríkisins á bankanum við og í öðru lagi að hann vissi ekkert um tilurð aflandsfélagins Welling og Partners, sem greiddi honum þúsundir milljóna vegna kaupanna. Ólafur gerði mikið úr því á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær að það hafi ekki verið skilyrði að hálfu ríkisins við söluna á Búnaðarbankanum að erlendur banki eða fjárfestir kæmi að kaupunum. Það er hins vegar stutt með ýmsum skjalfestum hætti í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að það atriði skipti máli við val á kaupanda og að á síðustu stundu tókst Eglu, eignarhaldsfélagi S-hópsins, að fá nafn þýska bankans Hauck & Aufhauser inn í kaupsamninginn. Í aðdraganda kaupanna í lok árs 2002 og byrjun árs 2003 eru síðan margvíslegar sönnur færðar á þá atburðarás að Kaupþing, sem var lítil fjármálastofnun, lánaði aflandsfélagi, Welling og Partners sem bankinn átti sjálfur, 34 milljónir dollara sem lagðar voru inn á reikning hjá Hauck & Aufhauser. Þá eru raktir tölupóstar til Ólafs, þar sem fram kemur að hann er augljóslega með í ráðum við stofnun Welling og Partners, meðal annars með bókun fundar í Frankfurt með honum og „Lundanum,“ sem var dulnefni yfir Kaupþing og fulltrúum Hauck & Aufhauser um baksamninga vegna kaupanna á Búnaðarbankanum. Þá er augljóst af gögnum rannsóknarnefndarinnar að greiðsla Hauck & Aufhauser á meintum hlut bankans í Eglu og Búnaðarbankanum, kom af reikningi Welling og Partners í þýska bankanum. Í baksamningum var kveðið á um skiptingu hagnaðar af kaupunum á Búnaðarbankanum sem annars vegar leiddi til 57,5 milljón dollara greiðslu til aflandsfélagsins Marine Choice í eigu Ólafs og hins vegar til 46,5 milljóna dollara til Dekhill, sem enginn veit hver á en rannsóknarnefndin telur líklegt í ljósi atburða að tengist Kaupþingi. Aðrir hluthafar í Búnaðarbankanum njóta einskis af arðinum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær kom efnislega ekkert nýtt fram hjá Ólafi, til að mynda í svari hans við eftirfarandi spurningu Lilju Alfreðsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins:Segjum að þú kannist ekkert við Welling og Partners, þekkir ekkert til þess hvernig þessar lánveitingar voru og allt það. En finnst þér sjálfum þetta ekki svolítið grunsamlegt? „Mér finnst persónulega, það sem að mér snýr, að allt sem að við gerðum í S hópnum og Eglu hafi verið samkvæmt bókinni. Samningar sem Hauck & Aufhauser og Kaupþing gerðu sín á milli er alfarið á þeirra ábyrgð,“ sagði Ólafur Ólafsson.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent