Klífa sitt eigið Everest og styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. maí 2017 16:45 Guðrún Harpa Bjarnadóttir fór ásamt Fjallafélaginu upp í grunnbúðir Everest síðastliðinn nóvember og stofnaði í kjölfarið Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls. Mynd/Guðrún Harpa. Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. Markmiðið er að hvetja fólk til að skora á sjálft sig og afla í leiðinni fjár fyrir samtökin, sem styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms. „Fyrsta markmiðið er að afla fjár fyrir samtökin en annað er að hvetja fólk til hreyfingar og útivistar. Við erum að hvetja fólk til að skora á sjálft sig og fjölskylduna og fara út fyrir þægindarammann. Við köllum það að klífa sitt eigið Everest. Það eiga allir sitt eigið Everest sem væri gaman að klífa og mismunandi hvert Everestið er. Fyrir suma getur verið næg áskorun að fara eina ferð upp Úlfarsfell og fyrir aðra þarf það ekki að vera mikil áskorun,“ segir Guðrún Harpa Bjarnadóttir, sem stofnaði Íslandsdeild samtakanna, í samtali við Vísi. Ætlunin er að dagurinn verði fjölskylduskemmtun og var ætlunin að þau tengdust fjallgöngu vegna þess hvaða þýðingu Nepal hefur meðal fjallgöngufólks. Eins og fyrr segir styrkja samtökin fátækar stúlkur í Nepal til náms. Það kostar að meðaltali um 20þúsund íslenskar krónur fyrir hverja stúlku að stunda nám í grunnskóla í eitt ár. Í þeirri upphæð eru innifalin skólagjöld, ritföng, skólabúningur og annað sem þarf í námið. Samtökin styrkja tæplega 300 börn víðs vegar í Nepal.Fjórtán tímar í fjallgöngu Fjáröflunin fer annars vegar fram með skráningargjaldi og hins vegar með áheitasöfnun. Skráningargjaldið er 5.900 krónur á hverja fjölskyldu óháð barnafjölda og aðrir safna áheitum í sínu nafni. „Það er misjafnt hvernig fólk hefur útfært það hjá sér. Einn sem á tvær dætur segir að hans markmið sé að safna því sem þarf til að mennta tvær stelpur því hann á tvær stelpur. Ein á fjórar bróðurdætur, hana langar að safna peningum sem myndu duga til að mennta fjórar stelpur, þannig það eru ýmsir vinklar sem fólk hefur á þessari söfnun.“ Viðburðurinn er á Uppstigningardag, sem verður að teljast afar viðeigandi. Einhverjir göngugarpar ætla að vera á göngu allan daginn í fjórtán klukkutíma. „Þeir sem verða í því verða á ferðinni frá 9 um morguninn til 11 um kvöldið og við erum að vonast til að ná kannski tíu ferðum á þeim tíma. En það er gert ráð fyrir að flestir fari eina til tvær ferðir. Við höfum hvatt fólk til að koma og vera á bilinu 12 til 4 þannig það verði sem flestir á ferðinni á þeim tíma. Þá myndast mikil orka í fjallinu og skemmtileg stemning.“Nánari upplýsingar um viðburðinn er hægt að nálgast hér. Nepal Tengdar fréttir Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. Markmiðið er að hvetja fólk til að skora á sjálft sig og afla í leiðinni fjár fyrir samtökin, sem styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms. „Fyrsta markmiðið er að afla fjár fyrir samtökin en annað er að hvetja fólk til hreyfingar og útivistar. Við erum að hvetja fólk til að skora á sjálft sig og fjölskylduna og fara út fyrir þægindarammann. Við köllum það að klífa sitt eigið Everest. Það eiga allir sitt eigið Everest sem væri gaman að klífa og mismunandi hvert Everestið er. Fyrir suma getur verið næg áskorun að fara eina ferð upp Úlfarsfell og fyrir aðra þarf það ekki að vera mikil áskorun,“ segir Guðrún Harpa Bjarnadóttir, sem stofnaði Íslandsdeild samtakanna, í samtali við Vísi. Ætlunin er að dagurinn verði fjölskylduskemmtun og var ætlunin að þau tengdust fjallgöngu vegna þess hvaða þýðingu Nepal hefur meðal fjallgöngufólks. Eins og fyrr segir styrkja samtökin fátækar stúlkur í Nepal til náms. Það kostar að meðaltali um 20þúsund íslenskar krónur fyrir hverja stúlku að stunda nám í grunnskóla í eitt ár. Í þeirri upphæð eru innifalin skólagjöld, ritföng, skólabúningur og annað sem þarf í námið. Samtökin styrkja tæplega 300 börn víðs vegar í Nepal.Fjórtán tímar í fjallgöngu Fjáröflunin fer annars vegar fram með skráningargjaldi og hins vegar með áheitasöfnun. Skráningargjaldið er 5.900 krónur á hverja fjölskyldu óháð barnafjölda og aðrir safna áheitum í sínu nafni. „Það er misjafnt hvernig fólk hefur útfært það hjá sér. Einn sem á tvær dætur segir að hans markmið sé að safna því sem þarf til að mennta tvær stelpur því hann á tvær stelpur. Ein á fjórar bróðurdætur, hana langar að safna peningum sem myndu duga til að mennta fjórar stelpur, þannig það eru ýmsir vinklar sem fólk hefur á þessari söfnun.“ Viðburðurinn er á Uppstigningardag, sem verður að teljast afar viðeigandi. Einhverjir göngugarpar ætla að vera á göngu allan daginn í fjórtán klukkutíma. „Þeir sem verða í því verða á ferðinni frá 9 um morguninn til 11 um kvöldið og við erum að vonast til að ná kannski tíu ferðum á þeim tíma. En það er gert ráð fyrir að flestir fari eina til tvær ferðir. Við höfum hvatt fólk til að koma og vera á bilinu 12 til 4 þannig það verði sem flestir á ferðinni á þeim tíma. Þá myndast mikil orka í fjallinu og skemmtileg stemning.“Nánari upplýsingar um viðburðinn er hægt að nálgast hér.
Nepal Tengdar fréttir Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15