Torfi Geirmundsson er látinn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. maí 2017 22:45 Torfi Geirmundsson á Hárhorninu við Hlemm. Vísir/Vilhelm Torfi Geirmundsson rakari er látinn, 67 ára að aldri. Torfi lést aðfaranótt laugardags eftir skammær veikindi. Hann rak Hárhornið við Hlemm frá árinu 1997. Hann starfaði við hárgreiðslu í áratugi, síðustu ár og áratugi með eigin stofu en áður hafði hann meðal annars starfað við hárgreiðslu hjá Þjóðleikhúsinu. Þá sat hann í ýmsum nefndum, var formaður fræðslunefndar í háriðnum og kenndi við meistaranám í hársnyrtiiðn við Iðnskólann í Reykjavík. Áður en Torfi gerðist rakari var hann til sjós og starfaði hjá Landhelgisgæslunni. Fjölmargir hafa minnst Torfa á Facebook í dag og í kvöld en Mikael Torfason rithöfundur greindi frá andláti föður síns á Facebook síðu sinni í gærkvöldi. Þar segir hann að Torfi hafi verið innritaður á Landspítalanum fyrir fimm vikum síðan. „Pabbi var alltaf stór í sniðum og lifði síðustu ár eins og kóngur á Hárhorninu við Hlemm. Rakari fram á síðasta dag og hann gaf og lánaði klippingar og neitaði að hækka verðið þótt það væri lægra en nokkurs staðar. Hann var einstakur maður og einu sinni kom ég og ætlaði að fá lánaðan bílinn hjá honum til að útrétta. Ég vann rétt hjá rakarastofunni en það kom á pabba við þessa beiðni. Hann hafði nefnilega lánað frönskum ferðalangi bílinn yfir helgina án þess að vita frekari deili á honum önnur en þau að sá franski sagðist eiga von á unnustu til landsins. Pabba fannst fáránlegt annað en að hann tæki bílinn til að sýna sinni heittelskuðu Ísland og sagði honum að skila honum bara einhvern tíma í næstu viku,“ skrifar Mikael meðal annars. Torfi Geirmundsson verður jarðsunginn fimmtudaginn 18. maí frá Árbæjarkirkju. Tengdar fréttir Umhverfisvænt og ódýrara að raka sig með rakhníf „Þetta er bara svo karlmannlegt. Að skafa á sér kjammann. Upp á gamla mátann. Í stað þess að sitja inni í stofu og snyrta á sér neglurnar eins og femínisti,“ segir Torfi Geirmundsson rakari stríðnislegur í röddinni. 26. júní 2008 00:01 Rakarinn fagnar nýrri aðferð gegn skalla Ný rannsókn, svokölluð vampíruaðferð, gefur nýja von gegn skalla; vandamáli sem fylgt hefur mannkyni frá örófi alda. Torfi Geirmundsson hársskeri fagnar þessu að vonum og sér fyrir sér að meira verði að gera á rakarastofunni. 6. maí 2013 10:08 Góðærisbragur á jólaklippingum „Það er mun meira að gera í ár heldur en í fyrra,“ segir Torfi Geirmundsson rakari um jólaverktíðina þetta árið. 24. desember 2015 07:00 Erfitt að örva vöxt Það er lítið hægt að gera til þess að örva skeggvöxt, en menn geta gert ýmislegt til þess að gera skeggið fallegra. Þetta segir Torfi Geirmundsson hársnyrtir. Það styttist í að marsmánuður gangi í garð og það þýðir að Mottumars hefjist, en það er átak sem blásið hefur verið til árlega til að vekja athygli á þeim krabbameinum sem herja á karla. 28. febrúar 2012 20:19 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Torfi Geirmundsson rakari er látinn, 67 ára að aldri. Torfi lést aðfaranótt laugardags eftir skammær veikindi. Hann rak Hárhornið við Hlemm frá árinu 1997. Hann starfaði við hárgreiðslu í áratugi, síðustu ár og áratugi með eigin stofu en áður hafði hann meðal annars starfað við hárgreiðslu hjá Þjóðleikhúsinu. Þá sat hann í ýmsum nefndum, var formaður fræðslunefndar í háriðnum og kenndi við meistaranám í hársnyrtiiðn við Iðnskólann í Reykjavík. Áður en Torfi gerðist rakari var hann til sjós og starfaði hjá Landhelgisgæslunni. Fjölmargir hafa minnst Torfa á Facebook í dag og í kvöld en Mikael Torfason rithöfundur greindi frá andláti föður síns á Facebook síðu sinni í gærkvöldi. Þar segir hann að Torfi hafi verið innritaður á Landspítalanum fyrir fimm vikum síðan. „Pabbi var alltaf stór í sniðum og lifði síðustu ár eins og kóngur á Hárhorninu við Hlemm. Rakari fram á síðasta dag og hann gaf og lánaði klippingar og neitaði að hækka verðið þótt það væri lægra en nokkurs staðar. Hann var einstakur maður og einu sinni kom ég og ætlaði að fá lánaðan bílinn hjá honum til að útrétta. Ég vann rétt hjá rakarastofunni en það kom á pabba við þessa beiðni. Hann hafði nefnilega lánað frönskum ferðalangi bílinn yfir helgina án þess að vita frekari deili á honum önnur en þau að sá franski sagðist eiga von á unnustu til landsins. Pabba fannst fáránlegt annað en að hann tæki bílinn til að sýna sinni heittelskuðu Ísland og sagði honum að skila honum bara einhvern tíma í næstu viku,“ skrifar Mikael meðal annars. Torfi Geirmundsson verður jarðsunginn fimmtudaginn 18. maí frá Árbæjarkirkju.
Tengdar fréttir Umhverfisvænt og ódýrara að raka sig með rakhníf „Þetta er bara svo karlmannlegt. Að skafa á sér kjammann. Upp á gamla mátann. Í stað þess að sitja inni í stofu og snyrta á sér neglurnar eins og femínisti,“ segir Torfi Geirmundsson rakari stríðnislegur í röddinni. 26. júní 2008 00:01 Rakarinn fagnar nýrri aðferð gegn skalla Ný rannsókn, svokölluð vampíruaðferð, gefur nýja von gegn skalla; vandamáli sem fylgt hefur mannkyni frá örófi alda. Torfi Geirmundsson hársskeri fagnar þessu að vonum og sér fyrir sér að meira verði að gera á rakarastofunni. 6. maí 2013 10:08 Góðærisbragur á jólaklippingum „Það er mun meira að gera í ár heldur en í fyrra,“ segir Torfi Geirmundsson rakari um jólaverktíðina þetta árið. 24. desember 2015 07:00 Erfitt að örva vöxt Það er lítið hægt að gera til þess að örva skeggvöxt, en menn geta gert ýmislegt til þess að gera skeggið fallegra. Þetta segir Torfi Geirmundsson hársnyrtir. Það styttist í að marsmánuður gangi í garð og það þýðir að Mottumars hefjist, en það er átak sem blásið hefur verið til árlega til að vekja athygli á þeim krabbameinum sem herja á karla. 28. febrúar 2012 20:19 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Umhverfisvænt og ódýrara að raka sig með rakhníf „Þetta er bara svo karlmannlegt. Að skafa á sér kjammann. Upp á gamla mátann. Í stað þess að sitja inni í stofu og snyrta á sér neglurnar eins og femínisti,“ segir Torfi Geirmundsson rakari stríðnislegur í röddinni. 26. júní 2008 00:01
Rakarinn fagnar nýrri aðferð gegn skalla Ný rannsókn, svokölluð vampíruaðferð, gefur nýja von gegn skalla; vandamáli sem fylgt hefur mannkyni frá örófi alda. Torfi Geirmundsson hársskeri fagnar þessu að vonum og sér fyrir sér að meira verði að gera á rakarastofunni. 6. maí 2013 10:08
Góðærisbragur á jólaklippingum „Það er mun meira að gera í ár heldur en í fyrra,“ segir Torfi Geirmundsson rakari um jólaverktíðina þetta árið. 24. desember 2015 07:00
Erfitt að örva vöxt Það er lítið hægt að gera til þess að örva skeggvöxt, en menn geta gert ýmislegt til þess að gera skeggið fallegra. Þetta segir Torfi Geirmundsson hársnyrtir. Það styttist í að marsmánuður gangi í garð og það þýðir að Mottumars hefjist, en það er átak sem blásið hefur verið til árlega til að vekja athygli á þeim krabbameinum sem herja á karla. 28. febrúar 2012 20:19