Einkareknir fjölmiðlar í mun verri stöðu en áður Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. maí 2017 06:00 Mjög hefur þrengt að einkareknum fjölmiðlum á undanförnum árum. vísir/ernir Full ástæða er til að skoða stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í kjölfar gjörbreytts rekstrarumhverfis fjölmiðla. Þetta telja ráðherra og fyrrverandi útvarpsstjóri. Mjög hefur þrengt að einkareknum fjölmiðlum á undanförnum árum. Munar þar miklu um aukna samkeppni frá erlendum fjöl- og samfélagsmiðlum og þá er reglulega rætt um þátt RÚV. Samkeppnin hefur tekið sinn toll en á dögunum stöðvaðist útgáfa Fréttatímans og þá standa Pressan og DV afar höllum fæti. „Ég taldi rétt að takmarka hlut RÚV á auglýsingamarkaði en það naut ekki stuðnings á sínum tíma og hlaut ekki brautargengi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra. Þorgerður segir að það sé mikilvægt að hafa fjölbreytta flóru frjálsra fjölmiðla og þeir lifi ekki af án þess að hafa aðgang að auglýsingafjármagni. „Yfirburðastaða RÚV er mikil eins og staðan er í dag. Ég tel að það sé ekki óeðlilegt að gera þá kröfu, líkt og á Norðurlöndunum, að ríkisfjölmiðlar séu ekki á auglýsingamarkaði. Þá tel ég einnig rétt að auka fjármagn til heimilda- og sjónvarpsmyndasjóðsins,“ segir Þorgerður. „Það liggur alveg ljóst fyrir að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur stórversnað síðustu ár og við sjáum þess ýmis merki hér,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ríkisútvarpsstjóri. Bendir Páll meðal annars á að fjarskiptafyrirtæki hafi tekið yfir ljósvakamiðla og að fjölmiðlafyrirtæki í hinum sígilda skilningi séu á undanhaldi. Hlutur afþreyingarmiðla sé nú meiri, oft á kostnað hefðbundinna fréttamiðla. „Nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla á að skila af sér á næstunni og í framhaldi af því er óhjákvæmilegt að ræða stöðuna á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Bæði hvernig þeim einkareknu reiðir af og samhliða því að skoða stöðu RÚV enda tengjast þessir þættir,“ segir Páll. „Ég ætla hins vegar að geyma stærri yfirlýsingar þar til skýrslan liggur fyrir.“ Páll vísar þarna til nefndar sem Illugi Gunnarsson skipaði á síðasta ári en áætlað er að hún skili af sér um næstu mánaðamót. „Ein af meginstoðum lýðræðisins eru frjálsir, óháðir fjölmiðlar og þessi þróun er hættuleg því. Því var lagt í þessa vinnu,“ segir Illugi. Ekki náðist í Kristján Þór Júlíusson, ráðherra mennta- og menningarmála, við vinnslu fréttarinnar. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill þverpólitíska nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla Illugi Gunnarsson hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um að stofnuð verði þverpólitísk nefnd um málefni fjölmiðla. 20. september 2016 15:55 Pressan fékk lán en ekki hlutafé Fjárfestar sem ætluðu að taka þátt í hlutafjáraukningu Pressunnar hafa dregið sig til baka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Full ástæða er til að skoða stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í kjölfar gjörbreytts rekstrarumhverfis fjölmiðla. Þetta telja ráðherra og fyrrverandi útvarpsstjóri. Mjög hefur þrengt að einkareknum fjölmiðlum á undanförnum árum. Munar þar miklu um aukna samkeppni frá erlendum fjöl- og samfélagsmiðlum og þá er reglulega rætt um þátt RÚV. Samkeppnin hefur tekið sinn toll en á dögunum stöðvaðist útgáfa Fréttatímans og þá standa Pressan og DV afar höllum fæti. „Ég taldi rétt að takmarka hlut RÚV á auglýsingamarkaði en það naut ekki stuðnings á sínum tíma og hlaut ekki brautargengi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra. Þorgerður segir að það sé mikilvægt að hafa fjölbreytta flóru frjálsra fjölmiðla og þeir lifi ekki af án þess að hafa aðgang að auglýsingafjármagni. „Yfirburðastaða RÚV er mikil eins og staðan er í dag. Ég tel að það sé ekki óeðlilegt að gera þá kröfu, líkt og á Norðurlöndunum, að ríkisfjölmiðlar séu ekki á auglýsingamarkaði. Þá tel ég einnig rétt að auka fjármagn til heimilda- og sjónvarpsmyndasjóðsins,“ segir Þorgerður. „Það liggur alveg ljóst fyrir að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur stórversnað síðustu ár og við sjáum þess ýmis merki hér,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ríkisútvarpsstjóri. Bendir Páll meðal annars á að fjarskiptafyrirtæki hafi tekið yfir ljósvakamiðla og að fjölmiðlafyrirtæki í hinum sígilda skilningi séu á undanhaldi. Hlutur afþreyingarmiðla sé nú meiri, oft á kostnað hefðbundinna fréttamiðla. „Nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla á að skila af sér á næstunni og í framhaldi af því er óhjákvæmilegt að ræða stöðuna á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Bæði hvernig þeim einkareknu reiðir af og samhliða því að skoða stöðu RÚV enda tengjast þessir þættir,“ segir Páll. „Ég ætla hins vegar að geyma stærri yfirlýsingar þar til skýrslan liggur fyrir.“ Páll vísar þarna til nefndar sem Illugi Gunnarsson skipaði á síðasta ári en áætlað er að hún skili af sér um næstu mánaðamót. „Ein af meginstoðum lýðræðisins eru frjálsir, óháðir fjölmiðlar og þessi þróun er hættuleg því. Því var lagt í þessa vinnu,“ segir Illugi. Ekki náðist í Kristján Þór Júlíusson, ráðherra mennta- og menningarmála, við vinnslu fréttarinnar.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill þverpólitíska nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla Illugi Gunnarsson hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um að stofnuð verði þverpólitísk nefnd um málefni fjölmiðla. 20. september 2016 15:55 Pressan fékk lán en ekki hlutafé Fjárfestar sem ætluðu að taka þátt í hlutafjáraukningu Pressunnar hafa dregið sig til baka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Vill þverpólitíska nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla Illugi Gunnarsson hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um að stofnuð verði þverpólitísk nefnd um málefni fjölmiðla. 20. september 2016 15:55
Pressan fékk lán en ekki hlutafé Fjárfestar sem ætluðu að taka þátt í hlutafjáraukningu Pressunnar hafa dregið sig til baka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 13. maí 2017 07:00