Portúgal á toppnum: Tár, bros og takkaskór Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 14. maí 2017 19:30 „Portúgalska þjóðin sameinaðist með þessu lagi,“ segir Pedro Miguel de Almeida, portúgalskur blaðamaður. Portúgalski hjartaknúsarinn Salvador Sobral kom, sá og sigraði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær. Hann ásamt systur sinni og höfundi sigurlagsins, Luísa Sobral, hlutu alls 758 stig í keppninni í gær. Íslendingar hrifust einnig af systkinunum og fékk Portúgal 12 stig frá Íslandi. „Þetta lag er með einstakan boðskap, svo sterkan að öll Evrópu heyrði hann. Það er hægt að ná öllu fram með ást og við fundum fyrir ást frá Evrópu.“ „Hann var með mikil skilaboð að nú skildum við hætta þessum umbúðum og fara bara að semja alvöru tónlist,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Kænugarði. „Það er svolítið magnað að síðustu tvö ár hafa lög með mjög sterk skilaboð unnið. Sennilega fara allir jazzarar á Íslandi að semja lag fyrir næsta ár.“ „Ég er gríðarlega ánægður og ég vona að lagið verði til þess að keppnin fari aftur í alvöru lagagerð og söng,“ segir Heider Ines, portúgalskur blaðamaður. Það voru ekki allir alveg sáttir með úrslit gærkvöldsins. „Auðvitað erum við nokkuð ánægðir með áttunda sætið en við erum samt mjög ósátt við dómnefndirnar í Evrópu,“ segir Ungverjinn Gábor Vðrðs, útvarpsmaður og sjónvarpsmaður frá Ungverjalandi. „Ég var skil þetta ekki og ég er nokkuð viss um að allir séu mjög ánægðir með það að Eurovision verði á næsta ári í Lissabon en ég var að fá símtal frá yfirmanni mínum sem tilkynnti mér að hann hefði ekki efni á því að senda mig til Portúgals á næsta ári.“ Portúgalskir fjölmiðlamenn hvöttu alla Evrópu til þess að flytja sín lög á móðurmálinu. „Það er rosalega gaman að sjá að lög sem eru sungin á móðurmálinu er að gera það svona rosalega gott. Ef íslenskir lagahöfundar vilja gera það þá er það bara alveg frábært. Ég á líf er kannski besta dæmið, það er bara það lag sem hefur gengið hvað best undanfarin ár.“ Portúgal vann EM í Frakklandi í knattspyrnu á síðasta ári og er þjóðin því algjörlega á toppnum í Evrópu í dag. Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
„Portúgalska þjóðin sameinaðist með þessu lagi,“ segir Pedro Miguel de Almeida, portúgalskur blaðamaður. Portúgalski hjartaknúsarinn Salvador Sobral kom, sá og sigraði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær. Hann ásamt systur sinni og höfundi sigurlagsins, Luísa Sobral, hlutu alls 758 stig í keppninni í gær. Íslendingar hrifust einnig af systkinunum og fékk Portúgal 12 stig frá Íslandi. „Þetta lag er með einstakan boðskap, svo sterkan að öll Evrópu heyrði hann. Það er hægt að ná öllu fram með ást og við fundum fyrir ást frá Evrópu.“ „Hann var með mikil skilaboð að nú skildum við hætta þessum umbúðum og fara bara að semja alvöru tónlist,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Kænugarði. „Það er svolítið magnað að síðustu tvö ár hafa lög með mjög sterk skilaboð unnið. Sennilega fara allir jazzarar á Íslandi að semja lag fyrir næsta ár.“ „Ég er gríðarlega ánægður og ég vona að lagið verði til þess að keppnin fari aftur í alvöru lagagerð og söng,“ segir Heider Ines, portúgalskur blaðamaður. Það voru ekki allir alveg sáttir með úrslit gærkvöldsins. „Auðvitað erum við nokkuð ánægðir með áttunda sætið en við erum samt mjög ósátt við dómnefndirnar í Evrópu,“ segir Ungverjinn Gábor Vðrðs, útvarpsmaður og sjónvarpsmaður frá Ungverjalandi. „Ég var skil þetta ekki og ég er nokkuð viss um að allir séu mjög ánægðir með það að Eurovision verði á næsta ári í Lissabon en ég var að fá símtal frá yfirmanni mínum sem tilkynnti mér að hann hefði ekki efni á því að senda mig til Portúgals á næsta ári.“ Portúgalskir fjölmiðlamenn hvöttu alla Evrópu til þess að flytja sín lög á móðurmálinu. „Það er rosalega gaman að sjá að lög sem eru sungin á móðurmálinu er að gera það svona rosalega gott. Ef íslenskir lagahöfundar vilja gera það þá er það bara alveg frábært. Ég á líf er kannski besta dæmið, það er bara það lag sem hefur gengið hvað best undanfarin ár.“ Portúgal vann EM í Frakklandi í knattspyrnu á síðasta ári og er þjóðin því algjörlega á toppnum í Evrópu í dag.
Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira