Kristján Þór: Eðlilegt að starfsmenn hafi áhyggjur af stöðunni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2017 13:21 Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra. Vísir/Pjetur Krstján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segist ekki geta fullyrt um að starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla muni halda sinni réttarstöðu sem opinberir starfsmenn ef af sameiningu Tækniskólans og FÁ verður. Hann skilji efasemdir þeirra og áhyggjur. „Þetta er atriði sem ég verð að vísa til að sé í skoðun. Það er eðlilega afar viðkvæmt þegar verið er að færa til fólk á milli opinbera kerfisins og inn í eitthvert annað umhverfi þar sem skóli er rekinn af einkahlutafélagi. Þá er mjög eðlilegt að uppi séu efasemdir og áhyggjur fólks af sinni réttarstöðu,” sagði Kristján Þór í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Fyrirhuguð sameining skólanna tveggja hefur verið umdeild, en Tækniskólinn er einkarekinn á meðan FÁ er í eigu hins opinbera. Bæði starfsmenn og nemendur fjölbrautaskólans hafa lýst yfir áhyggjum auk þess sem fólk segist ósátt við að hafa ekki verið upplýst um áformin. Þá er stjórnarandstaðan sömuleiðis ósátt við að málið hafi ekki komið til kasta þingsins fyrr. Ákvörðunarvaldið liggur hins vegar hjá Kristjáni Þór, lögum samkvæmt. Kristján segir umræðu um málið hafa farið of snemma af stað en að á sama tíma hafi vinna við áformin tekið of langan tíma. „Mikil ósköp hefði verið hægt að fara öðruvísi að. […] Málið fór bara í þennan farveg og hefði verið miklu æskilegra að geta gert þetta með öðrum hætti og kynnt það.” Ótímabær umræða hafi hins vegar engin áhrif á áformin. „Áform mín eru að skoða kosti og galla við að sameina þessa skóla. Sú vinna er í gangi. Þess vegna finnst mér oft í umræðunni að men gefi sér oft fyrirfram niðurstöðu af svona vinnu, að hún sé annað hvort góð eða slæm og umræðan hefur gengið út á það að finna allt til foráttu án þess að fólk sem að markvisst hafi tekið þátt í umræðunni hafi yfir höfuð snefil af upplýsingum um námið á báðum stöðum eða þeim möguleikum, eða vilji ræða möguleikana sem felast í þessu tækifæri,” segir hann. Þá segir hann næstu skref að halda þessari vinnu áfram og finna út hvernig hægt sé að takast á við þær áskoranir sem framhaldsskólakerfið standi frammi fyrir. Nemendum fari fækkandi og að ljóst sé að hátta þurfi kennslu með öðrum hætti. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira
Krstján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segist ekki geta fullyrt um að starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla muni halda sinni réttarstöðu sem opinberir starfsmenn ef af sameiningu Tækniskólans og FÁ verður. Hann skilji efasemdir þeirra og áhyggjur. „Þetta er atriði sem ég verð að vísa til að sé í skoðun. Það er eðlilega afar viðkvæmt þegar verið er að færa til fólk á milli opinbera kerfisins og inn í eitthvert annað umhverfi þar sem skóli er rekinn af einkahlutafélagi. Þá er mjög eðlilegt að uppi séu efasemdir og áhyggjur fólks af sinni réttarstöðu,” sagði Kristján Þór í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Fyrirhuguð sameining skólanna tveggja hefur verið umdeild, en Tækniskólinn er einkarekinn á meðan FÁ er í eigu hins opinbera. Bæði starfsmenn og nemendur fjölbrautaskólans hafa lýst yfir áhyggjum auk þess sem fólk segist ósátt við að hafa ekki verið upplýst um áformin. Þá er stjórnarandstaðan sömuleiðis ósátt við að málið hafi ekki komið til kasta þingsins fyrr. Ákvörðunarvaldið liggur hins vegar hjá Kristjáni Þór, lögum samkvæmt. Kristján segir umræðu um málið hafa farið of snemma af stað en að á sama tíma hafi vinna við áformin tekið of langan tíma. „Mikil ósköp hefði verið hægt að fara öðruvísi að. […] Málið fór bara í þennan farveg og hefði verið miklu æskilegra að geta gert þetta með öðrum hætti og kynnt það.” Ótímabær umræða hafi hins vegar engin áhrif á áformin. „Áform mín eru að skoða kosti og galla við að sameina þessa skóla. Sú vinna er í gangi. Þess vegna finnst mér oft í umræðunni að men gefi sér oft fyrirfram niðurstöðu af svona vinnu, að hún sé annað hvort góð eða slæm og umræðan hefur gengið út á það að finna allt til foráttu án þess að fólk sem að markvisst hafi tekið þátt í umræðunni hafi yfir höfuð snefil af upplýsingum um námið á báðum stöðum eða þeim möguleikum, eða vilji ræða möguleikana sem felast í þessu tækifæri,” segir hann. Þá segir hann næstu skref að halda þessari vinnu áfram og finna út hvernig hægt sé að takast á við þær áskoranir sem framhaldsskólakerfið standi frammi fyrir. Nemendum fari fækkandi og að ljóst sé að hátta þurfi kennslu með öðrum hætti.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira