Rekinn með tilþrifum Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 13. maí 2017 07:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki stjórnmálamaður. Hann kemur úr viðskiptalífinu eins og flestir vita. Tvennum sögum fer af því hvernig honum hefur tekist að ávaxta þau auðæfi sem hann erfði eftir föður sinn. Í kringum forsetakosningarnar síðastliðið haust var staðhæft að Trump hefði haft meira upp úr því að leggja fé í hlutabréfasjóði sem byggðust á bandarísku NASDAQ vísitölunni en að standa í eigin viðskiptabrölti. Með öðrum orðum, hefði betur verið heima setið en af stað farið. Enginn velkist þó í vafa um að Trump kann þá list að upphefja sjálfan sig. Hann hefur alla tíð verið áberandi á forsíðum dagblaða og glanstímarita. Frægðarsól hans reis hæst í tengslum við þáttinn The Apprentice þar sem hann réði og rak ungt og upprennandi fólk úr vinnu með miklum tilþrifum. Trump virðist ætla að halda uppteknum hætti nú þegar í Hvíta húsið er komið. Embættisverk hans vekja ávallt mikla athygli, þótt tvennum sögum fari af árangrinum. Aðferðirnar sem hann beitir í starfsmannahaldinu minna óþægilega á þjösnaskapinn, sem hann sýndi unga fólkinu í sjónvarpsþættinum forðum. Í þessari viku rak Trump stjórnanda FBI, James Comey, úr embætti með tilþrifum. Tvær ef ekki þrjár ástæður eru gefnar. Talsmenn Trumps gáfu til kynna að Comey hefði brugðist við meðferð á tölvupóstamáli Hillary Clinton. Mike Pence varaforseti tók svo sérstaklega fram að Trump hefði farið eftir ráðleggingum dómsmálaráðherra síns í málinu. Sjálfur kom Trump svo í viðtal og lét í ljós að Comey hefði þurft að taka pokann sinn vegna Rússlandsmálsins svokallaða, það er að segja þeirra ásakana að Rússar hafi á óeðlilegan hátt beitt sér fyrir því að Trump næði kjöri síðastliðið haust. Hann bætti svo við að hann hefði tekið ákvörðunina einn síns liðs og hvorki þurft leiðsögn frá dómsmálaráðherranum né nokkrum öðrum. Allt sem forsetinn sagði stangaðist á við það sem undirmenn hans höfðu áður látið út úr sér. Þetta er í annað sinn sem forstöðumanni FBI er vikið úr embætti. Fyrra tilfellið var í stjórnartíð Bills Clinton og var nokkuð óumdeilt en Jeff Sessions, sá sem var látinn fara var flæktur í net hneykslismála. Nú er réttlætingin allt önnur og persónulegri. Trump virðist hafa óttast að Comey myndi hefja rannsókn á tengslum hans sjálfs og stjórnar hans við Rússa. Ef satt reynist kembir Trump varla hærurnar á valdastóli. Í besta falli er það þó stórkostlegt áhyggjuefni að sjálfur forseti Bandaríkjanna beiti enn sömu aðferðum og hann gerði í sínum dapra sjónvarpsþætti um árið. Ýmsir höfðu áhyggjur af því að skapgerð Trumps hentaði ekki hans háa embætti. Með hverri vikunni sem líður bendir fleira til að áhyggjurnar hafi ekki verið ástæðulausar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki stjórnmálamaður. Hann kemur úr viðskiptalífinu eins og flestir vita. Tvennum sögum fer af því hvernig honum hefur tekist að ávaxta þau auðæfi sem hann erfði eftir föður sinn. Í kringum forsetakosningarnar síðastliðið haust var staðhæft að Trump hefði haft meira upp úr því að leggja fé í hlutabréfasjóði sem byggðust á bandarísku NASDAQ vísitölunni en að standa í eigin viðskiptabrölti. Með öðrum orðum, hefði betur verið heima setið en af stað farið. Enginn velkist þó í vafa um að Trump kann þá list að upphefja sjálfan sig. Hann hefur alla tíð verið áberandi á forsíðum dagblaða og glanstímarita. Frægðarsól hans reis hæst í tengslum við þáttinn The Apprentice þar sem hann réði og rak ungt og upprennandi fólk úr vinnu með miklum tilþrifum. Trump virðist ætla að halda uppteknum hætti nú þegar í Hvíta húsið er komið. Embættisverk hans vekja ávallt mikla athygli, þótt tvennum sögum fari af árangrinum. Aðferðirnar sem hann beitir í starfsmannahaldinu minna óþægilega á þjösnaskapinn, sem hann sýndi unga fólkinu í sjónvarpsþættinum forðum. Í þessari viku rak Trump stjórnanda FBI, James Comey, úr embætti með tilþrifum. Tvær ef ekki þrjár ástæður eru gefnar. Talsmenn Trumps gáfu til kynna að Comey hefði brugðist við meðferð á tölvupóstamáli Hillary Clinton. Mike Pence varaforseti tók svo sérstaklega fram að Trump hefði farið eftir ráðleggingum dómsmálaráðherra síns í málinu. Sjálfur kom Trump svo í viðtal og lét í ljós að Comey hefði þurft að taka pokann sinn vegna Rússlandsmálsins svokallaða, það er að segja þeirra ásakana að Rússar hafi á óeðlilegan hátt beitt sér fyrir því að Trump næði kjöri síðastliðið haust. Hann bætti svo við að hann hefði tekið ákvörðunina einn síns liðs og hvorki þurft leiðsögn frá dómsmálaráðherranum né nokkrum öðrum. Allt sem forsetinn sagði stangaðist á við það sem undirmenn hans höfðu áður látið út úr sér. Þetta er í annað sinn sem forstöðumanni FBI er vikið úr embætti. Fyrra tilfellið var í stjórnartíð Bills Clinton og var nokkuð óumdeilt en Jeff Sessions, sá sem var látinn fara var flæktur í net hneykslismála. Nú er réttlætingin allt önnur og persónulegri. Trump virðist hafa óttast að Comey myndi hefja rannsókn á tengslum hans sjálfs og stjórnar hans við Rússa. Ef satt reynist kembir Trump varla hærurnar á valdastóli. Í besta falli er það þó stórkostlegt áhyggjuefni að sjálfur forseti Bandaríkjanna beiti enn sömu aðferðum og hann gerði í sínum dapra sjónvarpsþætti um árið. Ýmsir höfðu áhyggjur af því að skapgerð Trumps hentaði ekki hans háa embætti. Með hverri vikunni sem líður bendir fleira til að áhyggjurnar hafi ekki verið ástæðulausar.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun