Skotsilfur Markaðarins: Mikill fengur af Marinó og vogunarsjóður vildi Keahótel Ritstjórn Markaðarins skrifar 12. maí 2017 16:15 Kviku tókst það sem mörg önnur fjármálafyrirtæki höfðu um langt skeið reynt án árangurs – að fá Marinó Örn Tryggvason til liðs við sig þar sem hann mun taka við sem aðstoðarforstjóri. Marinó hafði starfað um árabil hjá Arion banka og forverum hans, síðast sem aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar, og var einn af þeim sem Höskuldur Ólafsson treysti hvað best innan bankans. Marinó þykir einn sá færasti á sviði eignastýringar á markaði og með náin tengsl við helstu lífeyrissjóði. Vitað er að Guðmundur Þórðarson, stjórnarmaður í Kviku, og Sigurður Bollason, einn stærsti hluthafi bankans, beittu sér fyrir því að fá Marinó til bankans. Það ætlunarverk tókst – að lokum.Ekkert fararsnið Bandaríski vogunarsjóðurinn Anchorage Capital á það sameiginlegt með ýmsum öðrum í kröfuhafahópi föllnu bankanna að það er ekkert fararsnið á sjóðnum þótt búið sé að ljúka skuldaskilum. Sjóðurinn var stofnaður af fyrrverandi starfsmönnum Goldman Sachs, meðal annars Kevin Ulrich, og er stærsti kröfuhafi LBI. Hann keypti íslenska hugbúnaðarfyrirtækið LS Retal 2015 og er núna að skoða ýmis fjárfestingatækifæri á Íslandi en sjóðurinn var á meðal þeirra sem gerðu á dögunum skuldbindandi tilboð í Keahótel, eina stærstu hótelkeðju landsins.Albertína Friðbjörg Elíasdóttir var fulltrúi Akureyrarbæjar í stjórn Tækifæris.Sat í stjórninni Fullyrðingar um að Akureyrarbær hafi verið blekktur í fyrra þegar hann tók tilboði KEA í fimmtán prósenta hlut í Tækifæri á 116 milljónir halda ekki vatni. Félagið hagnaðist um 555 milljónir í fyrra og Jarðböðin við Mývatn, verðmætasta eign félagsins, mala gull. Þeir sem neita að trúa því að Akureyrarbær hafi einfaldlega tekið tilboði í lokuðu söluferli sem var of lágt gleyma því að bærinn átti fulltrúa í stjórn, Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, sem hefði betur kynnt sér reksturinn áður en salan var frágengin.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Kviku tókst það sem mörg önnur fjármálafyrirtæki höfðu um langt skeið reynt án árangurs – að fá Marinó Örn Tryggvason til liðs við sig þar sem hann mun taka við sem aðstoðarforstjóri. Marinó hafði starfað um árabil hjá Arion banka og forverum hans, síðast sem aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar, og var einn af þeim sem Höskuldur Ólafsson treysti hvað best innan bankans. Marinó þykir einn sá færasti á sviði eignastýringar á markaði og með náin tengsl við helstu lífeyrissjóði. Vitað er að Guðmundur Þórðarson, stjórnarmaður í Kviku, og Sigurður Bollason, einn stærsti hluthafi bankans, beittu sér fyrir því að fá Marinó til bankans. Það ætlunarverk tókst – að lokum.Ekkert fararsnið Bandaríski vogunarsjóðurinn Anchorage Capital á það sameiginlegt með ýmsum öðrum í kröfuhafahópi föllnu bankanna að það er ekkert fararsnið á sjóðnum þótt búið sé að ljúka skuldaskilum. Sjóðurinn var stofnaður af fyrrverandi starfsmönnum Goldman Sachs, meðal annars Kevin Ulrich, og er stærsti kröfuhafi LBI. Hann keypti íslenska hugbúnaðarfyrirtækið LS Retal 2015 og er núna að skoða ýmis fjárfestingatækifæri á Íslandi en sjóðurinn var á meðal þeirra sem gerðu á dögunum skuldbindandi tilboð í Keahótel, eina stærstu hótelkeðju landsins.Albertína Friðbjörg Elíasdóttir var fulltrúi Akureyrarbæjar í stjórn Tækifæris.Sat í stjórninni Fullyrðingar um að Akureyrarbær hafi verið blekktur í fyrra þegar hann tók tilboði KEA í fimmtán prósenta hlut í Tækifæri á 116 milljónir halda ekki vatni. Félagið hagnaðist um 555 milljónir í fyrra og Jarðböðin við Mývatn, verðmætasta eign félagsins, mala gull. Þeir sem neita að trúa því að Akureyrarbær hafi einfaldlega tekið tilboði í lokuðu söluferli sem var of lágt gleyma því að bærinn átti fulltrúa í stjórn, Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, sem hefði betur kynnt sér reksturinn áður en salan var frágengin.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira