Landinn Óttar Guðmundsson skrifar 13. maí 2017 07:00 Á undanförnum árum hafa ungir kvikmyndagerðarmenn sýnt nokkrar keimlíkar bíómyndir um lífið í litlu þorpi úti á landi. Ungur Reykvíkingur fer í heimsókn til ættingja í afskekktum firði. Þar verður hann vitni að gegndarlausu fylleríi, kynsvalli og venjulega einni jarðarför. (Allir félagar í áhugaleikhúsi staðarins fá hlutverk í þeirri senu.) Þorpsbúar eru einfalt og barnalegt fólk sem verður að hella í sig áfengi til að geta afborið fábreytileikann. Faðir drengsins er veiklundað góðmenni sem drekkur í sífellu en lofar bót og betran. Reykvíkingurinn ungi þráir bara að komast aftur heim til vina sinna í Breiðholtinu en hressist þegar hann hefur aðlagast sukkinu og samfélaginu. Venjulega er hann barinn í miðri mynd út af fallegustu stelpunni á svæðinu en jafnar sig. Lífinu úti á landi er lýst af fagmennsku jafnvel þótt leikstjórinn hafi aldrei búið utan Reykjavíkur. Höfundarnir kunna ágætlega á enskuskotið tungutak þorpsbúa. Harðgerðir sjómenn á Þingeyri tala eins og dyraverðir í 101 Reykjavík og segja fökk í tíma og ótíma. Fyrir ókunnuga er um stutt innlit í Sódómu/Gómorru að ræða. Til allrar hamingju er þó til önnur sýn af lífinu á landsbyggðinni, sjónvarpsþáttur Gísla Einarssonar, Landinn, í boði RÚV á sunnudagskvöldum. Dregin er upp merkileg mynd af fjölbreyttu og iðandi mannlífi þar sem fólk talar íslensku og hefur gaman af lífinu. Glaðbeittar húsmæður segja frá nýjungum í minjagripagerð fyrir ferðamenn. Kafari gælir við illúðlegan steinbít á hafsbotni. Ungir iðnnemar byggja timburhús með gömlu lagi og horfnum vinnuaðferðum. Fylgst er með fermingarbörnum sem baka sjálf kransakökuna. Áhorfendur fyllast þakklæti fyrir þessa fallegu og raunsönnu sýn Landans á mannlífið utan Reykjavíkur sem er í hróplegri andstöðu við staðalímyndir kvikmyndagerðarmannanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Á undanförnum árum hafa ungir kvikmyndagerðarmenn sýnt nokkrar keimlíkar bíómyndir um lífið í litlu þorpi úti á landi. Ungur Reykvíkingur fer í heimsókn til ættingja í afskekktum firði. Þar verður hann vitni að gegndarlausu fylleríi, kynsvalli og venjulega einni jarðarför. (Allir félagar í áhugaleikhúsi staðarins fá hlutverk í þeirri senu.) Þorpsbúar eru einfalt og barnalegt fólk sem verður að hella í sig áfengi til að geta afborið fábreytileikann. Faðir drengsins er veiklundað góðmenni sem drekkur í sífellu en lofar bót og betran. Reykvíkingurinn ungi þráir bara að komast aftur heim til vina sinna í Breiðholtinu en hressist þegar hann hefur aðlagast sukkinu og samfélaginu. Venjulega er hann barinn í miðri mynd út af fallegustu stelpunni á svæðinu en jafnar sig. Lífinu úti á landi er lýst af fagmennsku jafnvel þótt leikstjórinn hafi aldrei búið utan Reykjavíkur. Höfundarnir kunna ágætlega á enskuskotið tungutak þorpsbúa. Harðgerðir sjómenn á Þingeyri tala eins og dyraverðir í 101 Reykjavík og segja fökk í tíma og ótíma. Fyrir ókunnuga er um stutt innlit í Sódómu/Gómorru að ræða. Til allrar hamingju er þó til önnur sýn af lífinu á landsbyggðinni, sjónvarpsþáttur Gísla Einarssonar, Landinn, í boði RÚV á sunnudagskvöldum. Dregin er upp merkileg mynd af fjölbreyttu og iðandi mannlífi þar sem fólk talar íslensku og hefur gaman af lífinu. Glaðbeittar húsmæður segja frá nýjungum í minjagripagerð fyrir ferðamenn. Kafari gælir við illúðlegan steinbít á hafsbotni. Ungir iðnnemar byggja timburhús með gömlu lagi og horfnum vinnuaðferðum. Fylgst er með fermingarbörnum sem baka sjálf kransakökuna. Áhorfendur fyllast þakklæti fyrir þessa fallegu og raunsönnu sýn Landans á mannlífið utan Reykjavíkur sem er í hróplegri andstöðu við staðalímyndir kvikmyndagerðarmannanna.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun