Sænski sjarmörinn finnur ekki fyrir pressunni Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 12. maí 2017 09:15 Svíinn Robin Bengtsson er talinn líklegur sigurvegari í Eurovision með lagið sitt I Can't Go On. NORDICPHOTOS/GETTY Robin Bengtsson er talinn líklegur sigurvegari í Eurovision með lagið sitt I Can't Go On. Hann segist vera að njóta ferðalagsins og finnur meira fyrir gleði en pressu. „Ég er spenntur fyrir morgundeginum. Atriðið er gott og mér fannst ekkert mál að byrja í forkeppninni. Atriðið er þannig að það hentaði vel til að byrja,“ segir hjartaknúsarinn Robin Bengtsson frá Svíþjóð. Eins og venjulega er Svíum spáð góðu gengi og þótt flestir spái Ítölum sigri er meðbyrinn með laginu hans, I Can’t Go On, að aukast. Allavega hér í Kænugarði. Portúgalar eru einnig taldir líklegir til afreka. Svíar eru þyrstir í fréttir af Eurovision og flestir fjölmiðlar þaðan eru hér og hafa ekkert nema gott um sjarmatröllið að segja. „Svíar eru mjög ánægðir með hann. Ég hef talað við hann nokkrum sinnum og hann er nokkuð bjartsýnn. Hann talaði reyndar um ítalska lagið og það spá því flestir sigri þannig að ég held að ítalska lagið taki þetta,“ segir Ellinor Svensson, blaðakona frá Expressen í Svíþjóð. Sjálfur segist Robin vera pollrólegur yfir öllu fjölmiðlafárinu, bæði frá alþjóðlegum blaðamönnum og þeim sænsku.„Væntingarnar heima eru nokkuð miklar. Það eru margir sem horfa og vonast eftir góðum úrslitum. Ég finn að Svíþjóð fylgist vel með en ég finn ekki mikið fyrir pressunni. Ég er hér til að skemmta mér og vonandi öðrum og gera mitt besta í þessar þrjár mínútur sem ég hef á sviðinu.“Ellinor Svensson er blaðakona hjá Expressen í Svíþjóð.Robin varð þriðji í sænska Idol-inu fyrir níu árum. Síðan hefur ferill hans verið að hefja sig hægt og rólega á flug. Hann tók fyrst þátt í sænsku undankeppninni, Melodifestival, í fyrra með lagið Constellation Prize og varð fimmti. „Ég lít á þetta frekar sem mikinn heiður en eitthvað annað að vera hér. Þetta er ákveðinn draumur hjá mér að rætast og ég mun gera mitt allra besta. Ef Svíar sjá það þá vona ég að þeir verði stoltir af mér,“ segir hann en Melodifestival er trúlega ein flottasta undankeppni Evrópu. Þar leggja Svíar allt í sölurnar og forkeppni þeirra hófst í febrúar og lauk um mánuði síðar. Fjórar forkeppnir eru haldnar og svo keppa lög sem fá annan séns. Um 13 milljón atkvæði voru send inn sem er met. Lag Robins varð þriðja í símaatkvæðagreiðslunni en dómararnir sendu lagið áfram með miklum meirihluta atkvæða. Fékk hann 96 stig en lagið Hold On 20 stigum minna. Robin segir að öll Norðurlöndin hafi sent góð lög í keppnina í ár og er ánægður með Svölu og hennar lag þrátt fyrir að okkar kona hafi verið skilin eftir. „Allar Norðurlandaþjóðirnar sendu góð lög inn í ár að mínu mati. Þau eru nútímaleg lög, öll á sinn hátt. Lagið hennar Svölu, Paper, er líkt og mörg lög frá Íslandi með mikinn kraft og skemmtilegt og það var leiðinlegt að það skyldi ekki komast áfram.“ Eurovision Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Sjá meira
Robin Bengtsson er talinn líklegur sigurvegari í Eurovision með lagið sitt I Can't Go On. Hann segist vera að njóta ferðalagsins og finnur meira fyrir gleði en pressu. „Ég er spenntur fyrir morgundeginum. Atriðið er gott og mér fannst ekkert mál að byrja í forkeppninni. Atriðið er þannig að það hentaði vel til að byrja,“ segir hjartaknúsarinn Robin Bengtsson frá Svíþjóð. Eins og venjulega er Svíum spáð góðu gengi og þótt flestir spái Ítölum sigri er meðbyrinn með laginu hans, I Can’t Go On, að aukast. Allavega hér í Kænugarði. Portúgalar eru einnig taldir líklegir til afreka. Svíar eru þyrstir í fréttir af Eurovision og flestir fjölmiðlar þaðan eru hér og hafa ekkert nema gott um sjarmatröllið að segja. „Svíar eru mjög ánægðir með hann. Ég hef talað við hann nokkrum sinnum og hann er nokkuð bjartsýnn. Hann talaði reyndar um ítalska lagið og það spá því flestir sigri þannig að ég held að ítalska lagið taki þetta,“ segir Ellinor Svensson, blaðakona frá Expressen í Svíþjóð. Sjálfur segist Robin vera pollrólegur yfir öllu fjölmiðlafárinu, bæði frá alþjóðlegum blaðamönnum og þeim sænsku.„Væntingarnar heima eru nokkuð miklar. Það eru margir sem horfa og vonast eftir góðum úrslitum. Ég finn að Svíþjóð fylgist vel með en ég finn ekki mikið fyrir pressunni. Ég er hér til að skemmta mér og vonandi öðrum og gera mitt besta í þessar þrjár mínútur sem ég hef á sviðinu.“Ellinor Svensson er blaðakona hjá Expressen í Svíþjóð.Robin varð þriðji í sænska Idol-inu fyrir níu árum. Síðan hefur ferill hans verið að hefja sig hægt og rólega á flug. Hann tók fyrst þátt í sænsku undankeppninni, Melodifestival, í fyrra með lagið Constellation Prize og varð fimmti. „Ég lít á þetta frekar sem mikinn heiður en eitthvað annað að vera hér. Þetta er ákveðinn draumur hjá mér að rætast og ég mun gera mitt allra besta. Ef Svíar sjá það þá vona ég að þeir verði stoltir af mér,“ segir hann en Melodifestival er trúlega ein flottasta undankeppni Evrópu. Þar leggja Svíar allt í sölurnar og forkeppni þeirra hófst í febrúar og lauk um mánuði síðar. Fjórar forkeppnir eru haldnar og svo keppa lög sem fá annan séns. Um 13 milljón atkvæði voru send inn sem er met. Lag Robins varð þriðja í símaatkvæðagreiðslunni en dómararnir sendu lagið áfram með miklum meirihluta atkvæða. Fékk hann 96 stig en lagið Hold On 20 stigum minna. Robin segir að öll Norðurlöndin hafi sent góð lög í keppnina í ár og er ánægður með Svölu og hennar lag þrátt fyrir að okkar kona hafi verið skilin eftir. „Allar Norðurlandaþjóðirnar sendu góð lög inn í ár að mínu mati. Þau eru nútímaleg lög, öll á sinn hátt. Lagið hennar Svölu, Paper, er líkt og mörg lög frá Íslandi með mikinn kraft og skemmtilegt og það var leiðinlegt að það skyldi ekki komast áfram.“
Eurovision Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Sjá meira