Mikilli spennu á vinnumarkaði mætt með innflutningi á fólki Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2017 12:59 Gífurleg eftirspurn er eftir vinnuafli á Íslandi. Vísir/Vilhelm Gífurleg eftirspurn er eftir vinnuafli á Íslandi um þessar mundir og fjölgaði starfandi fólki á vinnumarkaði um átta þúsund manns frá febrúar til mars. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna frá hruni en aukinni eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið mætt með auknum innflutningi á fólki.Hagsjá Landsbankans hefur tekið saman tölur frá Hagstofu Íslands um stöðuna á vinnumarkaðnum. Í marsmánuði voru rúmlega 199 þúsund manns starfandi á íslenskum vinnumarkaði og hafði fjölgað um 8.000 frá mánuðinum áður og um 15.500 frá því í mars 2016, eða um 8,4 prósent. Atvinnuþátttaka er mjög há í sögulegu samhengi og að sama skapi hefur atvinnuleysi minnkað verulega og var einungis 1,7 prósent í mars, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir spennuna á vinnumarkaði endurspeglast í starfsemi stofnunarinnar. „Það má segja það. Það hefur orðið mikil breyting á starfseminni. Atvinnuleysi hefur náttúrlega dregist mikið saman. Um leið hefur orðið mikil ásókn í starfsfólk erlendis frá því við önnum ekki þessari miklu þenslu. Það vantar fólk í vinnu,“ segir Unnur. Landsmönnum fjölgaði um 5.800 milli fyrsta ársfjórðungs í fyrra og sama tímabils á þessu ári. Stór hluti af fjölguninni skýrist af miklum flutningi fólks til landsins. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum með búsetu hér á landi um 3.800 manns frá mars í fyrra til mars á þessu ári og Íslendingum á vinnumarkaði hefur líka fjölgað mikið.VinnumálastofnunVísir/hannaSjáið þið fólk hverfa hröðum skrefum af atvinnuleysisskrá?„Já, já við höfum gert það undanfarin tvö til þrjú ár. Fólki á atvinnuleysisskrá hefur stöðugt fækkað og það er mikið af fólki komið í vinnu,“ segir Unnur. Í Hagsjá Landsbankans segir að mikil eftirspurn eftir vinnuafli hafi fram að þessu ekki skilað sér í auknum verðbólguþrýstingi nema að litlu leyti. Það skýrist að hluta til af styrkingu krónunnar en að verulegu leyti af miklum innflutningi erlends vinnuafls sem hafi aukið framleiðslugetu þjóðarbúsins. Fyrr á árum hafi mikil eftirspurn eftir vinnuafli jafnan leitt til mikils launaskriðs og verðhækkana en svo virðist sem mikill innflutningur vinnuafls haldi aftur af þeirri þróun.Erum við komin í það sem kallað hefur verið náttúrulegt atvinnuleysi, þar sem atvinnuleysi getur verið minnst?„Ég er ekki sérfræðingur í því en ég gæti sem best trúað því já. Ég held að við séum að nálgast töluna eins og hún var 2007. Eða hvort við erum komin undir hana. Ég er ekki alveg með það á hreinu. En við erum örugglega komin mjög nálægt því,“ segir Unnur Sverrisdóttir. Tengdar fréttir Spá því að einkaneysla og hagvöxtur muni aukast Vöxtur í fjárfestingu, ferðaþjónustu og neyslu er meiri en áætlað var og styrking gengisins mun svo hafa þau áhrif að verðbólga mun aukast seinna en upphaflega var haldið. 4. nóvember 2016 11:12 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Gífurleg eftirspurn er eftir vinnuafli á Íslandi um þessar mundir og fjölgaði starfandi fólki á vinnumarkaði um átta þúsund manns frá febrúar til mars. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna frá hruni en aukinni eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið mætt með auknum innflutningi á fólki.Hagsjá Landsbankans hefur tekið saman tölur frá Hagstofu Íslands um stöðuna á vinnumarkaðnum. Í marsmánuði voru rúmlega 199 þúsund manns starfandi á íslenskum vinnumarkaði og hafði fjölgað um 8.000 frá mánuðinum áður og um 15.500 frá því í mars 2016, eða um 8,4 prósent. Atvinnuþátttaka er mjög há í sögulegu samhengi og að sama skapi hefur atvinnuleysi minnkað verulega og var einungis 1,7 prósent í mars, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir spennuna á vinnumarkaði endurspeglast í starfsemi stofnunarinnar. „Það má segja það. Það hefur orðið mikil breyting á starfseminni. Atvinnuleysi hefur náttúrlega dregist mikið saman. Um leið hefur orðið mikil ásókn í starfsfólk erlendis frá því við önnum ekki þessari miklu þenslu. Það vantar fólk í vinnu,“ segir Unnur. Landsmönnum fjölgaði um 5.800 milli fyrsta ársfjórðungs í fyrra og sama tímabils á þessu ári. Stór hluti af fjölguninni skýrist af miklum flutningi fólks til landsins. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum með búsetu hér á landi um 3.800 manns frá mars í fyrra til mars á þessu ári og Íslendingum á vinnumarkaði hefur líka fjölgað mikið.VinnumálastofnunVísir/hannaSjáið þið fólk hverfa hröðum skrefum af atvinnuleysisskrá?„Já, já við höfum gert það undanfarin tvö til þrjú ár. Fólki á atvinnuleysisskrá hefur stöðugt fækkað og það er mikið af fólki komið í vinnu,“ segir Unnur. Í Hagsjá Landsbankans segir að mikil eftirspurn eftir vinnuafli hafi fram að þessu ekki skilað sér í auknum verðbólguþrýstingi nema að litlu leyti. Það skýrist að hluta til af styrkingu krónunnar en að verulegu leyti af miklum innflutningi erlends vinnuafls sem hafi aukið framleiðslugetu þjóðarbúsins. Fyrr á árum hafi mikil eftirspurn eftir vinnuafli jafnan leitt til mikils launaskriðs og verðhækkana en svo virðist sem mikill innflutningur vinnuafls haldi aftur af þeirri þróun.Erum við komin í það sem kallað hefur verið náttúrulegt atvinnuleysi, þar sem atvinnuleysi getur verið minnst?„Ég er ekki sérfræðingur í því en ég gæti sem best trúað því já. Ég held að við séum að nálgast töluna eins og hún var 2007. Eða hvort við erum komin undir hana. Ég er ekki alveg með það á hreinu. En við erum örugglega komin mjög nálægt því,“ segir Unnur Sverrisdóttir.
Tengdar fréttir Spá því að einkaneysla og hagvöxtur muni aukast Vöxtur í fjárfestingu, ferðaþjónustu og neyslu er meiri en áætlað var og styrking gengisins mun svo hafa þau áhrif að verðbólga mun aukast seinna en upphaflega var haldið. 4. nóvember 2016 11:12 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Spá því að einkaneysla og hagvöxtur muni aukast Vöxtur í fjárfestingu, ferðaþjónustu og neyslu er meiri en áætlað var og styrking gengisins mun svo hafa þau áhrif að verðbólga mun aukast seinna en upphaflega var haldið. 4. nóvember 2016 11:12