Íslenski hópurinn verður áfram í Úkraínu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. maí 2017 11:29 Felix Bergsson með hjónunum Einari og Svölu á blaðamannafundi á dögunum. vísir/eurovision.tv „Við verðum úti fram á sunnudag. Það var það hagkvæmasta í stöðunni. Þannig að hér er fólk bara að chilla og bíða eftir að komast heim á sunnudag,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins í Kænugarði. Sem kunnugt er komst hópurinn, með Svölu Björgvinsdóttur í fararbroddi, ekki upp úr fyrri undanriðli Eurovision. Felix segir að í framhaldinu hafi verið reynt að finna flug heim en að það hafi verið of kostnaðarsamt og því verði hópurinn úti um helgina. „Breytingagjald á hverjum miða eru um 120 evrur, því þetta eru tveir leggir, og þetta var bara vonlaust mál. Við fáum eiginlega ekkert endurgreitt á hótelinu og úr varð að við verðum hér fram á sunnudag. Menn eru bara að sleikja sárin í rólegheitunum og við RÚV-ararnir vinnum bara okkar vinnu hér áfram.“Seinni keppnin mun slappari Felix segir mikla gleði ríkja innan hópsins þrátt fyrir að hafa ekki komist upp úr undankeppninni. Allir séu afar sáttir við framlag Íslendinga í ár. „Stemningin er rosalega góð og menn eru mjög sáttir. En núna er seinni undankeppnin og svekkjandi að sjá hvað hún er miklu, miklu slappari en þessi undanriðill sem við vorum í. Ég held það sé niðurstaða flestra sem sjá það að úr þeim undanriðli hefðum við átt meiri möguleika á að komast áfram. En það er eitthvað sem þýðir ekkert að velta fyrir okkur,“ segir hann.Bara sumir fá miða Þá segir Felix aðspurður að fólk sé spennt fyrir aðalkeppninni en uppáhalds lög íslenska hópsins er það sænska, ítalska og portúgalska. Hins vegar fái aðeins hluti hópsins miða á keppnina. „Við eigum ekki miða fyrir alla. Við fáum miða á æfingar og nokkra miða á Grand Final, en það eru líka sumir sem vilja taka því rólega á laugardagkvöldinu því við fljúgum mjög snemma á sunnudagsmorgninum. Aðrir verða að fylgjast með á hótelinu eða Euro-village eða annars staðar.“ Eurovision Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
„Við verðum úti fram á sunnudag. Það var það hagkvæmasta í stöðunni. Þannig að hér er fólk bara að chilla og bíða eftir að komast heim á sunnudag,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins í Kænugarði. Sem kunnugt er komst hópurinn, með Svölu Björgvinsdóttur í fararbroddi, ekki upp úr fyrri undanriðli Eurovision. Felix segir að í framhaldinu hafi verið reynt að finna flug heim en að það hafi verið of kostnaðarsamt og því verði hópurinn úti um helgina. „Breytingagjald á hverjum miða eru um 120 evrur, því þetta eru tveir leggir, og þetta var bara vonlaust mál. Við fáum eiginlega ekkert endurgreitt á hótelinu og úr varð að við verðum hér fram á sunnudag. Menn eru bara að sleikja sárin í rólegheitunum og við RÚV-ararnir vinnum bara okkar vinnu hér áfram.“Seinni keppnin mun slappari Felix segir mikla gleði ríkja innan hópsins þrátt fyrir að hafa ekki komist upp úr undankeppninni. Allir séu afar sáttir við framlag Íslendinga í ár. „Stemningin er rosalega góð og menn eru mjög sáttir. En núna er seinni undankeppnin og svekkjandi að sjá hvað hún er miklu, miklu slappari en þessi undanriðill sem við vorum í. Ég held það sé niðurstaða flestra sem sjá það að úr þeim undanriðli hefðum við átt meiri möguleika á að komast áfram. En það er eitthvað sem þýðir ekkert að velta fyrir okkur,“ segir hann.Bara sumir fá miða Þá segir Felix aðspurður að fólk sé spennt fyrir aðalkeppninni en uppáhalds lög íslenska hópsins er það sænska, ítalska og portúgalska. Hins vegar fái aðeins hluti hópsins miða á keppnina. „Við eigum ekki miða fyrir alla. Við fáum miða á æfingar og nokkra miða á Grand Final, en það eru líka sumir sem vilja taka því rólega á laugardagkvöldinu því við fljúgum mjög snemma á sunnudagsmorgninum. Aðrir verða að fylgjast með á hótelinu eða Euro-village eða annars staðar.“
Eurovision Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira